Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Síða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Síða 11
3000 smálestir af sjó. Gull er mjög torleystur góðmálmur, og mun því verða að taka til vinnslu um 1 milljón smálesta af sjó til þess að ná 1 gr. af gulli. I hverri smálest af sjó eru uppleyst 35 kg af óorganiskum efnum, þ. e. 35 pro mill, eða 3,5%. Svo mikið salt er í heimshöfunum að það mundi þekja allt þurrlendi jarðar með saltlagi, sem væri til jafnaðar 150 metrar á þykkt, ef okkur tækist að koma því þar fyrir. Nokkra hugmynd um stærð heimshafanna og magn fastra efna, sem uppleyst eru í þeim, fá menn er þeir eru fræddir um það, að þó unnið væri árlega úr sjónum 400 milljónir smálesta af matarsalti, 15 milljónir smálesta af magnesium, og 6 millj- ónir smálesta af kalí, mundi taka 1 milljón ára að minnka uppleystu efnin um 1%. Ef við réðumst í að eima 1 smálest af sjó með 35 pro mill af seltu, mundu eftirfarandi efni smám saman koma í ljós: Sé reiknað með kristalvatninu í sumum þeirra, mundu fást 27 kg af venjulegu matarsalti (Na Cl), 8 kg magnesium klorid (Mg Cl2), 1,5 kg gips (Ca S04) og 0,7 kg klorkalium (K1 Cl). Við eiminguna myndi fyrst skiljast úr lítið eitt af gipsi og kolsúru kalki, því þessi efni eru torleyst í vatni. Þessu næst kemur matarsaltið, og síðan hin auðleystari efni, magnesíum og kalisölt. Það er einmitt þetta, sem á sér stað í eim- kötlum, þegar leki kemur að eimsvalanum, eða þegar menn neyðast til að nota hart ábætisvatn. Eftir Maskin-Tekniklc, 10-53. H. J. £uiut fyrit tan4‘ .. Frh. af bls. 75. veðrabreyting. var í nánd. Brátt tók að hvessa á austan, og var þá ekki annar kostur fyrir hendi en fara að slaga. Sóttist okkur nú lítið austur á bógin. Veður var allhvasst, en þó sigl- andi. Fljótlega bar á töluverðum undirsjó. Gerði nú og rigningarslitring og síðan þoku. Þannig liðu nokkrir dagar, alltaf var sami austanstormurinn, óþverrasjór og rigning. Ekki man ég hvað við vorum lengi að þessu baksi, en síðast höfðum við landkenningu af Ingólfs- höfða. Eftir það varð þokan svo svört, að land- sýn hvarf með öllu. Jafnframt fór að draga úr vindi og sjó. Nú kom það í ljós, sem við Guð- mundur höfðum lengi óttast, matur var mjög á þrotum. Vissi þó enginn til hlítar, hvað birgð- unum leið, nema skipstjóri, sem hafði alla um- sjón með þeim. Var það einhverju sinni, er við Guðmundur komum niður af vakt um miðjan dag, að matur var enginn á borðum, aðeins brauðrusl, beinakex og kaffi. Jakob var niðri. Spyrjum við hann, hvort þetta sé allur mið- dagsmaturinn, sem við fáum. Kvað hann svo vera, þar eð nú sé allt matarkyns þrotið, nema lítið eitt af kaffi og. kexi. „Hvað er þetta“, segir Guðmundur. „Tók mað- urinn ekki vistir á Patreksfirði ?“ „Það var nú lítið“, stundi Jakob upp, og sýnd- ist mér hann tárfella. Guðmundur veitti þessu einnig athygli og segir: „Vertu ekki leiður yfir þessu, Kobbi minn, þetta er ekki þín sök“. Niðurlag % næsta blaði. VÍKINGUR Frá höfninni í Boston. Þar hafa fiskiskipin mjög fullkomna aðstööu. 77

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.