Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Qupperneq 4
hreinasta fyrirmynd. Olsen tók það fram, að
hreinlæti og góðri meðferð á aflanum.
Ég fékk brátt þá hugmynd, að ég stæði hér
gagnvart manni, sem gæti verið öðrum til fyrir-
myndar í grænlenzka þjóðfélaginu, manni, sem
tæki hlutina réttum tökum, hefði bæði dugnað
og starfslöngun. Hann sagði mér líka' — eins
og ég hafði gert mér í hugarlund, — að hann
hefði á sínum yngri árum verið heppinn veiði-
maður, hefði veitt marga seli, rostunga, hvít-
fisk og hákarl, og hefði stundum grætt töluvert
á refa- og rjúpnaveiðum. Hann hefði reynt að
fylgjast með í öllum framförum eftir beztu getu
og aflað sér hentugustu áhalda til iðju sinnar.
Hann var nú fyrir löngu farinn að stunda þorsk-
veiðar og átti nú fjóra vélfiskibáta.
Mælingaskip herflotans, ,,Ternen“, sem hafði
komið kvöldið áður, hafði strandað um flóð í
nánd við útverið og lá nú á þurru og hallaðist
mikið alla nóttina. Þegar flæddi um hádegis-
bilið fór landfógetinn um borð í „Holboll” til
að draga „Ternen“ út af grynningunum. Vegna
sinnar miklu þekkingar á praktiskri sjó-
mennsku, tókst honum að koma „Ternen“ á
flot. Það hýrnaði heldur en ekki yfir skipshöfn-
inni, þegar hjálpin kom; nóttin hafði ekki verið
sérlega þægileg. Það kom nú í ljós, að skipið
hafði legið á mjúkum botni, og það getur kall-
ast hreinasta tilviljun, að slíkt eigi sér stad við
Grænland, en vegna þess hafði skipið ekkert
skemmst og gat nú lagst við akkeri á höfninni.
I klettabrekkunni í nánd við útverið hafði
danskur Ameríkumaður, námuverkfræðingur
Petersen að nafni, slegið landtjöldum, og bjó
þar með konu og starfsfólki og var að leita að
gulli og öðrum góðum málmum í klettunum.
Verkfræðingurinn hafði verið fleiri sumur í
Grænlandi í sömu erindagjörðum. Fólkið sagði,
að hann færi mjög dult með uppgötvanir sínar,
svo ekki einu sinni hans nánustu vissu neitt
um þær.
Þegar björguninni var lokið, fór landfógetinn
heim til yfirmanns útversins, og þangað var
líka Petersen verkfræðingi og frú hans, yfir-
mönnunum af „Ternen“ og mér boðið til að
snæða dögurð. Að borðhaldinu loknu komu líka
nokkrir af helztu hreppsnefndarmönnunum, svo
þarna voru samankomnir á heimilinu — með
fjölskyldunni — h. u. b. 20 manns, sem allir
drukku kaffi saman, Við kaffiborðið stóð land-
fógetinn upp og bað hina að gera hið sama, í
fallegri og kjarnyrtri ræðu snei’i hann sér til
yfirmanns útversins, Davíðs Olsen, og sagði hon-
um, að samkvæmt embættisskyldu sinni og fyrir
hönd stjórnarinnar væri sér heimilað að færa
honum þakkir fyrir allt, sem hann hefði gert
á umliðnum árum. Á sínum duggarabandsárum
hefði hann — Davíð Olsen— sem stórfangari
verið meðal hinna mestu og duglegustu og dreg-
ið að heimilinu og byggðarlaginu af sínum
mörgu svaðilförum bæði á sjónum og ísnum
fjölda veiðidýra, bæði rostunga, hvítfisk, seii
og annað, og þegar atvinnuvegirnir breyttust
hafði hann strax byrjað á þorskveiðum og varð
fremstur í flokki á því sviði eins og á hinu
fyrra. Hann var ekki aðeins foringi útversins
á heimilinu, þar sem allt bar vott um góðan
efnahag og ánægju skapað af iðju hans og iðni,
heldur var hann einnig velgerðarmaður með-
bræðra sinna og meðsystra, sem bæri að virða
hann og taka hann sér til fyrirmyndar.
Með nokkrum fleiri velvöldum orðum afhenti
landfógetinn Olsen skjal í umgjörð — heiðurs-
skjal með nafni hans frá „GrænlancLssjóði kóngs-
ins og drottningarinnar“, fylgir því peninga-
upphæð, sem aðeins er veitt þeim Grænlend-
ingum, sem verðskulda það fremur öðrum.
Allir viðstaddir hlustuðu á þetta í lotningar-
fullri þögn. Olsen viknaði og þakkaði landfóget-
anum á sinni bjöguðu dönsku fyrir óverðskuld-
aðan heiður, og þegar landfógetinn hafði óskað
honum og frúnni til hamingju með handabandi,
urðu gömlu hjónin að taka í höndina á öllum,
sem viðstaddir voru, og þeir fylgdu dæmi land-
fógetans með innilegri samúð. Þessi viðburður
er einn af þeim, sem manni líður seint úr minni.
Hann er svo sjaldgæfur. Vínglösin voru fyllt
og skál Olsens og frúarinnar drukkin.
Kl. 4 síðdegis létti „Holboll" akkerum og hélt
suður eftir, því þar þurfti landfógetinn að koma
við á tveim stöðum, einu útveri og einum ból-
stað. En það var enginn heima á hvorugum
staðnum. Állir, sem vettlingi gátu valdið, voru
annað hvort á laxveiðum inni í firði eða á hrein-
dýraveiðum uppi á heiði. Nú var haldið áfram
suður á bóginn. Veður var ágætt og nóttin
björt. Þó var dimmt tvo tíma um miðnættið.
Sem sjómaður verð ég að játa, að hér þurfti
hæfa hönd til að stjórna bátnum og rata rétta
leið. Þar voru hólmar og sker svo hundruðum
skipti, sem krækja þurfti fyrir. Tímum saman
vorum við á fullri ferð inni á milli nýrra eyja
og hólma og fórum ýmist gegnum þetta eða hitt
mynnið, „lítið eitt til bakborða — beint“, og
andartaki seinna „lítið eitt til stjórnborða —
beint af augum“, heyrðist með stuttu millibili,
til að sneiða hjá skeri eða fara gegnum nýtt
mynni eða sund, sem allt í einu kom í ljós. Um-
kringdir af landi á allar hliðar héldum við
áfram af sama hraða tímum saman. Þannig
eru siglingarnar innan skerja víða í Grænlandi.
70
VÍKINGUR