Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Qupperneq 6
áhuga og dugnaði stuðlað að stofnun nýtízku
fiskiveiða ásamt verkun aflans í ýmsum fiski-
verum. Það er meðal annars Nielsen, sem hef-
ur byrjað á því, að reka hvítfiskinn inn í mjóa
firði og teppa hann þar með neti, sem dregið er
fyrir mynnið, og hefur það gefið ágóða í verði
á aflanum, sem nemur allt að 50.000 krónur.
Nielsen fiskimeistari sagði, eins og fréttist
frá ýmsum öðrum stöðum, að í byrjun aldar-
innar hefði enginn þorskur verið á miðunum
við Grænland, en yfirfljótanlegt af heilagfiski.
En síðan 1920 hefur verið nóg af þorski og
sum árin mesti sægur. Nielsen áleit, að þorsk-
urinn héldi sig í sumum stóru fjörðunum árið
um kring og hrygndi þar. Fyrstu sumarmánuð-
ina kemur loðnan í stórum torfum í næstu firði,
og hann var á þeirri skoðun, að eflaust m.vndi
það takast, að veiða þennan fisk í rúmsjó yfir
lengri tíma, einkum kringum „Hamborgarland-
ið“; þannig hafði sonur hans veitt h. u. b. 3000
kg af loðnu á stuttum tíma með álaháf síðast-
liðið vor.
Næsti viðkomustaðurinn var eftir áætlun land-
fógetans Tovkusak, og komum við þangað eftir
7 tíma siglingu kl. 10 um kvöldið. Þar búa ekki
aðrir en umsjónarmaður stjórnarinnar, kaptajn
Balle, sem hefur eftirlit með höfninni, og radio-
símritari, og búa þeir í tjöldum í landi. Staður-
inn eða höfnin hefur aðeins verið viðkomustað-
ur fyrir þrjá færeyska kúttera í sumar.
Færeyingar álíta stað þennan sérlega vel fall-
inn til fiskiveiða með bátum.
Þegar landfógetinn hafði lokið ráðstefnunni
með eftirlitsmönnum hafnarinnar, fórum við
um borð í „Holboll" og hvíldum okkur til næsta
morguns kl. 4, þá léttum við akkerum og héld-
um til útvers nokkurs á leiðinni til Godthaab.
Til Godthaab komum við kl. 3 síðdegis sama dag,
og þar með var þessi skemmtilega ferð á enda.
Etfir heimkomuna til Godthaab, dvaldi ég í
þrjá daga á heimili landfógeta og kynnti mér
bæinn og nágrennið og naut hinnar framúr-
skarandi gestrisni þeirra hjóna. Frá Godthaab
lét landfógeti flytja mig á bát sínum til Færey-
ingahafnar, þar sem ég dvaldi rúmlega 14 daga.
Þegar ég kvaddi landfógeta og frú hans,
spurði ég hann hvað mikið ég skuldaði honum
fyrir ferð frá Holsteinsborg og dvöl um borð í
bát hans og á heimili. Hann svaraði: „Þér skuld-
ið mér ekki neitt. Forstjóri hr. Daugaard Jensen
bað mig um að sjá um ferð yðar og veita yður
alla þá aðstoð, er þér þyrftuð. Meira er ekki
um það að segja“. Þann reikning gerði ég upp
við forstjórann, er ég kom til Hafnar, þ. e. a. s.
hann þvertók fyrir að taka nokkurn eyri.
Matthías Þóröarson.
Á FRÍVAKTINNI
--------------- -------------------------------------1
Guðbrandur á Valshamri.
Guðbrandur hét maður. Hann bjó á Valshamri í
Geiradalshreppi. Hann var sonur séra Hjálmars Þor-
steinssonar í Tröllatungu. Guðbrandur var skynsamur
maður, fyndinn og meinyrtur, smá-hrekkjóttur og
drykkjumaður.
Þegar séra Ólafur Johnsen var nýkominn að Stað á
Reykjanesi kom Guðbrandur þangað vortíma í góðri
tíð, og spyr prestur hann frétta. Kvað Guðbrandur ekk-
ert að frétta nema það, sem allir vissu, dýrtíðina og
harðindin. „Hvað er þetta? Hvað er þetta?“ segir klerk-
ur, sem var fljótmæltur, „þegar allt leikur í lyndi“.
„Ósköp er að heyra til yðar“, mælti Guðbrandur í
eymdartón, „þegar þrjár vatnslúkur kosta ríkisdal,
mikil skelfing má það kosta, sem kýrin drekkur um
árið“. Svo stóð á að séra Ólafur hafði þá reglu að
taka 1 ríkisdal fyrir barnsskírn, og þótti óvenju hátt
gjald. — Prestur skildi sneiðina, en lét sem ekkert væri.
Það var vani Guðbrandar að reka lömb sín á Trölla-
tungudal. Hafði hann leyfi til þess frá föður sínum.
Þegar séra Halldór Jónsson kom að Tröllatungu eftir
Hjálmar prest látinn, hélt Guðbrandur uppteknum hætti
um rekstur lambanna. Hafði séra Halldór orð á því
við hann, að hann hefði ekki heimild til þess. Hana
sagðist Guðbrandur hafa frá föður sínum. Séra Hall-
dór sagði, að faðir hans mundi ekki hafa leyft honum
það nema sína tíð. Guðbrandur sagðist mundi geta
sannað það næst þegar þeir fyndust. Skömmu eftir
samtal þeirra dó kerling í Geiradalnum, og nokkru
seinna fæddist þar barn. Næst þegar Guðbrandur kem-
ur að Tröllatungu dregur hann upp bréf, sem hann
segist hafa fengið frá föður sínum, hann hafi skrifað
honum með kerlingunni, sem dó, en fengið svar með
barninu, sem fæddist! í bréfinu leyfir faðir hans hon-
um að reka lömb sín á Tröllatungudal meðan hann eigi
nokkra skepnu.
★
Það orð leikur á, að sumir þeir sjómenn, sem lengi
hafa siglt um heimshöfin, hafi gaman af að ganga fram
af landkröbbum með því að segja 'þeim ótrúlegar sögur.
Hér kemur ein af slíku tæi:
Tveir sjómenn, annar ungur, en liinn gamall, sátu
einhverju sinni á veitingahúsi og sögðu sögur frá heim-
skautahöfunum.
„Já“, sagði hinn yngri, „þú hefur átt að vera með
okkur í fyrra. Þá var svo nístingskalt, að þó að kynt
væri dag og nótt undir kötlunum, voru þeir alltaf hrím-
aðir að utan“.
„Ég rengi þig ekki um það, drengur rninn", sagði
hinn eldri. „Einu sinni var ég norður í Hvítahafi, og
þá var frostið svo ógurlegt, að við urðum að saxa
frosið loftið með hakkavél, til þess að geta dregið
andann‘“
72
V í K I N G U R