Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Qupperneq 5
Kl. 9 árdegis vorum við í Kanamiut. Það var
sunnudagur.
Kanamiut er útver frá Sykurtoppnum og er
u. b. 30 sjómílur fyrir norðan hann í svo-
lítilli rennu eða vogi, umkringdur af fjölda eyja
og hólma. Það stendur hátt í klettabrekku, og
til að komast þangað verður maður að klifra
upp tröppur og halda sér í reipi þar sem leiðin
liggur upp á hjallann. Landslagið hér er eins
og annars staðar, klettar á kletta ofan með
sléttum hvolfum og uppmjóum tindum með gjám
á milli, gróðurlaust eins langt og augað eygir.
Fólkið í útverinu tók á móti okkur á hjallan-
um, allt var það sparibúið, yfirmaðurinn í broddi
fylkingar. Allir virtust glaðir og ánægðir og
brosandi og töluðu saman á sínu óskiljanlega
máli.
Forstöðumaðurinn A. Godtbergsen, maður á
sjötugsaldri, hár og fjaðurmagnaður, gengur
á móti landfógetanum og býður hann velkom-
inn til staðarins. Landfógetinn gat rétt náð að
hvísla að mér, að hér fengi ég tækifæri til að
hitta mann, sem væri þekktur um allt Suður-
Grænland fyrir gestrisni, gla'ölyndi og spaug-
semi, og sem gaman væri að heilsa upp á. Þetta
rættist líka. A. Godtbergsen, sem nú hefur verið
30 ár í Grænlandi, þar af 20 ár sem forstöðu-
maður útversins, var ágætur veitandi og lék við
hvern sinn fingur, og gestirnir, sem voru land-
fógetinn með fylgdarliði sínu og yfirmennirnir
af „Ternen“, sem líka lá við akkeri á höfninri
um morguninn, kunnu framúrskarandi vel viC
sig.
Að loknum ágætum dagverði, sem var með-
tekinn'með innilegu þakklæti, tók landfógetinn
til óspilltra málanna að gera það, sem gera
þurfti samkvæmt embættisskyldunni þar á
staðnum. Sumir af íbúum útversins voru kall-
aðir til hans hver eftir annan og allir fengu
úrlausn. Seinast var málefni eitt, sem lá for-
stöðumanninum þungt á hjarta, tekið til íhug-
unar, og það var um stofnun nýs kirkjugarðs,
því sá gamli var útgrafinn. Gamli kirkjugarð-
urinn lá á aflöngu klettabarði í útjaðri útvers-
ins, óumgirtur eins og vant er í Grænlandi, og
nú var hann fullur. Leiðin lágu á klettunum og
mynduðu smáþúfur úr grjóti, lyngi, mosa og
agnarögn af mold. Mér var óskiljanlegt, hvaðan
þeir hefðu fehgið mold, því þar var enginn
moldarblettur eins langt og augað eygði. Þá var
bent á eyju, sem var fyrir utan útverið, þar
gæti maður ef til vildi fengið þá mold, sem
nægði þegar á þyrfti að halda, en það gat ekki
komið til nokkurra mála. því Grænlendingar
vilja ekki fara í bátum til jarðarfara. Loks var
það samþykkt, að nýi kirkjugarðurinn skyldi
vera í sprungu milil klettanna, sem hægt væri
að ryðja lausu grjóti úr og nægt gæti 10 ár
fram í tímann, því þar gætu verið 30 greftrun-
arstaðir, því eftir skoðun útversstjórans fóru
jafnaðarlega fram þrjár jarðarfarir á ári. Þessi
tillaga var samþykkt af landfógetanum og inn-
færð í gjörðabók réttarins. Útversstjórinn gerði
þó þá athugasemd, að æskilegt væri, að ljós-
móðirin féllist á tillöguna, því það sæmdi ekki,
að gera neitt viðvíkjandi stjórn útversins án
samþykkis hennar. En hann hélt hann gæti
komið því í lag.
Við komum í vörugeymsluhúsin í útverinu,
þar sem móttaka og hreinsun fisksins fer
fram, og allt var þar í svo góðri reglu, að það
gat kallast fyrirmynd. Áhöldin til að draga fisk-
inn upp með voru rekin með mótor, og dælan,
er dregur upp vatnið til að hreinsa og þvo fisk-
inn í, er líka rekin með hreyfli. Meðferðin á
fiskinum er hérna, eins og annars staðar í Græn-
landi, framúrskarandi góð, svo það eru ekki ýkj-
ur að kalla grænlenzka saltfiskinn meðal hins
bezt verkaða saltfisks, sem framleiddur er.
Næsti viðkomustaður var Sykurtoppurinn,
sem er h. u. b. 25 sjómílum sunnar, þar lögð-
umst við við akkeri kl. 11 um kvöldið eftir 6
tíma ferð. Á leiðinni sáum við nokkra færeyska
fiskikúttera, 15 skip, sem lágu á nyrðri endan-
um á Litla-Heilagfiskimiði og þrjá, sem lágu
"3 '’is’-uðu á sunnanverðu miðinu.
T's'r er að Sykurtoppurinn hafi h. u. b. 650
búa, og er þess vegna ein af stærstu byggð-
um i Grænlandi. Á höfninni lá „Ingólfur" og
, Ternen“, tvö af skipum herflotans, ogíalltvoru
f jögur af þeim við Grænland, tvö til að líta eftir
fiskiveiðaumsjóninni, „Heimdal“ og „Maagen“,
og hin áðurnefndu til að annast mælingar
og kortagerð. Þar var líka gufubáturinn 0rne-
borg frá Kaupmannahöfn, 2000 smálesta skip,
sem flutti salt til nýlendnanna, en sem eftir að
hafa innbyrt kolafarm í námuna við Diskofló-
ann, sigldi með ströndinni og skipaði upp kol-
um til vetrarforða í nýlendunum. Grænlenzku
kolin eru góð og hafa hitamagn 4 á móti 5 af
Newcastle steinkolum, þau eru álitin laus við
sót og hita mjög vel.
í Sykurtoppnum fengum við hjartanlegar við-
tökur hjá N. Chemnitz nýlendustjóra og frú
hans, sem bæði eru grænlenzk, einnig hjá fiski-
meistara N. L. Nielsen. Bæði þessi heimili voru
önnum kafin vegna gesta og heimsókna þá daga,
sem ég dvaldi í nýlendunni.
Nielsen fiskimeistari hefur verið meira en 30
ár í Grænlandi. Hann er fæddur í Danmörku,
en er fyrir löngu giftur grænlenzkri konu og
eiga þau uppkomin börn. Nielsen hefur með
VÍKI N □ U R
71