Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Page 22
Nokkrar hugleiðingar um öryggi vélbáta. Á hverri vertíð eru dregnir að landi fjölda margir bátar með bilaðar vélar, og oftast er það ekki það versta. Það, sem verra er oft á tíðum, er það hvar eigi að festa dráttartauginni í bátinn svo vel fari. Að mínu áliti þarf að vera í hverjum bát sér- staklega útbúnir pollortar til að festa í, svo að öruggt sé að draga bátinn í vondum veðrum, eða þá 3” vír, þræddur í gegnum bæði klussin, lásaður saman. Væri þetta til mikils hægðar- auka fyrir þá, sem á bátnum eru, ef um það er að ræða að draga þarf bátinn að landi. Nú fyrir nokkrum dögum var ég með því að draga einn mótorbát að landi í ofsaveðri og stórsjó. Var veðrið svo slæmt, að dæla þurfti olíu í sjóinn frá varðskipinu í fleiri klukkutíma vegna brotsjóa. Á þessum bát var hvergi hægt að festa dráttartauginni svo að öruggt þætti. nema utan um lestaropið, og eins og öllum er ljóst er erfitt að eiga við það í ofsaveðri, stór- sjó og frosti, og munaði líka minnstu, að bátur- inn rækist í varðskipið meðan á festingunni stóð, og hefði þá ekki þurft að hugsa um björg- un á mönnum og bát eftir það. I svona veðri þarf snör handtök, en þó er það stundum ekki nóg, ef útbúnaður er ekki fyrir hendi til að festa í dráttartauginni. Ólíkt þægilegra hefði verið að geta fest á pollorta, sem óhætt hefði verið að treysta, eða í vír (lykkju), eins og áður er getið um. Svo er annað atriði, sem ég tel að ekki síður þurfi að vera í lagi, og það eru rafmagnsgeym- arnir í bátunum, sem ætlaðir eru fyrir talstöðv- ar. Þeir ættu ekki að notast fyrir annað, en ein- göngu fyrir talstöðina, því að það hefur sýnt sig, að góð talstöð hefur bjargað mörgum mannslífum, og ætti að ganga ríkt eftir þessu í bátunum, að rafmagnsgeymarnir séu ekki not- aðir fyrir annað. Þriðja atriðið, sem mér hefur komið til hug- ar að benda á varðandi öryggi vélanna í bátun- um, eru eftirlits- og öryggismælitæki við gæzlu á þrýstingi í kælivatns- og smurningsolíuleiðsl- um. Þessi tæki vernda vélarnar gegn hverskon- ar áhrifum, sem orsakast af hitagangi og þar af leiðandi úrbræðslu vélanna, en flestallir, sem eitthvað hafa fengizt við vélar, vita hvaða óþægindi það hefur í för með sér, þegar um úrbræðslu er að ræða, fyrir utan allan þann kostnað og hættur, sem stafa af því. Það, sem að ofan er sagt, er aðeins ábend- ing, ef það gæti orðið til þess að létta störfin og auka öryggi okkar, sem á sjónum eru. Kristján Sigurjónsson, yfirvélstjóri v/s „Þór". inum. Þingið og stjórnin í Washington sam- þykkti stórfellda fækkun í hernum. Þeir, sem vildu losna úr herþjónustu, áttu að senda inn umsókn. Herforingjarnir áttu að ráða, hverjir fengju að fara og hverjir ekki. Þegar ég frétti hvað á seiði var fylltist ég af óróa og vildi fyrir hvern mun losna. Ég fór beint til undirforingjans og bað hann um að hjálpa mér. Hann tók því vel, sagðist vel geta skilið mig og lofaði liðveizlu sinni. Þegar ég var búinn að vera átta mánuði í hernum og átti eftir tvö ár og fjóra mánuði, fékk ég skipun um að mæta á aðalstöðvum herdeildarinnar. Þegar þangað kom sátu þar nokkrir foringjar við borð, en enginn liðþjálfi. Nafn mitt var lesið upp. Umsókn mín var tek- in til greina. Ég var leystur út með banda- rísku borgarabréfi og einnig með skjali, þar sem á var skráður þjónustutimi minn í hern- um. Tekið var fram, að ég hafði ekki náð full- komnun í skotfimi. Að öðru leyti var vitnis- burðurinn hinn bezti og allt tínt til, sem verða mátti mér til framdráttar. Ég var leystur út með stórri peningaupphæð (bónus) og einnig með farseðli, sem gilti til New-Yorkborgar. Mér hafði leiðzt í hernum, einkum fyrst, en ég hafði hlotið góða meðferð. Yfir engu var að kvarta. Þessu hafði ég ekki búizt við — Bandaríkjastjórn var góð stjórn. Ég varð orð- laus. Einn foringjanna við borðið veifaði með hendinni og sagði: „Taktu plögg þín, dreng- ur minn, þú ert laus, þú átt þetta skilið. Við náum í þig aftur, ef það verður stríð. Þú mátt fara“. Ég fór út og síðan með fyrstu lest til borg- arinnar miklu við ósa Hudsonsfljótsins. Ég vissi, að þar kæmist ég fljótlega á skip, hvert sem ég vildi fara á hnettinum, því að verk- fallinu var lokið fyrir langa löngu. Ég var frjáls sem fuglinn. Bandaríkjamenn kalla land sitt stundum „Guðs eigið land“. Þetta má til sanns vegar færa, því að Guð á allar eigur eins og kunn- ugt er, en það, sem þeir meina, er að land þeirra sé bezta land í heiminum. Bandaríki Norður-Ameríku eru mikill undraheimur og fólkið, sem ég kynntist þar, var gott. Grímur Þorkelsson. 22 VIKlN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.