Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Qupperneq 12
Fyrsta köfunin. kjarnorkuvísindanna, síðan hinn fyrsti ljós- glampi sást í eyðimörkinni fyrir sjö árum“. Skrúfan var reyndar ekki að knýja bátinn áfram núna, en brátt mundi hún gera það, eða jafnskjótt og skipið hafði mjakazt aftur á það langt, að unnt væri að taka áfram og sigla suður Long Island Sounds. „Fulla ferð aftur á“, skipaði ég. Enn varð ég var við undirtón aflsins og við tókum að fjarlægjast bryggjuna, en þá komu slæmar fréttir. ,,Skipstjóri!“ Röddin heyrðist greinilega í hátalaranum á stjórnpalli. Þetta var fyrsti vélstjórinn, Leslie D. Kelly, sem hafði bók- staflega vaxið upp með „Nautilus“ frá því að byggingin hófst. „Skipstjóri", sagði Kelly, „það er annarlegur hávaði í stjórnborðs- „gearnum". Við verðum að stöðva stjórn- borðsvélina“. Ég lagði í flýti höndina yfir tal- rörið, svo að mannfjöldinn á bryggjunni heyrði ekki samtalið. Orð Kelly þýddu það, að nú vann skipið aðeins með einni skrúfu, bak- borðsskrúfunni, en það var sérstaklega óþægi- legt, einkanlega meðan verið væri að snúa bátnum eftir að lagt var frá bryggjunni. Við Lee ræddum ástandið fram og aftur í nokkrar sekúndur, en síðan gaf hann vélstjór- anum á verði fyrirskipanir sínar. Nicholson vélstjóri stöðvaði einnig bakborðsskrúfuna, tók vélarnar úr sambandi frá túrbínunum og setti þær í samband við rafmagnsaflgjafann. Auk aðalaflgjafans — gufutúrbínunnar — hefur ,,Nautilus“ rafmagnshæggengisvélar, er fá aflgjafann með gufu frá kjarnorkuhita- kerfinu. Rafmagnið fæst einnig frá vararaföl- um, sem drifnir eru með hjálparvélum eða rafgeymum. Þannig, með því að skipta yfir á rafmagnið, fengum við báðar skrúfurnar aft- ur í gang og sigldum fyrir kjarnorkukrafti, þótt á annan hátt værl en til var ætlazt, en afl- ið var aðeins brot af því, sem eðlilegt var. Óhagstæður vindur og straumur gerðu sitt til að auka á erfiðið við að snúa þessum stóra kafbát, eftir að hann var orðinn laus frá bryggjunni. Tveir dráttarbátar voru til taks, en þar sem skipinu var ekki hætt, heldur að- eins seinkun og óþægindi, óskaði ég ekki eftir að auglýsa vandræði mín fyrir umheiminum með því að biðja um aðstoð þeirra til að snúa skipinu. Loksins eftir 26 mínútur — rúmlega þrisvar sinnum lengri tíma heldur en nauðsynlegur hefði verið, ef allt hefði verið í lagi — snér- um við rétt á sundinu. Var þá skipt aftur yfir á aðra túrbínuna og siglt niður sundið með 8—10 sjómílna hraða, og mátti það heita sæmilegt. Þessi fyrsta reynsla af kjarnorkunni var ekki góð. Eg vík snöggvast frá frásögninni. í grein þessari um fyrstu 50 klst. ferð „Nautilus", eingöngu ofansjáv- ar, og síðan 98 klst. siglingu neðansjávar, þegar „Nau- tilus“ kafaði 51 sinni, verður sagt frá ýmsum óhöppum. Það kom fram sjóleki, olíuleki og tvisvar sinnum kvikn- aði í út frá rafmagni. Brotsjóir rifu göt á og beygluðu „sigluna", þ. e. hólkinn, sem rís upp af þilfarinu mið- skipa til þess að verja stjórnpallinn og sigluna, og síð- ar rifnuðu upp þilfarsborð. Köfunarvængir bátsins að aftan urðu óvirkir í einni köfuninni. Drykkjarvatnið varð salt og nokkur sjóveiki gerði vart við sig, og jafn- vel aðmíráll vöknaði í fæturna. En ég vil taka það fram, að öll óhöppin, sem byrjuðu með bilun stjórnborðs- niðurfærslugearsins, orsökuðust af mannlegum mistök- um. Þetta var í fimmta skiptið, sem ég fór reynsluferð á nýjum kafbát, og ég get af reynslu minni vottað, að við urðum fyrir minni óhöppum á „Nautilus" en að meðaltali á öðrum nýjum kafbátum. En mikilsverðast af öllu var, að kjarnorkan — hið mikla aðalatriði, sem skilur „Nautilus" frá öllu öðru, sem nokkru sinni hefur hreyfzt á vatni, jörðu eða lofti — bilaði ekki eina sekúndu. 12 VÍKIN G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.