Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Blaðsíða 27
KTJ
ERLENDAP,
9/1. í brezku blaði segir frá því,
að Rússar hafi bug á að láta smíða
fyrir sig allmarga togara þar í landi.
*
11/1. Þrýstiloftsflugvél af Comet-
gerð fórst með 35 manns. Sennilegt
þykir að sprenging hafi orðið í henni
á flugi. — Bretar hafa samið um
fisksölu til Austur-Evrópu. Vonast
þeir eftir að auka fisksölu sína
þangað.
*
12/1. Ensk og frönsk flugfélög
taka Comet þrýstiloftsflugvélar úr
umferð. 15 lík farþega í brezku
Comet-vélinni hafa fundizt. — Víða
um heim er gert sérstaklega út á
hámeraveiðar, þar sem þær bera sig
vel. Fékkst 100 þús. kr. verðmæti
hámeraafla í einni veiðiferð.
*
14/1. Útgerð Grænlendinga fer
smám saman í vöxt. Þeir eiga nú
um 450 báta.
15/1. G. 0. Sars fann síld í gær,
og liélt norski síldveiðiflotinn í
skyndi úr höfn. — Enn eru lik graf-
in úr snjóflóðum í Austurríki.
*
16/1. Skærur eru með Indonesum
og Hollendingum. — Gull- og gjald-
eyrisforði Svía óx um 14% á árinu
sem leið. — Olíuskipin verða æ
stærri. Mikið skipasmíðaár var á
árinu 1952 í Svíþjóð og næg verkefni
fyrir höndum. — Geysilegt ofviðri
gekk yfir Bretlandseyjar nýlega og
var vindhraðinn 160 km á klst.
*
17/1. Nú er búið að setja „ugga“-
útbúnað á 140 farþegaskip víðsvegar
um heim til þess að draga úr velt-
unni. Er talið að þau velti ekki eins
með þessum útbúnaði.
19/1. Langvarandi umferðaröng-
þveiti í Stokkhólmi. Hver hríðin af
annarri hefur skollið á Svíþjóð frá
því um áramót. — Síldarafli Norð-
manna á Álasundssvæðinu er þegar
kominn upp í 13.000 hektólítra og að
verðmæti 2,2 millj. kr.
*
21/1. öldungardeild Bandaríkja-
þings hefur samþykkt að gerður
verði nýr og mikill skipaskurður á
St. Lawrence-ánni.
*
23/1. Æsingar eru miklar gegn
Bretum á Spáni um þessar mundir.
Hafa rúður verið brotnar í bústöð-
um fulltrúa þeirra. Heimta Spán-
verjar að þeir fái Gíbraltar. — Enn
á ný er farið að slæða tundurdufl
við Danmerkurstrendur. Hafa 14
skip rekizt á tundurdufl þar síðan
stríðinu lauk.
*
1/2. Miklar vetrarhörkur eru í
flestum Evrópulöndunum. Isbrjótar
ryðja skipum braut í Danmörku,
Þýzkalandi og Frakklandi.
*
2/2. Yikuna 24.—30. janúar aflað-
ist óhemju síldarmagn í Noregi. Var
landað á vesturströndinni 3.719.120
hektólítrum síldar og hafa Norð-
menn aldrei fyrr upplifað þvílíka
síldarhrotu. — 80 millj. bila voru í
heiminum um áramótin. Voru tveir
af hverjum þrem í Bandaríkjunum.
— Jakaborgirnar hrúgast upp í 5
km hæð í Þýzkalandi. Miklar snjó-
komur hafa verið á Spáni og er það
í fyrsta skipti á 9 árum, sem þar
snjóar að ráði.
*
4/2. Rússar panta togara í Bret-
landi og óska eftir að þeir verði af
sömu gerð og Akureyrartogarinn
Jörundur.
9/2. Uppvíst er um stórfelldar og
víðtækar njósnir í þágu Rússa í
Suður-Noregi. Hafa 11 menn verið
handteknir og eru margir þeirra úr
frelsishreyfingu Norðmanna á stríðs-
árunum.
*
13/2. Súdanar krefjast brottflutn-
ings brezks herliðs frá Súez. — 12
Asíulöndum boðið til viðskiptasamn-
inga í Moskva.
*
15/2. Berlínarráðstefnunni lýkur
þann 18. þ. m., án nokkurs árangurs.
Engir samningar hafa verið gerðir
við Austurríki, en rætt um fimm-
veldaráðstefnu.
*
16/2. Kafað liefur verið niður á
rúmlega fjögurra km dýpi og tók
ferðin 5 klst. — Fiskverð I Noregi
er allt að þriðjungi hærra en hér,
kr. 1,39 fyrir 42 cm þorsk, óslægðan
með haus, en kr. 1,17 fyrir smærri
þorsk.
*
17/2. Geysilegur fiskskortur er nú
í Grimsby.
*
18/2. Matvælaskömmtun í Bret-
Iandi er nú að ljúka. — Bandaríkja-
menn fá flugbækistöðvar í Hollandi.
— Siglingaleiðir við Danmörku og
Svíþjóð eru torfærar vegna mikilla
ísa.
*
20/2. Samkomulag hefur náðzt um
að hafa 21 veðurathugunarskip á
Norður-Atlantshafi.
*
26/2. Naguib, forseti Egypta, hef-
ur verið settur af og er hafður í
varðhaldi. Byltingarráðið sakar liann
um valdagræðgi og að vilja fá al-
ræðisvald. — Vestur-þýzka þingið
hefur samþykkt stjórnlagabreytingu,
sem heimilar aðild að Evrópulier.
*
27/2. Fimm þúsund ára konunga-
gröf hefur verið fundin í Egypta-
landi. — Útflutningur Svía jókst um
6% á árinu sem leið.
*
28/2. Naguib tók við forsetaem-
bætti á ný í Egyptalandi í gær. Ó-
kyrrð var orðin mikil í landinu og
sá byltingarráðið sér ekki annað
fært en að fá Naguib í liendurnar
völdin á ný.
VÍ K I N G U
93