Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Síða 13
urnar — en þær voru fram í og aftur í á galeið-
unni.
Á afturþilfarinu voru nokkrir klefar handa
kapteininum og æðri foringjum, en undirfor-
ingjar sváfu fram í. Ræðararnir sváfu á bekkj-
um sínum þar sem þeir sátu, unnu og átu, og
dóu ef svo bar undir.
Þegar dvalizt var í höfn — og ekki hægt að
senda þá í þrælkunarstofurnar — var segldúk-
ur þaninn yfir bekki þeirra — eins og til að
skýla þeim að einhverju leyti fyrir sólinni. Það
var það mesta tillit, sem hægt var að taka til
galeiðuþræls.
Á þessum galeiðum voru engir læknar. Þegar
galeiðuþræll, sem reynt hafði að strjúka, náðist
og hlaut venjulega refsingu fyrir strok — af-
skurð eyrna eða aflimun fótar, ef um endur-
tekið brot var að ræða, var kylfa látin ráða
kasti um það, hvort honum blæddi út eða ekki.
Við eigum í fórum okkar fjölmargar myndir
af þessum gömlu galeiðum. Þær sýndust töfr-
andi og skemmtilegar — með blaktandi flögg-
um og útskornu flúri á stefni og skut. Venju-
lega eru myndir þessar af hljómsveit, sem leikur
fjörug lög undir tjaldhimni, þar sem fyrirmann-
legir gestir njóta upplyftingarinnar. En í sög-
um, sem við höfum frá nokkrum grandvörum
samtímamönnum, kveður við annan tón.
Eftir þeim trúverðugu frásögum að dæma
urðu menn varir við galeiðurnar á margvíslegri
hátt en með sjóninni einni saman. Þær fylltu
höfnina af óþef. iDauninn af hundruðum ó-
hreinna og sjúkra líkama, rennandi af svita,
sveipuðum skítugum tuskum, lagði langar leiðir
um höfin — og menn fundu það, þegar galeiðan
nálgaðist, á sama hátt og þegar útflytjendaskip
var að koma fyrir 40 árum síðan — eða þá lest
með rússneskum útflytjendum.
Og hverjir voru svo þessir menn, sem bogn-
uðu af þjáningu yfir árunum í þessum fljótandi
líkkistum, þar sem þeir drápust eins og flugur,
eins og sjá má á hinum þráföldu umkvörtunum
kapteinanna.
Lúðvík konungur XIV. eyddi mestallri ævi
sinni í fullkomlega gagnslaus en mjög kostnað-
arsöm viðskiptastríð, sem áttu að færa fjöl-'
skyldu hans nýjar landeignir, sem nægðu til að
bera uppi óhófið í lifnaðarháttunum. Og þar
sem hann átti í höggi við flotaveldi þeirra tíma,
þurfti hann sinn eigin flota, sem hinn iðjusami
Colbert, fyrirmynd franskra embættismanna á
öllum tímum, útvegaði honum.
En hvaða gagn er að mannlausum skipum?
Og konungurinn og hinn trúi ráðherra svipuð-
ust um eftir heppilegum áhöfnum handa nýja
franska flotanum.
Á miðöldunum var svo almennur skortur í
Evrópu, að það var enginn vandi að fá næga
sjómenn til þeirra aumu lífskjara, sem herskip
þeirra tíma höfðu að bjóða.
Launin voru mjög lág, nema þegar tilféllst
ríkulegur ránsfengur. (Á miðöldum var sjóhern-
aður sama og sjórán, og hver sjóliði fékk hlut
í herfanginu). En tvær skyrtur, tvennar buxur,
ábreiða og nægur matur, að minnsta kosti svo
að menn sultu ekki, var betra en ekkert.
En eftir krossferðirnar, þegar hagur manna
tók að batna — og þeir urðu ekki lengur það
púlsdýr, sem haldið var frá fullkominni örvænt-
ingu með því að lofa gullnum borgum og eilífri
gleði á himnum eins og uppbót fyrir andstreymi
jarðlífsins, — þá fór aðsóknin að galeiðunum
ört minnkandi.
Smölun til sjóliðsþjónustu þekktist þá þegar
og fjölmargar aðrar „shanghai“-aðferðir til að
næla í óveraldarvön fórnarlömb voru viðhafðar.
En þessar aðferðir tóku lengri tíma en svo, að
þær gætu bætt úr þörfum augnabliksins, og yf-
irmenn flotans áttu því ekki í önnur hús að
venda en galeiðurnar. Og þess vegna fékk ríkis-
stjórnin dómsvaldið til þess að dæma menn held-
ur til galeiðuþrælkunar en hengingar eða fanga-
vistar. Ráðstöfun þessi, sem gerði sakamenn að
galeiðuþrælum, kom fyrst til framkvæmda 1532.
Árið 1564 kom sú konunglega tilskipun, er sízt
varð til úrbóta, að ekki væri hægt að senda
mann til galeiðuþrælkunar í styttri tíma en tíu
ár. — Marseilles og Toulon við Miðjarðarhaf,
og Brest og Rochefort við Atlantshaf voru gerð-
ar að sérstökum galeiðuhöfnum.
Og svo, árið 1685, kom hið óvænta happ yfir
veslings galeiðukapteinana, sem þrátt fyrir
þennan næga, ódýra mannafla urðu oft á tíðum
að kaupa til viðbótar þræla af Tyrkjasoldáni
eða smáhöfðingjum Norður-Afríku, sem höfðu
það fyrir fasta atvinnu að útvega sínum kristnu
nágrönnum þræla á galeiðurnar.
Árið 1685 afnam Lúðvík konungur hina
frægu Nantes-tilskipun, þar sem fyrirrennari
hans, Hinrik IV., hafði veitt þeim þegnum sín-
um, er voru mótmælendur, trúfrelsi. — Með ein-
1 um pennadrætti lokaði þessi konungborni mein-
særismaður öllum kirkjum mótmælenda, sendi
börn þeirra í kaþólska skóla — og gerði það að
galeiðusök að flytja eða hlýða á mótmælenda-
guðsþjónustu. I sama mund var öllum frönsku
landamærunum lokað, og léttvopnuðum riddur-
um var komið niður á meðal þeirra ógæfusömu
borgara, sem grunur lék á, að væru mótmælend-
um hliðhollir — og áttu þessir riddarar að leiða
þá frá villunni með sínu hryllilega atferli.
Þrátt fyrir þessar aðgerðir tókst meir en
V í K I N □ U R
79