Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Síða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Síða 19
Jón Dúason, dr. juris: £ iíð Grágásar var Grænland íslenzk njlenda Frh. úr síöasta blaöi. Hér má benda á sýnishorn af því, að hugtakið land tók í Svíþjóð og Danmörku ekki aðeins yfir höfuðland þjóðfélagsins, heldur og yfir hjálendur þess og nýlend- ur, eða þjóðfélagið allt. í formálanum fyrir Józku lög- um segir svo: „Thet ær kunungs æmboth oc hofthings thær i land ær, at gömæ dóm oc ræt. oc frælsæ them thær mæth wald thuyngæs . . . “. „Thæræ meth æræ oc allæ skuldugh thær í hans land bo at wæræ hanum hörsum . . . Oc for thy ær han oc sculdich at göræ thæm al frith“ (Danmarks gl. Landskabskove II, Kbh. 1926, bls. 9—12). Hvort halda menn, að þetta taki aðeins til Norður-Jótlands, eða til alls svæðis Józku laga, jafnvei hjálendna hjálendu eins og Femerns og lands Sýslu- Frísa? — í Sjálandslögum Eiríks konungs segir; „Warther ok nokær thæn man bort faræn . . . utæn landz ællær aflændes . . . “ (Danm. gl. Love, útg. Kold- erups Rosenvinges II, bls. 40). Dettur nokkrum í hug, að Sjálendingur mundi aflendast við að taka sér fast heimili á eyjunni Mön? Austgautalög segja: „Nu hittis þæn man sum leþir a land sit hær utlænzskan. bær skiold iuir þang ok þan(g)briko hæriar land sialfs sins ok brænnir . . . (Eþzsöre XXX). Hyggur nokkur, að þetta hafi ekki gripið yfir hjálenduna Eyland? -— Vest- gautalög hin eldri segja: „ . . . þa skal han [Svíakon- ungur] allum götom troglekæn sværiæ at han skal eigh ræt lag a landi varu brutæ“ (Retlosæ bolkær, I). Halda menn, að hjálendan Vermland og nýlendan Dalur séu hér ekki falin undir orðunum land várt? — I Helsingja- lögum segir: „hæriær þer ællær brænnæ gar skaþa a land böta XL marker“ (Konungx B, VIII). Mundi land hér ekki grípa yfir nýlendurnar ásamt móðurlandinu? Vestmannalög segja: „Kombir þræll i land wart i lagha giptu. quæl ængin han i hans lifdaghum" (I, Gipninga B. 4). Skyldi þetta ekki hafa gilt í Dalahundara og Járnberalandi? „Með lögum skal land byggja“, segja mörg norræn lög og meina það öll, en felast nýlendur og hjálendur þá ekki undir orðinu land? Mér er ekki þörf á að halda svona upptalningum áfram, eigi heldur að rannsaka, hvað orðið land almennt merkir í Grágás, því það hefur gert Vilhjálmur Finsen hæstaréttardómari Dana, er leysti af höndum það þrek- virki, að gefa út alla Grágás með frábærri nákvæmni og ágætum í hvívetna. í óprentuðu réttarsögunni sinni, A. M., acc. 6, kap. 2, segir hann undir yfirskriftinni Territorium, Grænland [þegnréttur] : „í Grágás er ekki talað um íslenzka þjóðveldið sem slíkt. Um þjóðarland þess eru höfð orðin: ísland, hér á landi, land várt . . En næstu greinaskil þar fyrir neðan byrjar hann með því, að segja, að Grænland hafi innifalist í þessum orðum. Hann segir: „Frá íslandi byggðist 986 Græn- land, og þessi nýlenda var talin tilheyra hinu íslenzka réttarsvæði, hér til vísa orðin „í várum lögum“. Það má því telja víst, að hin íslenzku lög hafi að sjálfsögðu verið gildandi á Grænlandi, er raunar sést að hafa haft sérstakt þing, Garðaþing, er virðist hafa verið skap- þing (ekki sem þau norsku), en raunar aðeins verið dómþing, ekki löggjafarþing“ (Sjá Réttarst. Grænl., bls. 371—372). Og nokkru síðar hefur Vilhjálmur ritað á spássíu bókarinnar: „Hér ætti, ef til vill, að tala um landsvæði hins íslenzk-grænlenzka þjóðfélags". Orðin „her a landi“ og „land várt“ merkja þannig með sárfáum undantekningum (Gizur hefur aðeins fund- ið tvær) allt hið vestræna hnattsvæði, sem lög Grá- gásar gripu yfir. Eftir að hafa ranghverft merkingu þessara orða þannig, að þau tákni aðeins eylandið ís- land, grundar hann framhald nefndarálitsins á þessari ranghverfingu, er því að sama skapi verður að hringa- vitleysu. Með ranghverfingu merkingar orðanna „her a landi“ og „land várt“ telur Gizur sig (bls. 88) um leið vera búinn að sanna, að orðið „her“ tákni í Grágás ísland, þ. e. einungis ísland. En það er auðvitað sama fjar- stæðan og hitt. En ekki er það lítið, sem hann svo í nefndarálitinu ranghverfir með þessari ranghverfingu! „Her“ getur í einstöku tilvikum í Grágás merkt Is- land, og einnig Alþingi, en hin venjulega og næstum undantekningarlausa merking orðsins hér í Grágás er allt ísl. þjóðfélagið, eða allt landsvæði þess, það svæði, sem lög Grágásar og lögbókanna síðar gripu yfir. Orðin „út hér“, „út hingat“, „út“, „héðan“ vísa einnig til alls svæðis Grágásar og lögbókanna og kristinnréttanna ís- lenzku, sem einnar heildar, en þessar nefndu lögbækur allar þekkja ekkert útlent þjóðfélag á hnattsvæðinu fyrir vestan ísland. En þar voru vel kunn lönd og byggð af vorri þjóð, og við þau var mikill samgangur og við- skifti. Enn um Grágás og Grxnland. Á bls. 71-—75 staðhæfir Gizur, að ýmsir staðir í Grá- gás, þar sem talað sé um mál, er lúkast eigi í fjórð- ungsdómi, um dómnefnu eða lögréttunefnu úr fjórðungi, svo og ummæli um tvo biskupa, á Hólum og í Skálholti, og yfirreiðir þeirra um fjórðunga, og um prestadóm á Alþingi, eigi við ísland eitt og útiloki því, að Grágás taki nema yfir Island. VÍ KlN □ U R B5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.