Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Blaðsíða 15
Matthias Þórðarson, fyrrv. ritstj.
GUÐMUNDUR
1 DEILD
GuðmuncLur Guðmundsson í Deild var kunn-
ur maSur á Akranesi á sinni tíð. Um aldamót-
in, þegar ég kynntist honum, var hann tæplega
fimmtugur og var þá stýrimaður á þilbátnum
,,Björn“, eign Böðvars kaupmanns Þorvalds-
sonar, og síðar á „Pollux“, kúttara, sem Thor
Jensen gerði út til fiskveiða og flutninga. Guð-
mundur hafði áður stundað sjóróðra á vetrum
og sveitavinnu á sumrin. Verið formaður fyrir
Hallgrím í Guðrúnarkoti og þótti góður sjó-
maður, útsjónarsamur og gætinn. Hann bjó í
litlu húsi á Akranesi, sem kallað var Deild, og
bar jafnan nafn af því og var venjulega kall-
aður Guðmundur í Deild.
Guðmundur hafði ekki fremur en aðrir al-
þýðumenn notið verulegrar menntunar í upp-
vextinum, og það, sem hann kunni á því sviði,
hafði hann aflað sér sjálfur. Guðmundur var
greindur vel að náttúrufari og þótti óvenjulega
skemmtilegur félagi. Hann var fyndinn og orð-
heppinn og hafði ávallt hnyttileg svör í sam-
ræðum eða þegar á hann var yrt. í Goodtempl-
arareglunni var hann í nokkur ár og náði þar
virðingarstöðum og var kosinn fulltrúi á Stór-
stúkuþing. Félagsskapur hans þar við ýmsa
menn vel máli farna, sem á þessum árum voru
meðlimir Reglunnar, mun hafa verið nýtur skóli
fyrir hann til þess að æfa mælskugáfur sínar,
enda tókst honum það og hélt oft skemmtilegar
tölur á málfundum og lét meiningu sína í Ijós,
oftast blandaða fyndni og spaugsyrðum. Guð-
mundur var alla tíð fátækur. Var giftur og átti
mörg börn, þar á meðal dætur, sem eru vel
giftar. Guðmundar er lítils háttar getið í 1.
bindi endurminninga minna, bls. 225.
Hér skulu aðeins tilfærð örfá dæmi um til-
svör Guðmundar og orðtæki frá ræðupalli, sem
mér er persónulega kunnugt um.
í Æfingafélaginu á Akranesi veturinn 1896
var eitt sinn rætt um vegabætur, og hélt Guð-
mundur þar meðal annarra stutta ræðu um
nauðsyn á viðgerð á einum vegi þar í hreppn-
um og lét þess jafnframt getið, að um kafla á
honum kæmist enginn „nema fuglinn fljúg-
andi“. Eftir ræðu Guðmundar tók prófastur,
síra Jón Sveinsson, til máls og sagði, að víða
þyrfti að bæta vegi, en sá vegur, sem Guð-
mundur hefði talað um, þyrfti ekki eins bráðra
bóta við, eins og hann hefði látið í ljós, og sagð-
ist sjálfur hafa komizt klakklaust yfir verstu
torfærurnar. Strax og prófastur hafði lokið
máli sínu, bað Guðmundur fundarstjóra um
orðið fyrir ofurlitla leiðréttingu. Guðmundur
bað fundarmenn, en þó sérstaklega síðasta ræðu-
mann, að afsaka ónákvæmni og misskilning,
sem hefði komið fram í ræðu sinni um þann
veg, sem hér væri um að ræða, þar sem hann
hefði sagt, „að enginn kæmist yfir hann nema
fuglinn fljúgandi". Honum dytti ekki í hug að
rengja framburð prófastsins, að hann hefði
komizt yfir hann, og áliti hann það því skyldu
sína að leiðrétta þessi ummæli sín og orða þau
þannig, að enginn kæmist yfir þennan veg
„nema fuglinn fljúgandi og prófasturinn“.
Fundarmönnum var skemmt og ekki sízt Hall-
grími, sem var fundarstjóri.
Þegar ég var við landhelgisgæzlu með beiti-
skipinu „Heklu“ sumarið 1906 og við vorum
staddir á Fáskrúðsfirði, kom maður á bát úr
landi, sem óskaði að tala við mig, og var það
Guðmundur. Ég fékk leyfi til þess að bjóða hon-
um um borð, og var hann þar í góðu yfirlæti
allt til kvölds. Þetta var á laugardegi, og var
Guðmundur svo heppinn, að um kvöldið átti að
halda nokkur hundruð ára minningarhátíð í til-
efni af sjóorustu, sem Danir höfðu átt í við
SIMRAD
DYPTAR MÆLAR
ASDIC-ÚTBÚNAÐUR
DÝPTARMÆ LAPAPPÍ R
TALSTDÐVAR
5 DE 40, 5 OG 70 WATT
FRIÐRIK A. JDNSSDN
GARÐASTRÆTI 11
SÍMl 413 5
VIKINGUR
15