Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Qupperneq 3
stóra fjórmastraða skonnortu í skjóli hjá nokkr-
um eyjum, hún var með niðurfeldum seglum
og lá auðsjáanlega við akkeri. Við stefndum á
skipið, en það var hægara sagt en gert, því sjór-
inn kringum okkur var fullur af klettum og
brotsjóum, svo bæði þurfti á þekkingu og var-
kárni að halda. Það var stinningskaldi, og eftir
því sem lengra dró frá landi, varð meiri sjór,
svo litli báturinn ruggaði mikið, og sjólöðrið
og rigningin í sameiningu var allt annað en
þægilegt fyrir yfirmennina, sem voru á verði á
þilfarinu. Þó gekk allt vel. Skonnortan sást nú
greinilega með blaktandi flaggi frá stórgafflin-
um, og skildist okkur fljótt, að það var skipun
til skipsbátanna að koma aftur, því við sáum
hér og hvar úti við sjóndeildarhringinn smábáta
hoppandi á ölduhryggjunum vinda upp segl og
stefna á skonnortuna. Eins langt og augað eygði
sáum við smábáta milli eyjanna og skerjanna
flýta sér að sigla að skipinu, og töldum við í
allt 45 báta.
Kaptajnlojtnanten skipaði að vinda upp stöðv-
unarmerki, og skonnortan svaraði því með því
að draga upp portúgalska flaggið. Um kvöldið
um áttaleytið vorum við komnir að skonnort-
unni og sáum nú, að kringum hana voru h. u. b.
30 bátar og einn maður í hverjum, og h. u. b.
20 bátar, sem enn voru á leiðinni að skipinu.
Undir eins og báturinn var búinn að
krækja sig við skipshliðina, var fiskinum fleygt
með stórum hökum upp á þiljurnar, og að upp-
skipuninni lokinni voru bátarnir festir í talíur,
dregnir upp og lagðir hver innan í annan eins
og kínverskar öskjur, 6 í hvert knippi. Sein-
ustu bátarnir urðu að ýta sér áfram með árum
á bárum í nánd við skipið, þangað til röðin kom
að þeim að komast að skipinu, verða tæmdir
og dregnir upp.
Við sigldum aftan við skonnortuna í hlé, og
kaptajnlotnanten kallaði yfir um til skonnort-
unnar, að skipstjóri og stýrimaður ættu að koma
um borð til okkar. Bátur einn með vopnaðri
áhöfn var sendur til að sækja þá. Þegar portú-
galsmennirnir voru komnir um borð, skipaði
landfógetinn að sigla í skjól hjá næstu eynni,
þar sem við gætum verið í næði, og svo var
skipstjóranum og stýrimanninum boðið niður í
salinn og rétturinn settur.
Því var slegið föstu, að skipið hét „Jose Al-
berto“, var fjórmöstruð skonnorta h. u. b. 750
smálestir og átti heima í Figueira da Toz,
Portúgal, eign útgerðarfélagsins „Sociedada de
Pesca“ „Oceano Limitada“. Skipshöfnin var 120
manns og hafði 60 báta, sem hægt var að fiska
á frá skipinu.
Þegar skipið var tekið, lá skonnortan h. u. b.
800 metra frá landi (eynni), og, allir 50 bát-
amir, sem fiskuðu þann dag, höfðu fiskað milli
eyjanna og aflað heldur vel.
Dómurinn var 1200 krónur í sekt fyrir ólög-
legar veiðar í landhelgi.
Þegar við höfðum skilað af okkur kaptajn-
lojtnantinum með skipshöfn um borð í „Maagen“
í Holstensborgarhöfn, létum við í haf aftur. Leið-
in lá suður eftir til útversins „Sarfangnak“ í
Amerdlakfirðinum, og komum við þangað eftir
6 tíma ferð kl. 10 árdegis.
Amerdlakfjörðurinn er eins líkur mörgum
öðrum fjörðum í Grænlandi eins og einn vatns-
dropinn öðrum, með háum bröttum forngrýtis-
fjöllum með marmaralögum í, sem eru fáguð
eins og gler af ísnum. Þegar maður nálgast út-
verið, lækka fjöllin og lyngivaxnar brekkur og
kjarrblettir skiptast á við gróðurlausar kletta-
flatir. íbúar útversins, sem lifa á fiski- og dýra-
veiðum, eru tæpar 200 sálir. Fyrir nokkrum ár-
um síðan var reynt að koma hér upp fjárrækt,
en hundarnir, sem hér eru margir til að draga
sleða á veturna, bitu féð til bana. Reynt var
að láta kindurnar, sem eftir lifðu, út í eyju
nokkra í firðinum, en hundarnir syntu þangað
og gerðu út af við það, sem eftir var.
Þegar við komum til Starfangnak var þar
uppi fótur og fit og kvenfólkið var í allavega
litum brókum til að taka á móti landfógetanum
við lendingarstaðinn. Allir voru glaðlyndir og
létu dæluna ganga, án þess ég þó gæti skilið
eitt aukatekið orð af þessu annarlega máli, sem
virðist hljómfagurt. Með því að yrða á nokkra
þeirra á dönsku tókst mér að þagga niður í
sumum og koma þeim til að horfa á mig eitt
augnablik og brosa, en brátt sneru þeir sér að
einhverjum öðrum í hópnum, og svo létu þeir
dæluna ganga eins og áður. Landfógetinn hafði
nóg að starfa vegna embættisanna þar á
staðnum.
Yfirmaðurinn í útveri þessu er Grænlend-
ingur og heitir Daví’ð Olsen. Hann og konan
hans voru bæði 67 ára, há vexti, lagleg og mynd-
arleg, og höfðu mikinn svip af norrænu ætterni,
og virtust stolt af að geta bent á það. Olsen gat
gert sig skiljanlegan á dönsku, en frúin ekki.
Olsen sagði okkur, að hann ætti þrjár dætur
giftar mönnum í góðri stöðu, og 18 barnabörn.
Dóttursonur þeirra ætti nú að taka við stöðunni
sem yfirmaður í byggðinni.
Olsen virtist hafa ánægju af að sýna okkur
fiskbirgðirnar, söltunarhúsið og þvottahúsið,
þar sem fiskurinn er hreinsaður, og var það
allt í röð og reglu, og verkunin á fiskinum
VÍKINGUR
69