Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Side 8
er við hefðum fram að færa, yrðu ekki teknar til greina. Færi hins vegar svo, að skipstjóri hefði skipaskipti, breyttist viðhorfið, þar eð við værum lögskráðir á Engey, en gætum neitað að lögskrá okkur á Grímsey. Þar með værum við lausir allra mála. Kvað Guðmundur þetta rétt athugað, og féllst á að bíða átekta. Eftir góða stund kom skipstjóri aftur og sagði, að Pétur hefði tekið sér vel og skipaskipti gætu vel komið til mála, en Grímsey væri úti á veiðum, væntanleg að viku liðinni. „Hvað ætlarðu að gera?“ segir Guðmundur. „Bíða!“ svarar skipstjóri. Við Guðmundur sögðum ekkert, en skriðum í koju. Nú var beðið í viku, og ekki kom Grímsey. Allan þann tíma var bezta veður, hæg norðan- átt og sólskin. Var ekki neinn vafi á því, að hefðum við haldið áfram suður fyrir, hefðum við í vikulokin verið komnir langleiðina til Þórs- hafnar, ef ekki alla leið. Við Guðmundur héld- um okkur oftast um borð. Skipstjóri var aftur á móti oft í landi. Þess á milli lét hann þá Sigfús og Jakob róa með sig milli Fransmannanna, og kom þá oft slompaður til baka. Kvöldið eftir að við komum til Patreksfjarð- ar, brugðum við Guðmundur okkur í land. Við fórum upp í búð, því hún var opin fram eftir ollu, enda fjöldi Fransmanna í landi. Þegar við komum inn í búðina, kemur Pétur Ólafsson fram af skrifstofunni. Hann heilsar okkur og spyr, hvort við séum ekki af Engey. Við kváðum það rétt vera. Pétur kannaðist nú við mig. Höfðum við sézt nokkrum sinnum, þeg- ar ég var á Fáskrúðsfirði. „Hvernig er það?“ segir Pétur. „Hvað finnið þið að Engey?“ „Ekki neitt“, segir Guðmundur. Vel reyndist hún okkur í veðrinu, sem við fengum á Húna- flóa“. „Já“, segir Pétur. „Skipstjóri er búinn að segja mér mikið af því. Þið hafið verið mjög hætt komnir. Mér skilst, að það hafi verið fyrir dugnað skipstjóra og góða sjómennsku, að þið komust af“. Guðmundur bi'egður hendinni upp í hnakk- ann, klórar sér og segir: „Ætli það væri þá ekki helzt kojan hans, sem gæti borið sjómennsku hans og dugnaði beztan vitnisburð“. Við töluðum svo nokkra stund við Pétur um skipaskiptin, og heyrðum við glögglega á hon- um að hann var vonlítill um að af þeim gæti oi'ðið. Kvöddum við svo Pétur og héldum um borð. Fórum við að tala um skipstjóra, og var okkur heldur þungt í skapi. Það bættist við annað, að fæði var með öllu óviðunandi. Skip- stjóri hafði allan mat undir sinni hendi og skammtaði allt úr hnefa. Var það bæði illt og lítið. Skammt frá okkur lá frönsk skonnorta. Heyrð- um við að þeir eru að kalla og benda okkur, og einn veifar flösku. „Við skulum fax*a yfir til þeirx-a“, segir Guð- mundur. „Ég held okkur veiti ekki af að di'epa í okkur helvítis leiðindin eina kvöldstund“. Við snöruðum okkur í bátinn og yfir að þeirrí frönsku. Þar voru menn með útréttar hendur, til að taka á móti okkur. Fóru þeir með okkur fram í, komu með te í krukkum og nóg Pomp- hólabi’auð. Flöskur voru á lofti, og allir vildu hella í ki'ukkui-nar hjá okkur. Sátum við þai’na nokkra stund í góðu yfirlæti. Þegar við komum upp, sáum við að aldi’aður maður stóð við ká- etukappann. Hann var hár og þrekinn, með al- skegg, rjóður í kinnum, hýrlegur á svip og með grá, glettnisleg augu. Mér varð starsýnt á mann- inn, því mér fannst þetta vera hreini’æktaður íslendingur. Hann heilsar okkur með handa- bandi, bendir okkur að fylgja sér niður í káetu, og gerum við það. Hann kemur sti’ax með vín. Við fórum okkur hægt við di'ykkjuna, vildum ekki gera mikið að því. Verst þótti okkur að skilja ekki gestgjafa okkar. Við kunnum lítils háttar í lélegri ensku, höfðum reynt hana frammi í lúkarnum, en þar skildi enginn orð af því, sem við sögðum. Fórum við nú að babla ensku, og kom þá í ljós, að hinn franski maður gat einnig bjargað sér á því máli. Áttum við nú nokkurt tal saman. Ég var alltaf að brjóta heilann um það, hvort þetta gæti virkilega verið Fransmaður. Herði ég upp hugann og spyr hann um þetta. Kvaðst hann vera franskur í báðar ættir, en vera frá Normandí og af nor- rænu bei’gi brotinn. Hann sagðist vera 52 ái'a, hafa siglt til fslands í 27 ár, þar af 18 ár sem skipstjóri. Væri þetta sín versta vertíð, enda myndi hann ekki eftir öðru eins tíðai’fari. Ég tók upp danskan 5 kr. seðil og spurði, hvoi't ég gæti fengið keypt koníak fyrir hann. Skipstjóri skoðaði seðilinn vandlega, kinkaði síðan kolli og stakk honum í vasa sinn. Síðan lýkur hann upp káetudyrunum og kallar. Kemur þá inn lítill maður, nokkuð við aldur. Þóttist ég vita að það væri matsveinninn. Töluðust þeir eitt- hvað við á frönsku. Svo fór kokksi. Við sýndum nú á okkur fararsnið, en skip- stjóri vildi að við sætum lengui’. Varð það úr, að við vorum þar enn góða stund. Loks stóðum við upp. Skipstjóri fylgdi okkur að bátnum. Þegar við litum niður í hann, sáum við að þar lá poki með einhverju í. Við áttum ekki vo.n á þessum poka þarna, en skipstjóri gerði okkur skiljanlegt að við ættum að fara með hann. Við 74 VÍKIN G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.