Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Qupperneq 14
fimmtíu þúsund húgenotta-fjölskyldum að kom-
ast undan til Hollands eins, en hinir voru veidd-
ir eins og villidýr og sendir á galeiðurnar, ef
þeir náðust lifandi.
Prestarnir urðu að öllu jöfnu harðast úti —
og mörg hundruð gamalla og grandvarra manna
sem eytt höfðu ævi sinni í það að hjálpa fátæk-
um og hugga sorgbitna, létu lífið undir pískum
galeiðust j órnendanna.
Því, eins og fyrr var sagt, þegar maður í eitt
skipti hafði verið hlekkjaður við árina, losnaði
hann þaðan einungis þær fáu nætur, sem hann
gisti þrælkunarstofurnar eða þegar dauðinn
leysti hann úr prísundinni.
Við vitum hve rækilega yfirvöldin gengu fram
í þessu máli. Við höfum fjölmargar skjallegar
skaðabótakröfur til krúnunnar, frá skipseigend-
um, sem kvörtuðu undan því, að vörur þeirra
hefðu skemmzt, þegar hermenn hans hátignar
voru að reyna að svæla landflótta mótmælendur
með brennisteini upp úr lestum millilanda-skipa.
Þessi gamla útsvælingar aðferð er að sjálfsögðu
einnig notuð nú á vorum dögum — en þó ein-
ungis til að losa skipin við rottur og annan
ófögnuð.
Ég hygg, að af þessu, sem nú hefir verið
sagt, sé hægt að gera sér nokkra hugmynd um
lífið á gömlu galeiðunum — og ýtarlegri frá-
sagnir t. d. af því, sem kallað var reglubundin
svelta (feitur galeiðuþræll var að dómi yfir-
mannanna lélegri við róður en hinir), eða öðru
álíka, séu þarflausar. En það skuluð þið muna, að
þessir menn, sem lifðu og dóu í skít sínum á
bekkjum, sem þeir voru hlekkjaðir við dag og
nótt, voru að minnsta kosti á 17. öld ekki dreggj-
ar þjóðfélagsins eins og fyrr hafði verið, heldur
vel virtir borgarar, sem áttu þá einu sök, að
geta ekki hugsað sér Guð almáttugan á sama
hátt og hinn tigni yfirbjóðari þeirra, hinn vold-
ugi Sólarkóngur.
Hurfu galeiðurnar að lokum vegna þess, að
almenningsálitinu væri misboðið og það heimt-
aði afnám þeirra? Varla. Almenningsálitið í
Frakklandi á 17. öld var einkaálit hans hátignar
konungsins — á sama hátt og almenningsálitið
í Páfaríkinu (þar sem galeiðurnar urðu líka al-
ræmdar fyrir hrottaskap og ónauðsynlegt mann-
úðarleysi), var það, sem hið opinbera málgagn
páfastólsins sagði fólki að hugsa. — Nei, gal-
eiðurnar hurfu ekki úr sögunni vegna göfugra
siðferðiskennda alþýðu eða þjóðhöfðingja. Þær
hurfu af höfunum vegna viss atriðis í hagnýtri
stærðfræði — og atriðið var þetta:
Hernaðargildi herskipsins lá þá eins og nú
í því, hve miklu var hægt að skjóta á mínútu
miðað við mannafla. Meðal galeiða gat aðeins
BQ
borið þrjár fallbyssur vegna þess, hve hún var
mjó (og drottinn einn veit hvernig átt hefði að
koma henni áfram ef hún hefði verið breiðari).
Ein var aftur í, önnur fram í og hin þriðja mið-
skipa. Slík galeiða gat skotið 44 kílóum af járni
í einu, þegar allar byssurnar voru í notkun —
og ef skipshöfnin var þrjú hundruð manna —
verður útkoman 146 grömm af járni á mann í
hvert sinn, sem skotið var. En herskip þeirra
tíma gátu auðveldlega haft fimmtíu fallbyssur
og skotið 1000 kílóum í einu, og ef áhöfnin var
1000 manns (næstum fjórföld við það sem tíðk-
aðist á mjög stórum galeiðum) yrði það eitt
kíló á mann, eða næstum sjöfalt það sem var
á galeiðunum.
Berðu þetta saman og hafðu hugfast, að gal-
eiðan var einnig miklu dýrari en seglskipin, og
að meðalhraði þeirra var aðeins fjórir hnútar,
þegar litlu víkingaskipin gátu farið upp í átta.
Og nú fer það að verða skiljanlegt hvers vegna
galeiðurnar hurfu úr sögunni; þær dugðu ekki
til þess, sem þeim var ætlað. Það var allt og
sumt. Svo minnumst við á galísurnar, en sex
þeirra tóku þátt í Lepantoorrustunni árið 1571
(síðustu stórorrustu, þar sem áraskip réðu úr-
slitum), og ennfremur er sagt, að flotinn ósigr-
andi hafi haft tvær tylftir þeirra. Þær voru
mun breiðari, lengri og hærri en vanalegar gal-
eiður, hlutfallið milli lengdar og breiddar var
eins og einn á móti fimm og hálfum. Þær höfðu
frá 28 og upp í 35 árar á hvort borð, en þar sem
þessi skip voru töluvert hærri en galeiðurnar,
urðu árarnar líka þyngri og þurfti á hverja
þeirra 7 til 8 menn. .
Þessi þungu skip voru miklu stöðugri í sjó-
gangi en galeiðurnar, og ræðararnir voru að
nokkru leyti betur settir en þeir, sem voru á
vanalegri galeiðu. En stærð þessara skipa gerði
þau þung í vöfum — og þau komu að engu gagni
þegar við smærri skip var að eiga, sem notuðu
segl en ekki árar.
Og þannig hurfu svo galeiðurnar af höfunum
— eins og svo margar úreltar herskipategundir
hafa horfið síðan, og eins og bryndrekar okkar
og orrustubeitiskip eiga eftir að hverfa fyrir
kafbátum og flugvéium.
VÍKINEUR