Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Qupperneq 25
Minningarorð:
Hálfdán Sveinbjörnsson
Enn hefur Ægir höggvið stórt skarð í sjó-
mannastétt Bolvíkinga.
Sá hörmulegi atburður gerðist að kvöldi 2.
marz síðastliðinn, er vélbáturinn Flosi var á
landleið úr fiskiróðri í norðan stórhríð og sjó-
gangi, að brotsjór reið á bátinn með þeim af-
leiðingum, að vélstjórann, Hálfdán Sveinbjörris-
son, tók fyrir borð og varð ekki bjargað.
Hálfdán Sveinbjörnsson var fæddur að Upp-
sölum í Seyðisfirði í Súðavíkurhreppi 8. marz
1924, sonur hjónanna Kristínar Hálfdánsdóttur
og Sveinbjörns Rögnvaldssonar, er þar bjuggu.
Hann ólst upp í foreldrahúsum í fjölmenn-
um systkinahóp og dvaldist að mestu þar til
tuttugu ára aldurs, er hann fór í vélskóla á
Lsafirði.
Að loknu námi var hann tvö ár vélstjóri í
Hnífsdal, en fór síðan til Súðavíkur og var þar
vélstjóri á bát, er bróðir hans var formaður á.
f Súðavík var hann til vorsins 1949, en þá flutti
hann til Bolungarvíkur og gerðist fyrsti vél-
stjóri á vélbátnum Flosa.
Haustið 1949 kvæntist hann eftirlifandi konu
sinni, Sigrúnu Halldórsdóttur, ættaðri frá Súða-
vík, og hófu þau búskap sinn í Bolungarvík það
sama haust. Eignuðust þau þrjá syni, Daða,
Rúnar og Kristján. Fyrsta vélstjóra starfi á
Flosa gegndi hann allt til hinztu stundar.
Faðir minn hefur veitt forstöðu útgerð Flosa,
og ég þannig verið samstarfsmaður Hálfdáns
sáluga þau hartnær 5 ár, er hann hefur haft
búsetu í Bolungarvík. Það er einmitt vegna
þess nána samstarfs, er við áttum saman, að
ég finn hvöt hjá mér að minnast hans hér.
Með fráfalli Hálfdáns Sveinbjörnssonar eig-
um við Bolvíkingar á bak að sjá góðum dreng,
dugandi sjómanni og færum vélstjóra. Er það
mikill skaði fyrir hérað okkar að missa hann
svo skyndilega frá störfum í blóma lífsins. Þó
er sárastur og tilfinnanlegastur missirinn eftir-
lifandi konu hans og ungu sonunum þeirra, sem
þar með hafa á svo sviplegan hátt misst ást-
ríkan eiginmann og föður og forsjá heimilisins.
Mikill harmur er og kveðinn að öldruðum föður
og hinum mörgu systkinum hans.
Hálfdán var drengur góður, prúðmenni mesta
og yfirlætislaus í allri framkomu. Hann vann
öll sín störf af stakri alúð og samvizkusemi og
var vel látinn af sínum samstarfsmönnum.
Ég minnist þín, Hálfdán, með sorg og sökn-
uði. Ég minnist þess góða drengs, er þú hafðir
að geyma, og þakka þér af alhug fyrir störf þín
hér í byggðarlaginu. Það er mikilsvert að njóta
samvista góðra samferðamanna í lífinu, og er
mér það vel ljóst, er ég minnist þín. Tel ég það
gæfu fyrir mig að hafa notið náins samstarfs
við þig.
Og nú þegar leiðir okkar skilja, er mér bæði
ljúft og skylt að þakka það. og harma ég, að
svo snögg og óvænt umskipti urðu á samstarfi
okkar.
Blessuð sé minning þín.
Benedikt Bjarnason.
VÍKINGUR
91