Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Blaðsíða 7
£uíut farir lan4
Úr endurminningum STEFÁIMS J. LOÐIVIFJÖRÐ
----------5 —
Framhald úr síðasta blaði.
Rétt fyrir utan Álftamýri er dálítil vík, sem
heitir Hlaðsbót. Þar er legupláss. Þangað stefnd-
um við og vorum lagstir þar klukkan 9.
Á Hlaðsbót lágum við um nóttina, en morg-
uninn eftir var haldið til Bíldudals, til að láta
athuga leka skipsins og fá gert við stefnið, sem
laskast hafði við áreksturinn í ísnum.
í þessu veðri, sem við hrepptum á Engey í
Húnaflóa (26. apríl), fórst Guðmundur Einars-
son bóndi og útgerðarmaður í Nesi á Seltjarn-
arnesi, við annan mann, út af Vatnsleysuströnd.
Sama dag strandaði seglskipið Geysir frá Eyja-
firði við Vigur, og fórst af því einn maður.
Mai’gvíslegir skaðar urðu í veðri þessu víða um
land, menn urðu úti o. s. frv.
Á Bíldudal lögðum við Engey upp í fjöru.
Voru fengnir vanir skipasmiðir til að gera við
stefnið og athuga lekann. Kváðu þeir lekamx
koma af því, að trémaðkur hefði komizt lítils
háttar í tvo planka, en væri fyrir löngu skrið-
inn úr þeim. Síðan hefðu smugurnar fyllst af
skít og slýi, sem skolaðist burtu þegar skipið
fór að erfiða í sjó. Ráku smiðirnir trétappa í
allar smugurnar, og bar ekkert á leka upp frá
því.
Eftir þi’já daga var viðgei’ðinni á Engey
lokið. Lögðum við þá af stað frá Bíldudal. Við
sigldum út Arnarfjörð í bezta veðri. Datt okk-
ur ekki annað í hug en nú yrði siglt sem leið
liggur suður fyrir land, þótt annað kæmi brátt
í dagsins ljós.
Þegar komið er á opinn Pati’eksfjöi’ð, kemur
skipstjóri með makt og miklu veldi og segir:
„Við förum inn á Pati’eksfjöi’ð".
„Hvað eigum við að vilja þangað inn?“ segir
Guðmundur.
„Hafa skipaskipti", segir skipstjóri. „í samn-
ingnum milli þeiri’a Björns Guðmundssonar og
Péturs Ólafssonar er tekið fram, að ég megi fá
hvort skipið sem ég vil heldur, Engey eða
Grímsey. Ég kýs heldur þá síðanxefndu, og
fer því inn á Patreksf jörð að heimta skipti“.
Ég spurði skipstjói’a, hvoi’t hann væri með
þennan samning með sér. Ekki kvað hann það
vera, en það skipti engu. „Ég vil hafa skipa-
skipti“, bætti hann við þrjózkulega.
„Hættu nú við þetta“, segi ég. „Skiptin verða
sízt til hins beti’a. Engey er gæðaskip, það höf-
um við þegar reynt, og þar að auki rnikið stærri
en Gi*ímsey“.
„Það bi’eytir engu“, segir skipstjóri. „Ég
skal hafa skipti“.
Guðmundur hafði lilýtt á þegjandi, meðan
þessu fór fram, en var orðinn ískyggilega þung-
búinn á svipinn. Gengur hann nú hvatlega að
skipstjóra og segir:
„Ei'tu orðinn vitlaus, maður. Sérðu ekki, að
þetta er ekki hægt? Gn'msey er vafalaust fyrir
löngu lögð út á veiðar, og þó að þú gætir fengið
Pétur til að fallast á skiptin, rnyndi mannskap-
urinn á Grímsey ekki gefa þau eftir“.
„Mér er sama, hvað þið segir", mælti skip-
stjóri, „ykkur kemur þetta ekkert við, ég fer
mínu fram“.
Þessari ákvörðun var ekki haggað. Héldum
við nú inn á Pati’eksfjörð. Þar lögðumst við
síðari hluta dags fram af Geii’seyri. Við sáum
strax, að Grímsey var ekki inni. Aftur á móti
var fjöldi af fi'önskum skonnortum á höfninni,
og fleiri voru á leiðinni inn.
Skipstjóri gaf nú fyi’ii’skipun um að losa bát-
inn og setja hann í sjóinn. Var hann kominn í
sín beztu föt. Sagði hann okkur Guðmundi að
koma með sér, en við neituðum báðir, kváðum
hann geta tekið Langnesingana í þennan leið-
angur. Varð hann að sætta sig við það.
Þegar þeir voru farnir í land, fórum við
Guðmundur að tala um ástæður okkar, hvað á
dagana hefði dx’ifið síðan við lögðum af stað,
og varð okkur einkum tíðrætt um framkomu
skipstjóra. Kvaðst ég vei-a þess fullviss, að við
ættum ýmsa örðugleika fyrir höndum, áður en
lyki. Guðmundur sagði, að það myndi bezt fyrir
okkur að ganga hér af skipinu. Ég benti hon-
um á, að það væri ekki auðvelt fyrir okkur, þar
eð við værum lögski’áðir á skipið. Þegar fyrir
rétt kæmi, gæti vel svo farið, að kvai’tanir þær,
VÍKINGUR
73