Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Side 8
og mannað hæfum sjómönnum að klára sig í ofviðri. Þ. e. a. s. sjómönnum, sem gera skyldu sína, sem slíkir, fremur en að skoða sjóferð- ina sem nokkurs konar skemmtisgilingu. Þetta atriði varðandi skipverja, ræður örygginu á sjónum á öllum fiskiskipum heimsins og með tilliti til þess er vert að athuga þá hæ&leika sem skipverjum eru nauðsynlegir, sjálfum sér og skipinu til öryggis. Sjómennska felur í sér listina að kunna að stjórna skipinu eða bátnum í öllum veðrum, straumum og öðru, sem haft getur áhrif á hreyfingu þess og öryggi. Menn skyldu ekki blanda öryggi saman við siglingafræðina í nav- igation), sem er kunnátta til að ákveða stað og rétta stefnu skipsins, er ekki sézt til lands, eða sigla því um krókóttan skipaskurð. Sjó- mennskan er nauðsynleg list, því að án henn- ar verður ekki stjórnað hvorki skipi né mönn- um, eða gefin góð leiðsögn. Góð sjómennska verður aðeins lærð af eig- in reynslu, en er stundum í blóð borin hjá ein- stökum ættum. Hún verður ekki kennd með fyrirmælum, eða á bók, jafnvel þótt undir- staðan verði fengin á þann hátt. Góður sjó- maður er árangur af langri veru á sjó, þar sem reynsla hefur fengizt. Sjómennskan hefur ekki orðið ónauðsynleg þótt horfið sé frá seglskip- um, eins og sumir halda, en hún hefur gengið að erfðum í marga ættliði í einstaka fiskiverum. Vélknúin fiskiskip, með öllum nútíma tækj- um, verður fyrst og fremst að vera stjórnað af góðum sjómönnum. Verið getur að skip- verjar séu ekki ætíð miklir sjómenn í hinni gömlu merkingu þess orðs, en kunnáttumenn á sjó eiga þeir að vera. Á dögum seglskipanna var mikið lagt upp úr meðhöndlun reiðans og leikni í að auka og minnka seglin. Rétt meðhöndlun segla og stýris við tilfær- ingar skips er siglir mótvind eða lensar, er nauðsynleg til þess að vel fari, en öll stjórn hvaða skips sem er, jafnt seglskipa sem vél- knúinna, krefst kunnugleika á skipinu sjálfu, hvernig það hagar sér í hverju tilfelli, og kunnáttu við að haga stjórninni eftir því, eins að kunna að notfæra sér allt nauðsynlegt til öryggis, jafnt undir akkerum á ytri höfn og er skipið er bundið við bryggju. í orðinu sjómennska felst einnig rétt hleðsla á skipum, frágangur á lestaropum og yfirleitt að gera skipið „sjóklárt" og fært í storm, ásamt kunnáttu við að meðhöndla björgunarbáta bæði við sjósetningu og hvernig taka skuli þá á skipið og ganga faglega frá þeim. Rétt geymsla á öryggistækjum skips svo sem lífbeltum, bjarg- hringum, slökkvitækjum o. fl. Sérstakt lögmál ræður hreyfingu hvers einstaks skips, sem bregður misjafnlega við hinar ýmsu tilfæring- ar á stýri og skrúfu. En án tillits til þess hvort skipið er erfitt í meðförum eða létt, nær góð- ur sjómaður hinum réttu tökum á því, en skipstjóri, sem hvorki skilur eða þekkir skip sitt lendir oft í vandræðum. Sama gildir um góða reglu á tækjum skipsins og snyrtilegum frágangi. Góðir sjómenn halda skipi sínu hreinu og fallegu. Illa viðhaldið skip særir augað, og hætt er við að á slíku skipi sé vant ýmissa nauðsynlegra hluta, þegar þörfin fyrir þá er mest. Ef allar áhafnir skipa um állan heim væru sjómenn í þessum skilningi, væri öyggið á sjónum miklu meira heldur en það er nú. Til dæmis má nefna, að á nokkrum skipum við vesturströnd Bandaríkjanna eru valdar skips- hafnir, sem njóta góðrar aðhlynningar, þótt skipin sjálf séu ekki í neinu frúbrugðin öðrum fiskiskipum, að öðru leyti, þá er tjón á þeim 90% minna heldur en á öðrum skipum fiski- flotans. Þessi staðreynd sýnir bezt- þörfina á góðri sjómennsku á öllum skipum fiskiflotans. Lausl. þýtt. 4 4 4 FORSÍÐUMYNDIIM M/b „Sigurbjörg“ SU 88. Fyrir nokkru birtist í Víkingnum mynd af sjósetningu stálfiskibáts í Hollandi, og þótti það markvert eða óvenjulegt við þann atburð, að báturinn var hafinn á loft með sterkum krana og sjósettur þannig. Bátur þessi, sem er eign Pálma Þórðarsonar, útgerðarmanns á Fáskrúðsfirði, er nú kominn til landsins og bætist íslenzka fiskiflotanum enn glæsilegt skip. Stærðir bátsins eru þessar: Lengd..............21.00 metri Breidd............. 5.60 — Dýpt............... 2.75 — Eða ca. 70 rúmlestir. í bátnum er 240 hestafla Kromhout dieselvél og hjálparvél, einnig hollenzk, af gerðinni Sam- ofa. Þá er í bátnum Simrad dýptarmælir með fisksjá. Bratvág-gerð af línuvindu og netavindu. Snúnings-útsýnisgler á stýrishúsi o. m. fl. ný- tízku tækja. Bakborðsmegin er beituskýli, því að Aust- fjarðabátar stunda nokkuð útilegur. Allt skipið er hið glæsilegasta. B VÍKIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.