Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Síða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Síða 13
3 mínútum eftir a6 vi8 fórum frá Pier Char- lie sendum við svohljóðandi skeyti til flota- stöðvarinnar: ,,Farnir frá Electric Boat Divi- sion“. Með hliðsjón af því, að þetta voru tímamót í siglingasögunni, hliðstæð tímamótum segl- .skipa og gufuskipa, hafði ég á takteinum ann- að skeyti, sem hljóðaði svo: „Fórum af stað kl. 11.00 með kjarnorkuafli“, en vegna hávað- ans í stjórnborðsgearnum dróg ég að senda skeytið, því að ég var ekki viss um, hvort hægt yrði að halda áfram eða hvort snúa yrði við. Ég sendi skeytið því ekki fyrr en við vorum komnir fram hjá kafbátabirgðaskipinu „Skyl- ark“, sem lá í mynni Thamesár. Sleppti ég aðeins tímanum úr skeytinu. Hávaðinn í gearnum lýsti sér svipað og ísk- ur í illa slitnum bílbremsum, og fyrst tveim dögum síðar komumst við að því hvað olli hávaðanum, en það var los á einni lítilli skrúfu, sem þó kom ekki að sök. Einn vélstjór- anna lagfærði þetta á svipstundu með skrúf- járni, en við það tækifæri virtist mér sem flotaforinginn hefði tilhneigingu til að hækka vélstjórann í tign fyrir verkið, svo feginn varð hann. Sömuleiðis var þungu fargi létt af okk- ur hinum, og virtust nú vélarnar vera í full- komnu lagi. Um eftirmiðdaginn fóru fram ýmiskonar heræfingar. Þrátt fyrir stærð „Nautilus“ var mjög þröngt á þingi um borð í skipinu, enda var nú 100 manna áhöfn í stað 80, sem gert var ráð fyrir, og auk þess voru 60 aðrir um borð, aðal- lega iðnaðarmenn og sérfræðingar og fulltrú- ar fyrir þá aðila, sem selt höfðu vélar og tæki til skipsins. Eitt aðalverkefnið í fyrstu ferðinni var að prófa og mæla titring á skrúfuöxlinum. Síðari hluta mánudags sigldum við á 20 mílna löngu æfingasvæði í sundinu. Var siglt með mismunandi hraða og í ýmsar áttir með- an sérfræðingarnir gerðu sínar athuganir á öxlinum, en kl. 21.00 breyttum við til og héld- um til hafs til að geta siglt lengri vegalengdir í sömu stefnu, og nú tók báturinn að hreyfast meira og meira. Um kl. 01.00 vorum við komnir nokkuð til hafs, öldurnar orðnar 4 metra háar og vind- hraðinn 20 hnútar. Hitinn var undir frost- marki og krap myndaðist á þilfarinu. „Nauti- lus“ valt allt upp í 20 gráður. Til að halda til- skildum hraða vegna athugana á öxlinum var sigldur beitivindur, en ekki haldið beint á móti vindi. Sjóveikin greip nú um sig og brátt voru 30—40 af farþegunum orðnir meira og minna sjóveikir, auk nokkurs hluta skipshafn- arinnar. Þegar ýmsum sérfræðinganna fór að ganga illa að lesa á mæla sína fóru þeir þess á leit við mig að breyta um stefnu og halda upp í sjó og vind, svo að veltingurihn yrði minni. Ég var ófús til þessa, því að ég vildi engan tíma missa frá þessum athugunum. Snéru þeir sér þá til flotaforingjans, sem þrátt fyrir greiðvikni sína varð ekki heldur við ósk þeirra. Var tilraunum því haldið áfram til morguns, þrátt fyrir óhagstæð skilyrði. Þrátt fyrir smávegis skemmdir, sem orðið höfðu um nóttina á „seglinu", ákvað ég að reyna köfun um daginn. Tilkynnti ég því flota- stjórninni með skeyti, að köfun færi fram kl. 13.00, en litlu síðar fékk ég skeyti um að köf- un væri ekki leyfð á þessari fyrstu reynslu- ferð. Var því haldið til hafnar jafnskjótt og ofansjávarathuganir höfðu farið fram. Skeytasendingarnar milli bátsins og lands höfðu kvisazt út í landi og blöðin ræddu um, að ,,Nautilus“ hefði verið neitað um að fá að kafa, en þessi misskilningur um fyrstu köfun- ina var vegna þess, að ég vissi ekki um, að flotastjórnin hafði ákveðið, að köfun færi ekki fram fyrr en í annarri reynsluferð, en sú ákvörðun var einkum tekin vegna þess hve margir farþegar voru um borð í fyrstu ferð- inni. Hins vegar vissi flotastjórnin ekki um, að ég ætlaði mér að flytja 14 sérfræðinga, sem unnu að prófununum á öxlinum, yfir í birgðaskipið „Skylark“ áður en köfun færi fram. Þessi misskilningur kom ekki að neinni sök, nema að ég varð fyrir stundarvonbrigð- um, sem fljótlega jöfnuðu sig. Á þriðjudag kl. 11.02, eða sólarhring eftir að við lögðum af stað, fór fram prófun á vara- vélum, sem nota átti, ef kjarnorkuvélarnar biluðu. Þetta er Diesel-rafmagnssamstæða — Diesel-vélar, sem knýja rafmagnsmótora, sem svo aftur knýja skrúfuna. Á sama hátt og fyrstu gufuskipin voru búin seglum til vara, ef gufuvélin bilaði, var þessari Diesel-sam- stæðu komið fyrir í „Nautilus". Kjarnorku- vélin hafði nú unnið stanzlaust frá því síð- degis á sunnudag og engin merki sáust þess, að þörf væri fyrir varavélarnar. Ýmsir sérfræðingar fylgdust með gangsetn- ingu og hraðstillingum kjarnorkuvélarinnar, komu þar til greina allt að 71 mismunandi atriði. Að þessum athugunum loknum kemur það svo í hlut eins sérmenntaðs kjarnorku- fræðings að ynna þetta starf af hendi. Fer það að mestu fram með einu handfangi. En þótt VÍKINGUR 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.