Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Qupperneq 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Qupperneq 21
dagsins. Stundum var þó farið í gÖnguferðir, sem stóðu allan liðlangan daginn. Þá var far- ið með allt hafurtaskið á bakinu, fatnað, rúm- fatnað, mataráhöld o. fl. Yar það allþung byrði. Þetta var gert til að venja menn við að ,,pakka sekkinn“ og æfa í mönnum þolrifin. Stundum var æfð skotfimi með marghleyp- um. Allir liðsmenn herdeildarinnar voru vopn- aðir langskeftum, hlaupvíðum marghleypum, sem bornar voru'í belti við hægri mjöðmina. Þegar skotfimi var æfð var stórt spjald reist upp og voru á það dregnir hringir, sem fóru minnkandi, en á miðju spjaldinu var depill. Síðan var mæld ákveðin fjarlægð frá spjald- inu og þar dregið strik. Hermennirnir voru látnir koma hlaupandi í áttina til spjaldsins, rétt áður en kom að strikinu var marghleyp- an þrifin úr hylkinu með hægri hendi, við strikið var byssunni stefnt á markið fríhendis og reynt að hitta miðdepilinn. Menn voru ákaf- lega misjafnir á þessari íþrótt, sumir hittu jafnvel ekki sjálft spjaldið. Fyrir að hitta depilinn voru veitt verðlaun. Aldrei kom ég skoti í depilinn, enda hlaut ég engin verðlaun fyrir skotfimi. Loks voru svo æfingar á hest- baki. Aðalvopn herdeildarinnar voru litlar fallbyssur. Þeim var komið fyrir á vögnum, sem dregnir voru af hestum. Hverjum tveim- ur hestum stjórnaði ökumaður, en sex hestar gengu fyrir hverri byssu, tveir samsíða og síð- an hver fram af öðrum. Við vorum í hesthús- unum eftir röð og hirtum þau og hestana að öllu leyth Ég kunni mæta vel við mig á hest- baki og í hesthúsunum kunni ég allvel til verka. Liðþjálfarnir voru yfirleitt ekki meiri hestamenn en ég. Hestar hersins voru af miðlungsstærð, tals- vert stærri en íslenzku hestarnir, en mikið minni en hinir stórvöxnu dráttarjálkar, sem ég hafði séð í hafnarborgum Vestur-Evrópu og Ameríku. Þeir voru allir tamdir að kalla, en sumir voru baldnir og hrekkjóttir. Einn var sá hestur, sem nýliðunum var lítið um gefið og enda liðþjálfum líka. Þetta var stólpagripur, sótrauður að lit. Hann gerði oæði að bíta og slá, og hafði það til að krafsa í mann með framfótunum. Undirforinginn við herdeildina spurði, hvor„ ég treysti mér til að fást við hann. Ekki var mér um það gefið, en kvaðst þó skyldi reyna. Ég þóttist sjá, að ég myndi vaxa í augum undirforingjans, ef vel tækist til. Ég sá, að yfirleitt var ekkert hægt að gera nema mér tækist að blíðka Sóta. Að aftan var hann hreint og beint hættulegur, þeim megin varð að vara sig á honum. Að framan var öðru máli að gegna, en ekki var þó þægilegt að fá annan hvorn framfótinn í fangið eða kjaftinn í lærið, þegar farið vat á bak honum. Ég byrjaði með því að vefjast í kringum hann öllum stundum, þegar ég hafði tíma til. Þetta var nauðsynlegur undirbúning- ur til þess að hann vendist mér og lærði að þekkja mig betur en aðra. Fyrst í stað stóð ég í skjóli við slár og stoðir, þegar ég kembdi honum um skrokkinn. Síðan færði ég mig upp á skaftið. Ég leitaði að stöðum á honum, þar sem honum þætti gott að láta klóra sér. Ég gaf honum brauð og skorpur. Hann var lengi erfiður og varasamur, en svo fóru leikar, að hann blíðkaðist í minn garð og gerðist full- kominn vinur minn. „Hvernig fórstu að þessu?“ spurði undir- foringinn. Ég sagði honum sem var. „Það borgar sig að fara vel að dýrunum", sagði undirforinginn þá. Hann var mikill dýravinur og hestamaður. Oft var hann á hestbaki, þeg- ar ég sá hann. Hann fylgdist með því, sem gerðist í hesthúsunum. „Þú ert frá Islandi, Grímur“, sagði hann við mig, ,,en ég er af hollenzkum ættum“, bætti hann við. „Einmitt það“, svaraði ég. „Hollendingar og íslendingar eru skyldir“. Ég jánkaði því. „Hollendingar og íslending- ar eru hvítir menn, en ekkert rusl“, sagði undirforinginn. Hann var auðsjáanlega stolt- ur af þjóðernislegum uppruna sínum. „íslend- ingar kunna allir að lesa og skrifa“, sagði undirforinginn, „og moka hesthús sé ég er“, bætti hann við. Ég var þessu samþykkur. Hann spurði, hvort ég hefði komið til Hollands. Ég hafði komið þangað. Hann spurði, hvort ég kynni eitthvað í hollenzku. Ég lét lítið yfir því. Hann vildi fá að heyra eitthvað. „Rotterdam", sagði ég. „Kanntu meiri hollenzku?" spurði undir- foringinn. „Amsterdam", sagði ég. Þá hló undirforinginn og reið í burtu á harða skokki. Hin vinsamlega framkoma undirforingjans verkaði eins og töfradrykk- ur á mig. Ég gleymdi öllum leiðindum og ófrelsi í hernum. Hin suðræna sól hellti geisl- um sínum yfir hesthúsin. Hitinn var eins og í bakaraofni. Ég skeytti því engu, en hamaðist í hesthúsinu hálfu meira en fyrr. Ég skyldi reyna að standa mig í herþjónustunni. Allt annað væri til skammar. Eftir sex mánaða þjónustu var ég hækkaður í tign um hálfa gráðu. Ég var gerður að fyrsta flokks her- manni — kauphækkun fylgdi. Skömmu eftir þetta fór sá orðrómur um herbúðirnar, að fækka ætti liðsmönnum í Bandaríkjaher. Friðvænlegt var talið í heim- V í K 1 N □ U R 21 L

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.