Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Qupperneq 9
kvöddum svo þessa gestrisnu og góðu menn og
héldum yfir að Engey. Þegar við komum upp
á dekkið, þreif Guðmundur pokann og fór með
hann fram í lúkar. Þar rannsökuðum við inni-
hald pokans, sem reyndist vera heilmikið af
brauði, og á botninum var brúsi, riðað utan um
með tógum. Mun brúsi þessi hafa tekið eina 5
potta, og var í honum ósvikið franskt koníak.
„Þetta verðum við að fela vel“, segir Guð-
mundur. Við fórum svo niður í káetu. Þremenn-
ingarnir sváfu allir, og held ég helzt að þeir
hafi ekkert vitað um þetta ferðalag okkar, a. m.
k. var aldrei á það minnzt. En það var siður
okkar Guðmundar á hinum langa flækingi, sem
við áttum fyrir höndum,- að við hituðum okkur
vatn, blönduðum það með koníaki og bleyttum
í því bi-auðið. Veitti það okkur oft bæði hress-
ingu og saðningu, meðan það entist, en því mið-
ur var það allt til þurrðar gengið áður en al-
varlegt hungur svarf að okkur, svo sem síðar
mun að vikið.
Dagar liðu. Við lágum þarna aðgerðalausir á
höfninni. Ekki kom Grímsey. Skipstjóri lét þá
Fúsa og Kobba róa með sig ýmist í land eða út
í duggurnar, og var stundum nokkuð hátt uppi
að kvöldi. Alla þessa daga var glaðasólskin og
hæg norðanátt.
Að morgni áttunda dags frá því er við kom-
um til „Patró“, sáum við að Grímsey var komin.
Skipstjóri fór í land, því nú skyldi gera mikið.
Við Guðmundur vorum eftir um borð. Leið svo
dagurinn til klukkan að ganga 5. Þá koma þeir
úr landi. Sýndist okkur skipstjóri heldur fram-
lár, þegar hann skreiddist yfir borðstokkinn.
„Jæja“, segir Guðmundur, „þá ertu víst bú-
inn að hafa skipaskipti". Skipstjóri svarar engu.
Guðmundur brýnir röddina og segir: „Hvað er
þetta, maður, geturðu ekki anzað?“ Loks stvnur
skipstjóri því upp, að skiptin fáist ekki. Guð-
mundur svarar: „Hér ertu þá búinn að halda
okkur í átta daga í bezta leiði. Gætum við nú
verið komnir til Þórshafnar, hefðir þú ekki hag-
að þér eins og asni“. Skipstjóri tók þessu stilli-
lega, og sagði ekki annað en þetta: „Við siglum
í fyrramálið“.
Við Guðmundur skruppum nú í land. Okkur
vanhagaði um ýmislegt smávegis, tóbak og
fleira. Þegar við vorum lagðir af stað, upp-
götvuðum við að hvorugur okkar átti einn eyri.
Ekki höfðum við þó geð til að biðja skipstjóra
um aura. Okkur kom þá saman um að halda
áfram í land og sjá hverju fram vindi. Röltum
við upp í búð og spurðum eftir Pétri. Var okkur
vísað inn til hans. Þegar við höfðum heilsað,
' snýr hann sér að okkur og spyr, hvort hann
geti gert eitthvað fyrir okkur. Sögðum við hon-
um hvað okkur vanhagaði um, svo og alla mála-
vexti. Kvaðst hann fús til að láta okkur hafa
nokkra úrlausn. Fengum við það, sem við báð-
um um, kvöddum Pétur og héldum um borð í
Engey. Þremenningarnir sátu allir niðri, held-
ur lágkúrulegir. Þegar Guðmundur kom niður,
sneri hann sér að skipstjóra og sagði: „Ég held
að þú ættir að fá eitthvað í viðbót handa okkur
að éta, varla mun veita af því. Ekki hefur mat-
urinn verið svo bermilegur hingað til“. Skip-
stjóri sagði ekki orð.
Klukkan 9 næsta morgun lögðum við af stað.
Um nóttina hafði vindur snúizt í suður, var
hægur kaldi, en bezta veður. Þegar kom út fyrir
Vatneyrina segir Guðmundur: „Á ekki að taka
stefnuna suður fyrir?“
,,Nei“, segir skipstjóri, „ég fer norður um,
nú er komin sunnanátt og þá er ísinn horfinn
um leið“. Ég segi, að þetta sé engin sunnanátt
að ráði, og fyrr en vari geti hann aftur verið
kominn á norðan. Guðmundur er nú orðinn
brúnaþungur mjög, snýr sér að skipstjóra og
segir: „Ætlarðu nú að kóróna alla glópskuna
með því að halda í annað sinn norður í ísinn?“
En það var sama hvað við sögðum. Skipstjóra
varð ekki þokað. Hann hlaut að ráða. Ég sá,
að Guðmundur skalf eins og hrísla, er hann
gekk þegjandi burt. Sagði hann mér síðar, að
þá hefði hann átt bágt með að stilla sig um að
lumbra duglega á skipstjóra.
Þegar komið var á móts við Önundarfjörð
lægði sunnangoluna, og bráðlega rann á norð-
austan kaldi. Kvöldið eftir, er við komum á
opna Aðalvík, blasti ísbreiðan við. Lá hún þétt
upp í Kögurinn. Var haldið inn á Aðalvík og
lagst þar. Voru þar fyrir nokkur skip, þar á
meðal gufuskipið Vesta. Hafði hún ætlað norð-
ur fyrir, en komst ekki lengra fyrir ísnum og
lá nú þarna.
Klukkan 4 morguninn eftir urðum við varir
við það, að Vesta var að létta. Hélt hún síðan
af stað til baka, vestur með fjörðum. Gerðum
við slíkt hið sama. Leiði fengum við þægilegt.
Héldum við sem leið liggur fyrir Látrabjarg
og suður yfir Breiðafjörð. Bar ekkert til tíð-
inda, unz við komum á móts við Lóndranga.
Fór þá Guðmundur til skipstjóra, er þá var í
rekkju, og spurði hvort við ættum ekki að
halda til Reykjavíkur, til að afla okkur meiri
vista, þær væru ískyggilega litlar. Skipstjóri
kvað vistir nægar og skipaði að taka stefnu
fyrir Reykjanes. Fengum við ágætan byr yfir
Faxaflóa, fyrir Reykjanes, yfir Eyrarbakka-
bugt og allt austur að Dyrhólaey. Þá lægði
norðlægu áttina og gerði logn. Var auðsætt, að
Frh. á bls. 77.
VÍKINEUR
75