Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 19
S VEITAPIL TURINN, mesti ráðamaður Grikklands Kosningabaráttan geisaði í Grikklandi. 30 stjórn- málaflokkar lýstu ávirðingum andstæðinganna af hjart- ans einlægni, án þess að óttast meiðyrðamál. Á kosn- ingadaginn, eftir 3 vikur, náði kosningahitinn hámarki. En maðurinn, sem mest átti undir úrslitunum, sat hljóður, óvirkur og rólegur á hinu forna herrasetri sínu, í hjarta Aþenu og beið. Herra Bodossakis er stærsti iðjuhöldur Grikklands. Hann er enginn stjórnmálamaður, en þekkir þó allar refjar og klæki stjórnmálaflokkanna. „Án þess væri ekki hægt að þrífast hér, sem kaupsýslumaður", segir hann. Réttu nafni heitir hann Podromos Athanasiadis. En í Grikklandi er það viðurnefnið, sem gildir. Það get- ur verið fallegt eða skammaryrði, allt eftir því hvort viðkomandi er saddur eða svangur. Nú þegar verið er að reisa hagkerfi landsins úr rúst- um, er Bodossakis bæði skipuleggjarinn og byggingar- meistarinn. „Ef hann vill veita stjórninni fjármagn", sagði háttsettur Aþenubúi við mig í s.l. viku, „þá þurf- um við enga Marshallhjálp". Bodossakis er 53 ára gamall, grannur, kvikur, feim- inn og dulur. Hann treystir fáum og kýs að fjalla sjálfur um skjöl sín. Ólíkt flestum löndum sínum klæð- ist hann íburðarlausum, en velsniðnum dökkum fötum og röndóttri skyrtu. Eina skrautið er slifsisnæla úr gulli, með gríðarstórri pei'lu inngreyptri. Hann hefur komizt vel áfram síðan hann gætti fén- aðar föður síns í hæðunum við Istambul. í dag ræður hann algjörlega yfir að minnsta kosti einum þriðja af iðnaði Grikklands. ítök hans eru víðtæk og yfirráð hans eru ekki skráð. Það skeður til dæmis fátt í út- flutningsverzlun Grikklands, sem Bodossakis ekki hefur haft afskipti af. Hinn ókrýndi konungur. Hann er forstjóri flestra stærstu bankanna og opin- bert leyndarmál er það, að hann ræður miklu um stjórn Þjóðbanka Grikklands. Sumir halda því fram, að áhrifa- vald hans sé þjóðinni til góðs, en aðrir álíta að völd hans standi smáfyrirtækjum fyrir þrifum. En eitt er þó alveg víst, og það er, að hann trúir á landið. Hvernig Bodossakis hefur komizt til þessara miklu valda er ráðgáta. Um yngri ár sín segir hann aðeins að skólavistin hafi verið alls sem svarar 9 mánuðum. Hann var orðinn 18 ára þegar hann varð læs. Hann flæktist til hinnar athafnasömu borgar Smyrnu, en hrökklaðist brátt þaðan aftur til Istambul. Hinir eldri menn í söluskálunum segjast muna eftir honum. Hvað verzlaði hann með? Það er ekki ljóst. Það geta hafa verið teppi, vín eða fasteignir. Þegar árið 1915 hafði hann fengið uppnefni og eign- azt Pera Palas hótel, hið stærsta í Istambul og eitt hið skrautlegasta í Litlu-Asíu. Þá voru eignir hans taldar um 10 millj. sterlingspunda, en síðan hafa þær ekki verið áætlaðar. Óvinir Bodossakis halda því fram, að hann hafi rekið óheiðarlega verzlun að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni, er Grikkir og Tyrkir liáðu tilgangslaust og þrálátt stríð í Litlu-Asíu. Hann var sagður selja báðum aðilum skotfæri, eins og allir aðrir vopnaframleiðendur. En Bodossakis sá ekki fyrir hina skyndilegu uppgjöf Grikkja fyrir Kemal Ataturk, og tapaði öllum sínum inneignum í Tyrklandi. Hann lagði fyrir sig olíubrask, en varð að láta í minni pokann fyrir hinum klækjótta Galouste Sarkis Gulbenkian. — Um það má lesa í júníhefti News Review 1947. Árið 1923 eignaðist Bodossakis höll sína í Pyshiki — skemmtilegu úthverfi Aþenu, og var orðinn aðalmað- urinn í vefnaðariðnaðinum. Hann var þá einnig byrjað- ur á skipaútgerð og eftir 20 ár var hann orðinn eig- andi að 40 kaupförum í hinum ábatasömu flutningum um Miðjarðarhaf. Hann er ennþá eigandi að skotfæra- og vopnaverksmiðju, og þrátt fyrir miklar skemmdir af völdum Þjóðverja og vélarán þeirra, er „Greek Powder & Cartridge Co.“ stærsta fyrirtæki sinnar teg- undar við austanvert Miðjarðarhaf. Síðustu tvö árin hefur Bodossakis bætt að minnsta kosti helming hins £ 15 millj. tjóns, sem hann varð fyrir af síðustu heimsstyrjöld. Verksmiðjur hans fram- leiða í stórum stíl stálgrindur til húsbygginga og vélar til iðnaðarframleiðslu. í Padras á hann verksmiðjur, sem framleiða 90% af glerframleiðslu landsins og fyrirtæki hans „Greek textil Co.“ veitir 3000 körlum og konum atvinnu við framleiðslu þriðja hluta alls baðmullariðnaðar landsins. Skipasmíðastöð hans „Vassiliades" byggir, auk þess sem hún annast pöntun erlendis frá, stöðugt ný skip til aukningar eigin flota. Stærsta fyrirtæki hans er þó „Lipasmata Company", sem framleiðir kemiskan áburð til útflutnings til flestra landa við Miðjarðarhaf. Þar vinna um 4000 manns. Með fjárframlögum frá E. C. A., er Bodossakis að bæta tjón það, sem stríðið olli á þessari verksmiðju, auk þess sem hann stækkar hana og endurbætir. Uppáhaldsverk Bodossakis er nú rannsókn og ný- breytni í brúnkolanámu hans nálægt Saloniki. Námuna keypti hann af rælni fyrir síðustu heimsstyrjöld, en nú er þar allt í fullum gangi. Grikkland er fátækt að eldsneyti, og beitir hann sér nú til hins ítrasta við Framh. á bls. 256. V I K I N G Li R 251

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.