Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Side 26
4/1. Sænska skipið Hanön náðist á flot í gær, og var að dregið inn í sund. Verður botn þess athugaður. — Dansk-íslenzku félagi hefur verið neitað um starfsleyfi í Grænlaudi. * 6/1. Ofsaveður geysaði í fyrrinótt. Slitnuðu 16 skip upp í Reykjavíkur- höfn, þar á meðal Hæringur. Var Hæringur á reki allan daginn. Rak 4 togara, 5 vélbáta og varðskipið Þór upp í Norðurgarðinn. Fimm báta rak út úr höfninni. Einn hefur týnst. Sjór skolaði ferju á Akranesi upp á mannhæðarháa kletta. Sjómenn voru í bátunum í höfninni alla nóttina til að verja þá skemmdum. — Margir bátar slitnuðu upp og brotnuðu í verstöðvum á Snæfellsnesi, sumir stórskemmdir. Grundfirðingur ligg- ur liðaður í sundur uppi í fjöru. — Rafmagnslaust var um öll Suðurnes vegna særoks á línuna. — í athugun er að nýr Laxfoss verði byggður í Hollandi fyrir næstkomandi áramót. Bárust tilboð frá Spáni, Englandi, Finnlandi, Þýzkalandi, Danmörku, Hollandi og ítalíu. — Togarinn Ágúst frá Hafnarfirði kom inn loft- netslaus og laskaður. Einn skipverji skarst, er rúður brotnuðu í stýris- húsinu, en þó ekki hættulega. — Jarðýta þurfti að ryðja Grandagarð vegna grjóts, sem brimið skolaði upp. SVFÍ telur einstaka mildi, að ekki skyldi hafa orðið manntjón í ofsanum. — Nær 170 smálestir af pósti fóru um póststofuna hér í desember. * * 11/. Hafís hefur sézt fyrir norð- an Iand. Mun hann hafa verið rösk- ar 30 sjómilur norður eða norðvestur af Straumnesi. * 14/1. Hillary, sá sem kleif Everest í Himalajafjöllum, er kominn hingað til landsins og mun halda hér fyrir- lestra um leiðangurinn og sýna kvik- myndir. — Prófessor Ásmundur Guð- mundsson hefur verið kjörinn biskup yfir íslandi. — Bráðabirgðaviðgerð- inni á skipinu Hanön er lokið, og mun það verða dregið út mjög bráð- lega. * 15/1. Eimskipafélag Islands tekur upp áætlunarferðir til nokkurra Evrópuhafna 20. febrúar. Verða INNLENDAR Reykjafoss, Brúnarfoss og Fjall- foss í förum á 14 daga fresti. * 17/1. Hæringur hefur verið flutt- ur úr höfninni inn í Grafarvog. — Eddu var bjargað í gær að bryggju í Grafarnesi. Var hún dregin í kafi að bryggjunni. — Viðskiptasamning- ur milli íslands og Vestur-Þýzka- lands hefur verið framlengdur ó- breyttur til 30. júní 1954. — f dag er Eimskipafélag íslands 40 ára. 1915 átti félagið 2 skip, samtals 2788 smálestir, en á nú 10 skip, sam- tals 25.708 smálestir. * 19/1. í gær var samið um fisk- verðið á bátaflotann og sjómanna- deilunni þar með lokið. Verður nú þorskverðið 1,22 kr. * 26/1. Erfitt er að halda togurun- um úti vegna manneklu. Hafa sumir tafizt allt að tveimur sólarhringum af þeim sökum. — f athugun er að stofna hér alþjóða svifflugskóla. ís- land er eitt bezta svifflugsland ver- aldar. — Nýlega er Guðjón Illuga- son skipstjóri farinn til Indlands til að kenna þar sjósókn. Mun hann starfa á vegum matvælastofnunar S. Þ. (FAO). — Forseti fslands fer í opinbera heimsókn til Norðurlanda. Fer hann til Danmerkur og Noregs fyrir páska, en Sviþjóðar og Finn- lands eftir páska. * 28/1. íslendingar og Pólverjar hafa gert með sér samning um 25 millj. kr. viðskipti. Munu Pólverjar kaup 4 þúsund tonn af síld og 2 þús- und tonn af fiskimjöli. — Rúmenar vilja kaupa fisk, Iýsi og skinn frá íslandi. Bjóða þeir í staðinu olíu, korn, salt, sement, hreyfla, ökutæki og rafmangsvörur. 1/2. í ofsaveðri, er gekk ylir Ólafsvík í fyrrinótt, sökk vélbátur- inn Orri. — 50 ár eru liðin frá því að ísland fékk sinn fyrsta ráðherra. í tilefni afmælisins hefur veriö ákveðið að byggja nýtt stjórnarráðs- hús. — Siglfirðingar kaupa 40 tonna danskan vélbát í Færeyjum. Er það fyrsti báturinn, er þeir fá erlendis frá síðan á nýsköpunarárunum. * 3/2. Hornfirðingar fá tvo báta frá Svíþjóð. Er annar kominn þangað, og byrjaður róðra. 7/2. Nýjum 39 tonna báti hleypt af stokkunum á Isafirði í skipa- smíðastöð Marzellíusar Bernharðs- sonar. Ber hann nafnið Friðbert Guðmundsson ÍS 200. — SÍS sækir um leyfi til að stofnsetja hér högg- steypuverksmiðju. * 12/2. Gissur hvíti sökk á 5 mín. í Faxaflóa í gær eftir árekstur við Rifsnes. Mannbjörg varð. — Olíu- geymir, sem fluttur var úr Yiðey upp á Akranes, er nú risinn upp þar, og er hann helzta benzínstöð Olíufélagsins á svæðinu milli Hval- fjarðar og Vestfjarða. * 14/2. Vélskipið Edda náðist á flot í gær, en er orðið allmikið skemmt. Tveir bátar voru látriir styðja hana meðan dælt var úr henni sjó. — Fiskur í Húnaflóa smærri, en magn.ið meira en undanfarið. Fiskgengd í flótanum vaxandi vegna friðunar- innar. V 17/2. Sótt hefur verið um ríkis- ábyrgð á lánum til kaupa á tveim olíuskipum. Vilja SÍS og Eimskip hvort um sig kaupa 18 þús. tonna olíuskip. 92 V I K I N G Li R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.