Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Síða 16
að stólnum og skildi við konu sína hikandi.
Eldurinn var kulnaður og orðið kalt í stofunni,
áður en hún kom niður aftur, og tárin komu
fram í augu hennar, er hún sá þennan stóra,
sterka ósjálfbjarga mann bíða þolinmóðan eftir
henni.
„Hvernig líður Edit?“ spurði hann án þess
að snúa höfðinu.
„Henni líður ekki rétt vel, held ég“, sagði
konan lágri, skelfdri röddu, „en hún er sofnuð.
Ég myndi ekki ónáða hana í kvöld, ef ég væri
í þínum sporum, Jem“.
„Ég ætla ekki að gera það“, sagði hann hæg-
látlega. „Ég ætla líka að hátta, held ég. Góða
nótt“.
Hann fór hægt upp stigann og inn í herbergi
sitt, konan kom hljóðlega á eftir honum, og þá
fyrst, er dyrnar höfðu lokast á eftir honum,
slakaði hún á aðgætninni. Svo staulaðist hún
sem í leiðslu inn til dóttur sinnar ög datt hálf
meðvitundarlaus yfir rúm hennar.
Um morguninn, í svölu sævarloftinu og sól-
skininu, var hún á ný orðin hress í skapi og
bauð manni sínum glaðlega góðan dag, þegar
hann kom inn frá morgungöngu sinni um fjör-
una.
„Kemur Edit ekki niður?“ spurði hann um
leið og hann settist við borðið.
„Ekki í morgunverð“, sagði hún og virti
hann fyrir sér.
„Það er bezt, ef hún er ekki frísk“, sagði
skipstjórinn hressilega. „Ég var að hugsa um
þetta barn“.
„Á“, sagði kona hans, og bollinn, sem hún
var að rétta honum, glamraði á undirskálinni.
„Ef enginn gerir kröfu til þess“, hélt hann
áfram, „farðu þá með það til London og láttu
gömlu Sparlingekkjuna fá það. Hún tekur það,
ef við borgum með því. Ég býst ekki við, að
við getum sent það á munaðarleysingjahæli".
„Gætum við ekki haft það?“ sagði konan
feimnislega.
„Nei“, sagði skipstjórinn með gleðivanahlátri,
„við erum of gömul til að burðast með börn“.
Kona hans sagði ekki fleira, en seinna um
daginn sagði hún honum, að hún hefði skrifað
til London, og að Edit myndi ekki fara á fætur
fyrr en daginn eftir.
En það leið meira en vika áður en hún lét
sjá sig, og þá var hún mjög föl og veikluleg,
er hún settist í sæti sitt. Hún var ein og þegj-
andaleg, hugur hennar var hjá móður hennar
og barninu, sem nú voru lögð af stað til London.
Eftir þetta leið tíminn hægt og tilbreytinga-
lítið fyrir íbúana í litla húsinu. Edit, sem var
hæglát og þolinmóð, fannst lífið takmarkarkast
BZ
af mýrinni og sjónum og leit aldrei lengra. En
móður hennar féll allur ketill í eld, þegar hún
hugsaði um þessa fallegu dóttur sína og auðnu-
laust líf hennar. Skipstjórinn virtist alls ekki
hugsa neitt, nema þegar dóttirin minntist eitt
sinn lauslega á að leita sér atvinnu, þá togaði
hann hana til sín og lagði utan um hana arm-
legg úr stáli.
Það var aldrei minnst á barnið, þó móðir og
dóttir væru með margs konar ráðagerðir um
framtíð þess. Barnið sjálft leysti úr öllum
vanda, það dó, og móðirin, sem grét yfir illa
páruðu bréfinu, er flutti henni fréttina, bað
um að mega deyja líka.
Ef nokkuð var, varð hún enn hæglátari en
áður, þrátt fyrir tilraunir föður hennar að lífga
hana upp. Stundum gengu þau lengi saman um
fjöruna, og stundum fóru þau á sjó á litla bátn-
um hans og voru þar klukkutímum saman.
En svo breyttist allt skyndilega. Dag einn, er
þau komu heim eftir langa gönguferð, urðu þau
undrandi af að heyra karlmannsrödd innan úr
húsinu. Það var sterk, hjartanleg rödd, og það
var auðheyrt á innilegum viðræðunum, að gest-
urinn var þarna eins og heima hjá sér.
„Jem“, sagði konan, er hann kom inn, „Þú
manst eftir George Merrick, en hann er orð-
inn stór síðan við sáum hann síðast“.
„Og er ekki léttadrengur, heldur yfirmaður“,
sagði gesturinn og tók í hönd skipstjórans.
Allt kennslu þinni að þakka, skipstjóri, allt þér
að þakka“.
„Þú hefur fengið skip, drengur minn?“ spurði
skipstjóri og þrýsti hönd hans hlýlega.
„Alveg spánnýtt“, sagði hinn. „En ég þarf
að bíða eftir því í eina tvo mánuði, og ég ákvað
að nota fríið til að heimsækja vini mína. Ég
fékk að vita, hvar þú áttir heima, og hingað er
ég kominn“.
„Og hér skaltu vera þangað til skipið þitt er
tilbúið“, sagði skipstjóri hjartanlega. „Ef þú
getur sætt þig við gamlan, blindan skipstjóra
og fólk hans. Það er svei mér gaman að heyra
í gömlum kunningja á þessum einmanalega
stað“.
„Jæja, þegar þú verður leiður á mér, segðu
mér þá að fara“, sagði Merrick hlæjandi, og þar
með var málið útrætt.
II.
Með komu gestsins lifnaði yfir húsinu, og
innan skamms var Georg Merrick orðinn góður
vinur þeirra allra, og skipstjórinn varð meira
að segja hissa, er hann heyrði, hversu glaðlega
kona hans talaði við gestinn.
Hann heyrði að vísu vel, en hann skorti eitt
V í K I N □ U R