Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 16
1. /9. Tjónið af óþurrkunum í
sumar talið 60 milljónir. — Sam-
bandsskipin hafa flutt 70 þúsund
smál. af vörum milli landa. Hvassa-
fell og Arnarfell flytja vörur til 30
íslenzkra hafna frá flestum löndum
Evrópu. — Síld hefur varla sézt á
Siglufirði í þriggja vikna tíma. —
13 þús. tunnur hafa veiðzt af síld
í Grindavík. Aflahæsti báturinn er
Hrafn Sveinbjarnarson.
•
2. /9. Gullfoss hefur verið leigður
til Frakklands í vetur. Verður í
flutningum til Casablanca. — Yfir
40 nýjar fiskategundir hafa fundizt
við stendur Islands frá 1909. Þar
af fundust tvær á s.l. vetri. — Legu-
færi fyrir 20 þús. tonna skip sett
niður við Lauganes. — Helmingur
síldveiðiflotans hættur veiðum.
•
5. /9. Helga fékk um 6460 mál og
tunnur. Varð aflahæsta síldveiði-
skipið. — Tvær danskar flugvélar
urðu að nauðlenda á Aravatni í
Skagaheiði. Gátu ekki lent á Akur-
eyri vegna veðurs. Lendingin tókst
vel hjá báðum flugvélunum. — Síld-
armjölið kostar kr. 247,20 hver 100
kg. — Hæringur er kominn að
austan.
•
6. /9. Síld flutt á bílum frá Skaga-
strönd til Siglufjarðar. — Tjónið af
skriðuföllunum á Seyðisfirði metið
á 700 þús. kr. — Sandfok og sand-
ágangur hefur siðustu ár ógnað
mörgum jörðum í öxarfirði. Hafa
þegar farið í auðn mjög víðlend beiti-
lönd, og er nú svo komið, að byggð-
in er í yfirvofandi hættu. — Kvik-
myndin Björgunarafrekið við Látra-
bjarg sýnd i Noregi.
•
7. /9. Um 1000 laxar veiddust í
Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu í sum-
ar. — María Júlía talið ágætt rann-
sóknarskip. Fimm vikna rannsókn-
arleiðangur kringum land. — Dönsku
flugvélarnar komnar til Akureyrar.
— Sakamálalögreglan í Kaupmanna-
höfn hefur nú fengið það hlutverk,
að rannsaka slysið, sem varð í Gull-
fossi við hafnargarð hjá B. & W.
í vetur, en álitið að ekki sé allt
einleikið í sambandi við sprengingu
þá, sem varð í skipinu.
•
8. /9. Súrefnistæki flutt loftleiðis
til ungrar konu í barnsnauð. Flug-
vélin lenti við bæjardyrnar éftir
55 mín. flug frá Reykjavíkurflugvelli.
•
9./9. Reknetabátum f jölgar í Faxa-
flóa. — Verð á Faxasíld er nú ákveð-
ið kr. 125,00 fyrir uppsaltaða tunnu
og kr. 80,00 fyrir uppvegna tunnu.
•
13. /9. „Uppreisn“ á tveimur bát-
um Björgvins Bjarnasonar á veiðum
við Nýfundnaland. Sjómennirnir
neituðu að sigla með þeim norður
með Labrador. — Stórkostlegt gufu-
gos úr borholu í Krýsuvík. Rúmlega
einnar smálestar bor þeyttist í loft
upp og gekk 1,5 m. ofan í steinstétt
er hann kom niður. — Akureyrar-
skip fara á reknetaveiðar í Faxa-
flóa. — M.b. Andvari frá Reykjavík
er nýbyrjaður hákarlaveiðar.
•
14. /9. Um 20 kg. af síldarolíu fást
úr hverju máli Faxasíldar. — Fimmta
nýja togaranum var nýlega hleypt
af stokkunum í Bretlandi. Hann
heitir Dröfn. — Utflutningur á fiski-
mjöli og síldarmjöli bannaður að
sinni.
•
15. /9. Uggvænlegar atvinnuhorfur
á Siglufirði. Siglfirðingarnir vona,
að togararnir hefji aftur veiðar og
verksmiðjurnar þar verði látnar
vinna fiskimjöl. — Erlend síldar-
skip fá ágæta reknetaveiði. Fjöldi
rússneskra skipa stundar enn veið-
ar 40—50 mílur norðaustur af Langa-
nesi. — Hraðfrystihús Eskifjarðar
auglýst á uppboði. — Brezkt haf-
rannsókarskip komið til Reykjavík-
ur. Mun það verða hér í höfn fram
yfir helgi, en leggja þá út til rann-
sókna hér við land. — Millilanda-
flugvélar Loftleiða, „Geysis", sakn-
að. 1 flugvélinni var 6 manna áhöfn,
engir farþegar. — Fyrsti 'viðskipta-
samningurinn milli írlands og ls-
lands gerður.
•
16. /9. Sænsku síldveiðiskipin *elja
Islendingum reknet. — Brúarfoss
flytur færeyskan saltfisk í kælirúmi
suður til Grikklands. Skipið flutti
héðan rúmlega 790 tunnur síldar.
•
17. /9. 15 flugvélar og 2 skip leita
„Geysis“, en án árangurs. — Mis-
jöfn veiði reknetabáta við Suðurnes.
•
18. /9. Áhöfn Geysis heil á húfi.
Flakið var á Vatnajökli. Leiðangur
frá Akureyri sækir fólkið.
•
20. /9. Björgunarflugvél, amerísk,
lendir á skíðum á Vatnajökli, en
gat ekki hafið sig til flugs aftur
og var þar í nótt. — Islendingar á
færeysku skipi kærðir fyrir að sýna
mótþróa. Mál þeirra er fyrir rétti í
Færeyjum.
•
21. /9. íhöfn Geysis er nú komin
niður at Vatnajökli. Ameríska björg-
unarflugvélin laskaðist við flugtak
og áhöfn hennar hélt einnig af
stað gangandi ofan af jöklinum. -»-
e
22. /9. Áhöfn Geysis fagnað heilli
í Reykjavík. Geysir rakst á jökulinn
í blindhríð. Kastaðist langa leið og
hvolfdi. — Skipshöfnin af Ingólfi
Arnarsyni heiðruð fyrir björgun
Júní-manna.
c
26./9. Loftvarnir í Reykjavík und-
irbúnar. — Búið að salta í 4340
tunnur Faxasíldar. Mikil veiði um
helgina og voru saltaðar 500 tunnur á
sunnudag. 70 skip landa síld í Sand-
gerði, alvarleg þörf hafnarbóta þar.
— Grindavík orðin umsvifamikill út
gerðarbær að nýju. — Landburður
af síld í öllum verstöðvum við Faxa-
flóa.
Z4B
V I K I N G U R