Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Qupperneq 19
sem eilíft varir í gildi“, svo að það eru nokkrir
málsmetandi menn, sem eru á sama máli og
þér, prestur góður“.
Talið þarst nú að skáldskap, og áleit Guð-
mundur, að það hefði lengst af verið fremur
rýr atvinna á íslandi að iðka þá list. Til forna
sagði hann, að konungar og höfðingjar hefðu
launað skáldum vel, en seinna hefðu launin ver-
ið minni en ekki neitt. Skáldin hefðu öldum
saman skemmt þjóðinni með kveðskap sínum,
óg þó kvæði þeirra hafi verið harla misjöfn að
gæðum, eins og gefur að skilja, þá hafi þau ver-
ið „hennar ljós í lágu hreysi, langra kvölda
jólaeldur". í annað hús hefði ekki verið að
venda.
1 þessu sambandi minntist Guðmundur á
ýms skáld, sem hann sagði að hefðu átt við
þröngan hag að búa og þar af leiðandi lent í
margs konar óreglu og sum þeirra jafnvel dáið
fyrir örlög fram. Sem dæmi nefndi hann tvö
helztu alþýðuskáld landsins á nítjándu öldinni,
þá Bólu-Hjálmar og Sigurð Breiðfjörð. ,,Sá
fyrrnefndi", sagði Guðmundur, „fór ekki í laun-
kofa með það, að eftir fimmtíu ára strit væri
hann að veslast upp „úr sulti, nakleik, kröm og
kvöl“ og „syngjandi væri hann settur hjá sveit-
arstyrk þeim, sem aumir þiggja“ o. s. frv. og
Sigurður Breiðfjörð — það skáldið, sem með
kvæði sínu „Veiztu vinur hvar, verðug lofdýrð-
ar, gestrisnin á guðastóli situr“ mest allra
skálda hefði lofað íslenzka gestrisni — hafi um
miðja öldina dáið í eymd og fátækt. Enginn
prestur hafi lesið yfir moldum hans, og að jarð-
aður hefði hann verið á reikning sveitarinnar.
Þetta kalla ég rýr skáldalaun, sízt sómasam-
leg. Þjóðin á að láta sér farast betur við lista-
menn sína í framtíðinni“, bætti Guðmundur
við.
Ýmislegt fleira var rætt um skáldskap, bæði
rímnakveðskap og andlega sálmagerð, og sýnd-
ist sitt hverjum. Veitingar voru góðar og
skemmtu menn sér hið bezta.
Húsbóndinn hlustaði með athygli á orð Guð-
mundar og viðræður prestsins og hans. Þegar
hlé varð á samtalinu, skaut hann því að þeim,
að oft væri öfgakennt í skáldskap sumra skáld-
anna, þótt vel væri kveðið, eins og þegar Breið-
fjörð yrkir:
Deyjandi munnur orti óð,
Menn festu konu, og fyrir hana
fengu tíðum á hólmi bana.
þá oddur spjóts í hjai'ta stóð.
„Hér hefur skáldhestur Sigurðar hlaupið
með hann í gönur“, segir prestur, ,,en þó er
þetta vel kveðið. En ekki er lakara tekið til orða
hjá öðru skáldi (E. H.), er hann segir um Bólu-
Hjálmar:
Orð hans var þungt, sem græðisgnýr,
er gengur að ofsa veður,
er himininn yfir hamförum býr, ,
og hafaldan innganginn kveður.
Aldrei það hrín eins og heimskingjans mál,
þess hljómur er bitur og styrkur,
það læsir sig gegnum líf og sál,
sem ljósið í gegnum myrkur.“
„Vel kveðið“, sögðu allir, og var klappað
fyrir presti.
Guðmundur hóf nú máls á því, að prestar
væru góðir félagar, en það væri nauðsynlegt
að segja þeim öðru hverju til syndanna, því að
þeir þyrftu þess með, þar sem þeir ásökuðu
sóknarmenn sína hvern helgan dag af stólnum
fyrir misgerðir við guð og menn og væru þó
flestir ekkert betri sjálfir. Þess vegna þyrfti
að láta þá hafa „hitann í haldinu“. Presti þótti
þetta vel mælt hjá Guðmundi og hló dátt. —
Svo fór Guðmundur að tala um fólk almennt
og sagðist játa það, að hlutverk prestanna væri
örðugt og vandasamt, og það væri sjaldan of
djúpt tekið í árinni hjá þeim, þó þeir skvettu
úr reiðiskálum sínum yfir söfnuðinn við og við.
Margt fleira mætti frá Guðmundi segja, og
er þetta látið nægja.
Guðmundur er fæddur 25. júlí 1853. Hann
andaðist 8. maí 1932.
VÍKINGURINN
Með þessu blaði hefst 18. árg. Sjómanna-
blaðsins Víkings. Verð blaðsins, sem var 60 kr.
s.l. ár helzt óbreytt, þrátt fyrir hækkandi verð-
lag. Er þetta gert í trausti þess að blaðið njóti
sömu vinsælda og skilvísi kaupenda og það
hefur notið undanfarin ár. Blaðið hefur átt
því láni að fagna að hafa góða og dugandi út-
sölumenn víðsvegar um landið. Margir útsölu-
menn hafa lokið við að innheimta árgjaldið,
og gert skil á miðju ári, en gjalddagi er 1. apríl.
Nokkrir útsölumenn hafa ekki gjört skil fyrir
s.l. ár og eru þeir góðfúslega áminntir um að
láta það ekki dragast öllu lengur. Afkoma Vík-
ingsins byggist á skilvísi kaupendanna.
VÍKIN G U R
19