Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 6
Fœreyingar í þjóðbúningi. Fiskveiðar. Þrátt fyrir tregfiski á grunnmiðum við Fær- eyjar, þá eru fiskveiðar samt aðalatvinnuvegur eyjaskeggja, enda eru þeir sjógarpar miklir og vanir að veltast á sjónum í öllum veðrum, vet- ur og sumar, á upp og niður skipum. Af ná- lægum fiskimiðum, sem Færeyingar sækja á, má nefna Færeyingabankann, sem er um 70 sjómílur suðvestur af Suðurey, og Bill Baileys bankana sem eru nokkuð vestar. Fremur mun fiskur vera tregur á bönkum þessum, enda leggja Færeyingar sennilega ekki mikla rækt við þá, en sækja ótrauðir á fjarlægari mið, í Hvítahafið, til Grænlands bg íslands. Hér á ís- landi eru færeysku fiskimennirnir vel kunnir, því hér eru þeir stöðugir gestir allt í kringum landið. Fyrir nokkrum árum stunduðu Færey- ingar allmikið fiskveiðar við ísland á opnum bátum. Komu þeir þá oft í stórum hópum til Austfjarða með bergensku skipunum og dreifðu sér þaðan á ýmsa staði á norðaustur- og austur- landi. Bakkafjörður, Gunnólfsvík og Skálar voru kunnar bækistöðvar færeyskra fiskimanna, sem stunduðu fiskveiðar á opnum bátum að vor- og sumarlagi. Nú er þessi árabátaútgerð Fær- eyinga við ísland að mestu lögð niður. Fær- eyingar eru stórhuga menn og eru búnir að koma sér upp stórum skipastól vélknúinna fiskiskipa. Þeir eiga á þriðja hundrað skíp stærri en 25 tonn. Þar af milli 30 og 40 tog- ara, og eru nokkrir þeirra alveg nýir. íbúatala Færeyja er rúmlega 30 þúsundir, þar af stunda 5—6 þús. manns fiskveiðar, er það tiltölulega miklu meiri fjöldi fiskimanna en á Islandi. Landnám. Færeyjar munu hafa byggzt nokkru fyrr en Island, en talið er víst, að þar hafi áður hafzt við eitthvað af keltneskum eða írskum munk- um og einsetumönnum, eins og átti sér stað hér á íslandi, þegar hinir norrænu landnámsmenn komu þar að landi. Þykir ýmislegt benda til þess, t. d. heitir vík ein hjá Kirkjubæ á Straum- ey Brandansvík, en biskup að nafni Brandanus var uppi á írlandi á 6. öld. Fœreyjar og nœstu grannar. Færeyska þjóðin er minnsta og fámennasta þjóðin í hinni norrænu þjóðafjölskyldu, en jafn- framt sú þeirra, sem næst okkur stendur um marga hluti. Færeyjar eru aðeins í 250 sjó- milna fjarlægð frá íslandi, en sú fjarlægð er minni en milli Reykjavíkur og Hornafjarðar, sé farið sjóleiðina. Þó erum við Islendingar ekki næstu nágrannar Færeyinga: Hjaltland, Orkn- eyjar, Skotland og Suðureyjar eru aðeins í 180 sjómílna fjarlægð frá Færeyjum. Á öllum þess- um eyjum var töluð norræna á landnámsöld, en íbúarnir hafa nú löngu gleymt tungu feðra sinna, vegna áhrifa og yfirráða Engilsaxa og Kelta. Færeyingar eru undantekning. Þeir hafa varðveitt tungu, sína furðu vel, enda þótt hún hafi tekið allmiklum breytingum. Færeyskan er langlíkust íslenzku allra Norðurlandamála og íslendingar eiga hægt með að lesa hana sér til gagns undirbúningslaust. öll hin Norðurlanda- málin verða Islendingar að læra til þess að geta lesið þau sér til skilnings. Færeyingar eiga sennilega mjög auðvelt með að tala og lesa ís- lenzku, enda er það staðreynd, að flestir fær- eyskir fiskimenn skilja íslenzku og margir tala hana ágætlega. Kirkjubœr. Af sögufrægum stöðum í Færeyjum er Kirkju- bær í fremstu röð. Hann stendur suðvestan á Straumey. — Upphaflega bjuggu í Kirkjubæ sjálfseignarbændur, en um aldamótin 1100 liðu sjálfseignarbændur í Kirkjubæ undir lok, en jörðin var gerð að biskupssetri. I tíð hinna kaþólsku biskupa á Kirkjubæ stóð menning Færeyinga með miklum blóma. Þar var menn- ingarmiðstöð, sem hélt uppi sambandi við þeirra tíma andans mikilmenni á Norðurlöndum: Is- 23B VÍKINQUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.