Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 12
Sjóminjasafnið í Greenwich.
innrásaráætlanir Þjóðverja í Pólland og Eng-
land, sem geymdar eru þarna í frumhandriti
með undirskriftum Hitlers, Ribbentrops, von
Keitels og annarra úr þeim hópi, enda kemur
manni næsta spánskt fyrir sjónir að rekast á
þær þarna. Hins vegar er módel af árás Þjóð-
verja á skipalest bandamanna mjög athyglis-
vert og lærdómsríkt, einnig samskonar módel
af orustunni við Trafalgar 21. október 1805,
þegar þjóðhetjan Nelson lét lífið. Bæði þessi
módel eru geymd í stórum glerkössum og allvel
gerð, einkum hið fyrrnefnda. Samskonar módel
úr baráttu íslenzkra sjómanna við öldur hafs-
ins á undanförnum tímum myndu hafa geysi-
lærdómsríka þýðingu, ef til væru; því enda þótt
við eigum ekki í sögu okkar baráttu við erlenda
heri, eigum við frásagnir af erfiðri baráttu við
náttúruöflin og þröng lífsskilyrði, sem geyma
mörg augnablik, ekki síður söguleg út frá sjón-
armiði manndóms og þrekrauna, heldur en á-
tök stórvelda um heimshöfin eru eða hafa verið.
Þegar ég gekk um þetta fróðlega og einstæða
safn, kom mér alloft til hugar, hversu nauð-
synlegt það er, að við íslendingar eignumst
hliðstæða stofnun og það sem allra fyrst, áður
en meira glatast af verðmætum gamals tíma
en búið er. Það er þó mikill misskilningur, sem
sumir ætla, að söfn séu ekki annað og meira
en geymsla fyrir gamla muni. Góð söfn eru,
eða eiga a. m. k. að vera, eins konar skóli, op-
inn öllum almenningi, þar sem kostur er að
sjá þróun hlutanna í ljósi breyttra lífsskilyrða
og menningarviðhorfs. Þess vegna er á öllum
betri söfnum, sem ég hef séð, lögð áherzla á
að sýna þessa þróun, ekki
aðeins með varðveizlu
gamalla muna, heldur með
útskýringum og myndum,
ekki ósvipuðu að fyrir-
komulagi og Reykjavíkur-
sýningin var s.l. haust.
Þess konar fyrirkomulag
er einkum nauðsynlegt á
söfnum, sem tileinkuð eru
sérstökum atvinnugrein-
um, eins og t. d. sjóminja-
söfnum.
1 sjóminjasafninu í
Greenwich er sérstök deild
fyrir minjar um Nelson,
og finnst manni næstum,
að deildin sé ofhlaðin. Þar
eru tugir málverka af hin-
um fræga aðmírál, hvert
öðru lík, mörg hver úr einkasafni Georgs kon-
uogs fjórða og Vilhjálms fjórða. Einnig fjöl-
margar afsteypur. Mest um vert er að sjá ýmsa
hluti, sem tilheyrðu honum, svo sem einkennis-
búninga hans, ekki hvað sízt þann, sem hann
bar hinn örlagaríka októberdag 1805. Gatið eftir
byssukúluna sést greinilega á vinstri öxl úní-
formsins.
Miklum hluta safnsins er varið til að gefa
yfirlit yfir útbreiðslu brezka heimsveldisins og
yfirráð Breta yfir höfunum. Uppdrættir frá
ýmsum tímum, málverk af helztu atburðum úr
sögu brezkra landafunda og nýlendustjórnar
fylla stóra sali. Vera má, að þróun siglinga
undanfarnar aldir og vöxtur Bretaveldis verði
ekki aðskilin sagnfræðilega, a. m. k. tekst manni
ekki að greina þessa hluti sundur í hinu stóra
Greenwich-safni. Það tæki vikur og mánuði að
skoða þetta safn ýtarlega, svo margbrotið er
það og stórt. Mikill hluti þess er raunverulega
partur af sjómannaskólanum og ekki til sýnis
almenningi, t. d. fjöldi af málverkum, uppdrátt-
urn og koparstungum, sem geymdur er í svo-
nefndu Print Room.
Sérstök deild safnsins er tileinkuð þróun
siglingafræðinnar (Navigation Room), og gefur
þar að líta hin margbreyttustu tæki, sem ekki
er fyrir aðra en fræðimenn í siglingum að skilja
til hlítar. Þróun þeirra liggur þó hverju barni
í augum uppi, og safn korta af siglingaleiðum
og landauppdráttum frá ýmsum tímum er mjög
skemmtilegt efni til samanburðar. Þarna eru
ógrynni af rannsókna- og mælitækjum, horna-
mælum, kíkjum, hæðarmælum, sextöntum,
244
V í K I N □ U R