Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Qupperneq 10
SJÓR
Talið er að sjórinn þeki rúmlega % af yfir-
borði jarðar, og að rúmmálið sé 13 sinnum
stærra en rúmmál alls þurrlendis yfir sjávar-
mál. Meðaldýpi sjávarins er talið 3800 metrar.
Vélstjórum, sem ferðast um höfin, nota dag-
lega verulegt magn af sjó í vélum sínum til
ýmissa hluta, er því næsta fróðlegt að kynnast
efnainnihaldi hans, auk matarsaltsins, sem flest-
ir kannast vel við.
Fyrir örófi alda, meðan hnöttur vor breytt-
ist úr glóandi stjörnu í fasta jörð, náði yfir-
borðshitinn um síðir því marki að vatnsgufur
skýjanna þéttust, og vatnið fyllti lægðir jarð-
kúlunnar og fram komu hin sjö heimshöf.
Á meðan þessu fór fram, leysti vatnið upp
allmörg efni frá yfirborði jarðar og úr loftinu,
sem umlukti hana, þó aðeins þau ein, sem leys-
anleg eru í vatni. Telja má víst, að öll þau frum-
efni, sem nú eru í sjónum, hafi verið þar frá
upphafi vega. En þar sem ný efni berast stöð-
ugt til sjávar með árvatninu, er auðsætt að
efnamagn sjávar eykst. Þá er og kunnugt, að í
sjónum eiga sér stað margskonar kemiskar um-
myndanir og breytingar.
Með árvatninu berast kalk og kísilsýrur, sem
sennilega fara til skel- og beinmyndunar dýra
og plantna í stórum stíl. Þegar þessar lífverur
deyja, falla hin föstu efni til botns. Flytjast
þannig mörg efni sjávarins á hafsbotn niður og
mynda botnlag. Þá má ekki gleyma, að árvatnið
flytur með sér aðeins óverulegt magn af upp-
leystum efnum, svo að óralangan tíma þarf til
þess að þeirra gæti í seltumagni sjávarvatns-
ins. Ef við hugsum okkur að allar ár jarðar
renni framvegis til sjávar eins og nú, mundu
líða um 35000 ár unz þær hafa flutt eins marga
rúmmetra vatns og nú eru í öllum höfum heims.
Sennilegt er, að öll þau frumefni, sem nú
eru kunn, séu fyrir hendi í sjávarvatninu. En
af mörgum þeirra er svo hverfandi lítið'magn,
að það er nálega ógreinanlegt. Þó má nefna t. d.
að antimon, sem meðal annars er notað í hvít-
málmsleg, er eitt þeirra efna, sem enn hefur
ekki tekizt að finna í sjó.
Einn molekyl af hreinu vatni inniheldur, eins
og kunnugt er, 2 atom vatnsefni (H) og 1 atom
súrefni (O). Þau efni, sem annars mest er af
í sjó, eru frumefnið klor (Cl) og málmefnið
natrium (Na). Sameinuð mynda þessi frum-
efni klornatrium (Na Cl) eða matarsalt, eins
og það er venjulega kallað.
Af fjölda prófana kemur í ljós, að í einni
smálest sjávarvatns eru að meðaltali 19 kg klor
og 2 kg natrium, þ. e. matarsalt.
I sjó er einnig frumefnið magnesium (Mg),
sem næst 1,3 kg í smálest, eitt pro mill af brenni-
steini (S) og örlítið af öðrum efnum.
í einni smálest af sjó eru uppleyst að meðal-
tali 400 gr. af kalki (kalsium-Ca) og næstum
því 400 gr. af kalium (Ka). Af brom — sem
er meðal annars svefnlyf — eru um 60—70 gr. í
smálest.
Til þess að ná 1 gr. af joði, verður að vinna
20 smálestir af sjó.
Eins og kunnugt er, safna nokkrar þang- og
þarategundir joði, þannig að joðmagn þeirra
verður tiltölulega mikið, enda þótt joðmagn
sjávarins sé lítið eða mjög útþynnt.
Fosformagn sjávarins er mjög mismunandi.
Eitt gr. fosfor (Pn) næst sumstaðar úr 16
smálestum, á öðrum stöðum verður að vinna
allt að 1000 smálestir til þess að ná 1 gr. Járn-
magnið (Fe) í sjónum er einnig mismunandi,
og hlutföllin álíka breytileg.
Nokkur efni, sem sjórinn inniheldur, eru mjög
mikilvæg fyrir allt dýralif, þótt magn efnanna
sé hlutfallslega mjög lítið. Dýralífið í sjónum
er háð plöntulífinu þar. Einkum er um að ræða
örsmáar lífverur (svokallað phytoplanton), sem
geysilegt magn er af í höfunum. Sjávargróður-
inn er háður svipuðum lögum og plöntur þurr-
lendisins, þær þarfnast ýmissa óorganiskra efna
sér til vaxtar og þroska, og þessi efni eru fyrir
hendi, að vísu í litlum, en þó nægilega stórum
mæli.
Þess má geta, að úr 200 smálestum sjávar
fæst að jafnaði 1 gr. af eir (Cu).
Til þess að ná 1 gr. af silfri, verður að vinna
76
VÍKINGUR