Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Síða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Síða 16
Kaprasíus Jónsson. Kaprasíus hét maður, Jónsson, eyfirzkur að ætt, og mun hann hafa lifað fram yfir miðja 19. öld. Hann var lengi víðsvegar um Skagafjörð og kallaður kvensamur mjög og illmenni. Kaprasíus var grunaður um að hafa orðið unglingspilti að bana í Sléttuhlíð. Þeir voru þar báðir við slátt tveir einir eina nótt, sinn á hvorum bæ, og skammt á milli, en skömmu áður höfðu þeir verið saman á sjó og hafði þeim þá borið á milli. Morguninn eftir fannst pilturinn hengdur í útihúsi, en hattur hans stóð á hlandkollu á felhellunni. Nokkru eftir þetta var Kaprasíus á verferð suður með fleiri mönnum, og svaf einn þeirra hjá honum á bæ einum. Sá hafði á sér talsvert af peningum. Um nóttina dreymdi hann, að unglingspiltur kom til hans og mælti: „Varaðu þig í guðs nafni á honum Kaprasí- usi. Líttu á hvernig hann fór með mig“. Því næst fletti maður þessi frá sér fötunum og sýndi vermanninum sting mikinn undir annarri hendi, og stóð þar úr blóð- bogi. Maðurinn vaknaði við draum þennan og gat ekki sofnað aftur um nóttina vegna hræðslu. Húnvetningasaga Gísla Konráðssonar. Hestaraun. Hestaraun heitir í Þorvaldsdal, sem liggur milli Hörgárdals og Árskógsstrandar. Þar er stórgrýtt mjög og allmikið um sig. Á 17. öld bjuggu þau Jón Eggerts- son frá Ökrum og Sigríður Magnúsdóttir stórráða um hríð á Auðbrekku í Möðruvallasókn og áttu jörðina. 1874 og næstu ár voru fornar vindskeiðar á Auðbrekku- þili, og var tegld karlmannsmynd á aðra, en kvenmanns- mynd á hina. Sagt var, að myndir þessar væru af Jóni og Sigríði. Þær eru nú liðnar undir lok fyrir nokkrum árum. f tíð þeirra hjóna lá Þorvaldsdalur undir Auð- brekku og lengi síðan, en nú hafa Arnarneshreppsbúar keypt jörðina fyrir nokkrum árum til afréttarlands. Þau Sigríður og Jón áttu 30 tryppi, og gengu þau á dalnum. Karl einn margfróður bjó á koti í grennd við Auðbrekku. Hann átti eitt tryppi og bað Sigi'íði um hagagöngu fyrir það sumarlangt í dalnum, en hún neit- aði honum með frekju mikilli. Varð karl þá reiður, gekk upp á dalbrúnina og spyrnti í fjallið, en svo brá við, að hraunið féll, og urðu öll tryppi Jóns og Sigríðar undir því. Þar heitir síðan Hestaraun. 1898 fann ég (Ól. D.) þar talsvert af ákaflega gömlum hestabeinum. ísl. Þjóðsögur Ól. D. Tófudrápið. Þegar ég var á Felli hjá séra Bjarna mínum (dó 1842), var mjög mikill dýrbítur í Hrolleifshöfða. Tóf- urnar voru þá miklu stærri og ólmari en nú og mjög illt að vinna þær. Einu sinni um vorið, þegar við vor- um á stekknum, kom smalamaður og sagðist hafa fund- ið greni í Votabergi. Ég brá við þegar í stað og hljóp heim að Felli til að sækja byssuna mína, en þegar ég kom heim mundi ég eftir því, að byssan var í aðgerð. Mér varð nú ráðafátt, en samt mundi ég eftir því, að kirkjan átti æfagamlan byssuræfil, sem konungur hafði eitt sinn sent henni fyrir lifandi löngu sinni. Byssan hafði ekki verið notuð langalengi og var orðin kolryðg- uð bæði utan og innan. Ég reif af henni mesta ryðið, A FRÍVA hlóð hana og hljóp af stað. Prestur vildi láta mig hafa með mér nesti, en ég neitaði því. Þegar ég kom ofan á Melkor aftur, var fólkið að ganga heim af stekknum. Ég hljóp ofan eftir og er ekki að orðlengja það, að ég skaut bæði dýrin jafnskjótt og ég kom að greninu. Það var rétt svo að ég hafði tíma til að hlaða, þegar seinna dýrið kom. Ég náði svo öllum hvolpunum, en þeir voru sjö að tölu, og varð ég að láta þá í buxurnar mínar, því það var svo mikill asi á mér, þegar ég fór af stað, að ég hafði gleymt að taka með mér poka. Ég tók skott- in af dýrunum og hljóp svo heimleiðis. Stóð það heima, < að þegar ég kom heim voru allir háttaðir nema Lilja mín. Hún var að klæða sig úr yilsinu. Ég sagði henni tíðindin, og sagði hún þá: „Mikill hamur ertu, Jón“. Byssuna fékk ég síðan presti, og er það sú bezta byssa, sem ég hef átt. Ég skaut með henni margan selinn“. Sögur Jóns á Hrauni. Gálgagil. Það er forn sögn, að þjófar nokkrir legðust í fjall það, er heitir Glóðafeykir, fyrir ofan Flugumýri í Skagafirði, en norðan Djúpadals. Þeir tóku smalann í Djúpadal og ætluðu að drepa hann, en hann vann sér til lífs að vinna eið að því, að hann skyldi ekki geta um þá. Auk þess skyldi hann fá þeim nokkra sauði á hverju ári af fé því, er hann geymdi, og segja að það hafi far- izt með ýmsum hætti. Smalamanninum þótti nauðung þessi ill og tók hann það ráð, að hann stagaðist oft á þessum orðum: „Mikið er um í Feykinum. Mikið er um í Feykinum". Síðan hefur þetta verið haft að orðtæki. Smalamaður var oft spurður, hvað hann ætti við, en hann svaraði alltaf hinu sama. Loksins tóku Blönduhlíð- ingar sig saman og leituðu í Feykinum og fundu þeir þá þjófana og gripu þá. Milli Flugumýrar og Flugumýrarhvamms rennur ár- spræna eftir gili, ofan af Hvammsdal, og er hún nefnd Hvammsá, en áður var hún nefnd Glóðafeykisá. Þjóf- arnir voru færðir út í gil þetta og voru þeir hengdir þar allir. Síðan heitir það Gálgagil. Gráskinna Gísla Konráðssonar. Hin dimma rödd hljóðvitans. Hinn sænski vitavörður, er „fann upp“ hljóðvitann, komst af tilviljun að því, að dimmt hljóð heyrðist bezt, á þann hátt, að eitt sinn, er hann í þoku var á leið heim til sín frá vitanum, sem lá allfjarri íbúðarhúsinu, og heyrði að ung dóttir hans var að spila á orgel, og tók þá eftir því, að bassinn heyrðist greinilega, er hærri raddirnar heyrðust alls ekki. Verndarengill sjómanna. St. Clemens, er var eitt sinn páfi í Róm undir nafn- 16 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.