Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Page 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Page 14
þetta sé svo auðvelt í framlcvæmd, eru tækin mjög margbrotin. Má þar til nefna rafmagns- mótora, sem ganga í heitu vatni, mæla, sem telja fjölda neutrónanna í kjarnanum á hverju augnabliki. Sá, sem fyrstur stjórnaði smíði kjarnorku- hitaknúinnar kafbátsvélar, var Cobean liðs- foringi. Hann er 31 árs gamall, hámenntaður kjarnorkufræðingur. Sú vél var smíðuð á AEC-National Reactor-stöð við Idaho Falls, en þar var áhöfn „Nautilus" vanin við að um- gangast og venjast kjarnorku. Sú vél, sem nú er , ,,Nautilus“, er nákvæm eftirlíking af þeirri vél í tilraunastöðinni í Idaho Falls. Cobean liðsforingi hafði einnig yfirstjórn- ina, þegar kjarnorkuvélar „Nautilus" voru fyrst settar í gang 30. des. sl.l., en þá voru þær látnar ganga viðstöðulaust fram yfir gamlárskvöld, og þess vegna var ég á stjórn- palli „Nautilus“, þegar gamall kafbátsfélagi minn, commander Enders Huey, hringdi til mín á miðnætti á gamlárskvöld. ,,Dennis“, sagði Huey með vantrúarhreim í röddinni, „ertu um borð?“ „Já, auðvitað“, svaraði ég svo ánægður og hrærður yfir því, hve vel kafbátsvélarnar unnu, að ég hirti ekki um að fara með konu minni á nýjársdansleik í New London. ,,Dennis“, spurði hann, „ertu orðinn vit- laus?“ Ég var jafn ákafur um árangur þann, sem fengist á vélum ,,Nautilus“ nú á þessum öðr- um degi reynsluferðarinnar, því að mér virt- ist sem kjarnorkuvélin væri fjarstæðukennd framför í sjóhernaðartækni, þar sem var hinn fullkomni kafbátur, óháður andrúmsloftinu og eldsneytisnotkun, en hæfnin og möguleik- arnir takmörkuðust aðeins af matarforðan- um og líkamlegu og andlegu þoli áhafnar- innar. Frá því á þriðjudagsmorgun til kl. 08.25 á miðvikudagsmorgun voru gerðar f jölda hraða- athugana á ,,Nautilus“, undir hinum ýmsu kringumstæðum og með mismunandi hraða. Síðast, þegar komið var í landvar í Block Is- land Sound, voru gerðar tveggja klukkustunda athuganir á titringi skrúfuöxulsins. Því næst voru gerðar ýmsar heræfingar. Sendum við nú skeyti um að við værum væntanlegir til hafnar kl. 13.00 á miðviku- dag. Hafði reynsluferðin þá staðið yfir í 50 klst. og sigldar höfðu verið 320 mílur. Nú var eftir að leggja „Nautilus“ að hryggju í fyrsta skipti. Og hvernig mundi það takast? Mér var ljóst, að skipið var mjög hraðskreytt og stórt, en engin reynsla var fengin fyrir því, hve fljótt hann drægi úr ferðinni. Til að reyna það hentum við út 30 lítra mjólkurbrúsa og hugsuðum okkur að hann væri bryggja. Ég var feginn, að við gerðum þessa tilraun, því að það reyndist erfitt að stöðva ,,Nautilus“, svo að öðrum kosti hefði lendingin getað mistekizt. Loks lögðumst við hægt og gætilega að bryggju á tilskildum tíma og tókst það vel. Ég flýtti mér upp á skrifstofu Com Sub Lant og gaf skýrslu um hina fyrstu reynslu- för, sem svo vel hafði tekizt. Framhald. Þegar „La 6ourgougne“fórst 4. júlí 1898 Svo segir frá í fréttum frá þeim tíma: ,,La Bourgogne“, eitt af beztu skipum „Compagnie Transatlantique“, var statt á svipaðri breidd og Halifax. Það var svarta- þoka, þegar „La Bourgogne“ kl. 5 um morg- uninn rakst með miklum krafti á enska segl- skipið „Cromarlyshire". „La Bourgogne“ byrjaði þegar að sökkva, og meðan farþeg- arnir, syfjaðir og ofsalega hræddir, ruddust upp á þilfarið, reyndi Delonele skipstjóri, frá stjórnpallinum, eftir beztu getu að sefa þá óstjórnlegu hræðslu, sem gripið hafði fólkið. Allir farþegarnir á 1. farrými, 191 að tölu, höfðu farizt, er skipin rákust á. Hundruðir af öðrum farþegum æddu með óhljóðum og ofsalátum að bátaþilfarinu. Allt í kringum hið sökkvandi skip, er hjó ákaflega í sjóana um leið og það var að losna við „Cromarlyshire", kom til ægilegra átaka meðal hinna ofsa- hræddu manna. er börðust fyrir lífi sínu. Kon- ur og börn hurfu í hafið. Margir héldu sér dauðahaldi í yfirfulla bjargbátana. Háset- arnir reyndu á allan hátt að losna við þá, stungu þá með hnífum, börðu þá með báts- hökum og jafnvel skutu á þá. Flestir af þeim, sem komust af, voru meira og minna særðir eftir hnífa, barsmíði og þar að auki hálfbrjál- aðir af hræðslu. í allt fórust 565 manns, 447 farþegar og 118 skipsmenn. Lauslega þýtt. Guðm. Glslason. ATH. Þess skal getið, að þýðandinn, Guðm. Gísla- son, þýddi einnig greinina „Þingvallafélagið", er birt- ist í jólablaðinu, en þess láðist að geta þá. Ritstj. 14 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.