Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Qupperneq 3
Fiskveiðasjóður íslands 50 ára
Hinn 10. nóvember sl. voru 50 ár síðan
Fiskveiðasjóður íslands var stofnaður með
iögum nr. 52, 1905. Starfsemi sjóðsins hófst
þó ekki fyrr en árið 1907. Má fullyrða, að
með þessari sjóðsstofnun hafi verið stigið eitt
þýðingarmesta spor til eflingar íslenzkrar
hagsældar, er skapað hefur það efnalega
sjálfstæði og menningu, er við búum við í dag.
Svo heillaríkt var þetta spor fyrir alla íslenzku
þjóðina, sem byggir tilveru sína næstum ein-
göngu á sjávarútvegi.
Það var Valtýr Guðmundsson, háskólakenn-
ari og þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu,
er flutti frumvarp á Alþingi um stofnun sjóðs
„til að efla fiskveiðar og sjávarútveg lands-
manna“. Frumvarp hans náði samþykki þing-
heims, nokkuð breytt frá upphaflegri mynd
þess, og naut þar með stuðnings hinna ágæt-
ustu og framsýnustu manna, eins og Ágústar
Flygenring, sem fyrstur manna fékk þá hug-
mynd framkvæmda, að íslendingar notuðu
herpinót við síldveiðar. Þá má ekki gleyma
Jóni Ólafssyni ritstjóra, er léði frumvarpinu
stuðning ásamt fleirum.
Ekki skal getum að því leiða, hvort þing-
menn hafi rennt grun í, hversu þýðingarmikið
atriði í eflingu sjávarútvegsins þessi sjóður
átti eftir að reynast í framtíðinni, en hitt er
víst, að sjaldan hefur framsýni löggjafar-
þingsins verið eins giftudrjúg.
Landssjóður lagði sjóðnum til 100 þús. kr.
stofnfé og voru um 93 þús. kr. af því skulda-
bréf fyrir lánum til kaupa á þilskipum, sem
veitt hafði verið úr Viðlagasjóði. Tekjur voru
sjóðnum ætlaðar þessar: 6 þús. kr. árlegt
framlag úr landssjóði og 1/3 sektarfjár fyrir
ólöglegar veiðar í landhelgi, að meðtöldu 1/3
andvirði þess, er landssjóði greiðist fyrir upp-
tækan afla og veiðarfæri botnvörpunga, er
teknir voru og sekir fundnir. Má segja, að
þessi tekjuliður hafi verið nokkuð óviss, ekki
vegna fárra landhelgisbrota, heldur vegna
erfiðleika á að handsama sökudólgana.
Reglur voru settar um lánveitingar úr sjóðn-
um og segir þar svo: „Lán úr Fiskveiðasjóði
Islands má veita öllum þeim, sem sjávarútveg
stunda sem atvinnuveg, svo og hlutafélögum,
sem fiskimenn eiga meira en helming hluta-
fjárins í. Lán má veita gegn fasteignaveði,
allt að % virðingarverðs, enda eigi ekki aðrir
forgangsrétt fyrir lánum þessum en opinberir
sjóðir. Gegn tryggingu í gufuskipum og öðr-
um þilskipum yfir 16 smálesta má lána allt að
helmingi vátryggðs verðs með forgangsrétti,
og gegn tryggingu í mótorbát, 8—16 smá-
lesta að stærð, má lána allt að þriðjungi verðs“
o. s. frv.
Einnig mátti verja tekjum sjóðsins til að
styrkja efnilega unga menn til að kynna sér
veiðiaðferðir, fiskverkun og annað, er lýtur
að sjávarútvegi meðal erlendra þjóða. Einn-
ig mátti styrkja útgáfu fiskveiðatímarits og
veita verðlaun fyrir framúrskarandi atorku í
fiskveiðum og meðferð fiskjar.
Landsstjórnin (atvinnumálaráðuneytið)
annaðist sjóðinn til ársloka 1930. Eignir hans
voru þá orðnar kr. 697.856,30, og útlánin voru
þá kr. 368.355,75. Á árinu 1930 var lögum
sjóðsins breytt, ákveðið að ríkissjóður legði
honum 1 millj. króna og nýr tekjuliður, svo-
nefnt Fiskveiðasjóðsgjald, sem var Y&% af
VIKINEUR
3