Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Page 24
að ná í þau, urðu fyrir vonbrigðum, því að bjargbeltin voru svo fúin, að þau duttu sund- ur í höndum þeirra. Á þeim stóð ártalið 1891, þau voru sem sagt 13 ára gömul. „General Slocum“ sigldi eins og fyrirfram var ákveðið með fullri ferð áleiðis að „Hliði Helvítis“. Kvenmaður kraup fyrir framan skipstjórann og bað hann grátandi um að sigla skipinu í land. Faðir, sem hafði misst vitið eftir að hafa horft á eftir barni sínu í hið logandi eldhaf, skaut af skammbyssu á skip- stjórann, en hitti ekki. Skyndilega brotnaði skjólborðið bakborðsmegin á afturþilfarinu, og hundruðir farþega féllu í fljótið. Kvenmaður féll á þilfarið og fæddi fyrir tímann; hún hafði ekki þolað hina hræðilegu viðburði, sem skeðu með þvílíkum hraða æ ofan í æ, og þegar loga- tungurnar fóru að teygja sig eftir henni, reisti hún sig upp og tók barnið í fang sér og hljóp fyrir borð. Loksins sigldi skipið þvert yfir fljótið að landi, lenti á skeri og byrjaði þegar að sökkva. Þetta var endirinn á hinni brjáluðu siglingu. Skipin, sem elt höfðu „General Slocum“, lögð- ust nú í kringum það. Eitt af þeim byrjaði þeg- ar að dæla vatni á hið brennandi skip. Á með- an konurnar breiddu biðjandi út faðminn móti björgunarskipunum, byrjaði síðasti þáttur harmleiksins. Stoðirnar, sem báru uppi efsta þilfarið, voru nú þegar brunnar, og minnst hundrað manns féll niður í hið brakandi eldhaf. Á hverjum einasta bletti á skipinu, sem eldur- inn hafði ekki náð tökum á, stóðu farþegarnir eins þétt og maurar. Frá stjórnpalli stukku skipstjórinn og leiðsögumaður fyrir borð — þeim var þegar bjargað. Skipstjórinn hafði fótbrotnað. Einmitt þegar maður bjóst við að nú myndu ekki fleiri lifandi vera um borð, sást lítill drengur klifra upp afturmastur skipsins, — hærra og hærra klifraði drengurinn, en eld- tungurnar teygðu sig líka hærra og hærra. Að síðustu brann mastrið og féll með drenginn niður í hið logandi eldhaf. I tugavís af smábátum drógu menn upp úr fljótinu bæði lifandi og dauða. Um miðnætti lágu um 600 lík á hinum grasigróna árbakka, en 400 voru enn ófluttir í land. Mörgum dög- um eftir var flóðið að skila hinum dauðu. Nærri því hver fjölskylda í Markúsarkirkju- sókn hafði orðið fyrir ástvinamissi. 120 heim- ilisfeður höfðu misst alla sína fjölskyldu. Drengurinn, sem fyrst sá reykinn frá eldin- um, missti móður sína, bróður og systur. í fjölskyldubyggingu, þar sem búið höfðu 15 fjöl&kyldur, voru aðeins eftir 15 ekkjumenn. Með hryllingi fylgdist almenningur með rétt- arhöldunum, sem leiddi í ljós hið skammar- lega ástand um borð í „General Slocum“. Hið glæpsamlega kæruleysi, sem lýsti sér í því, í hvernig ástandi brunaslöngur og bjargbelti voru. Hina lélegu skipshöfn og þá staðreynd, að aldrei höfðu verið gerðar báta- eða bruna- æfingar um borð. Það kom einnig í ljós, að firma það, er útvegað hafði bjargbeltin til skipsins, á sínum tíma, hafði látið leggja 18 cm langt steypujárnstykki inn í hvert kork- stykki til þess að bjargbeltin næðu lögskipaðri þyngd. Eftir langdregin réttarhöld var skipstjór- inn dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir glæpsam- legt gáleysi og sviksemi í starfi. Tíu af hinum æðstu mönnum skipafélagsins voru líka dæmd- ir meðsekir. En mennirnir eru oft fljótir að gleyma hörmum sínum. Rétt eftir að dómarnir féllu voru allir hinir dæmdu náðaðir. Minnismerki yfir 61 óþekkta menn og kon- ur frá hinu mikla slysi á „General Slocum“ stendur nú í hinum lúterska kirkjugarði í Queens-bæjarhlutanum í New-York. Hér koma saman á hverju ári yfir 400 manns, sem komust lífs af og enn eru á lífi, og eins ætt- ingjar þeirra, sem fórust þarna á fljótinu I júnímánuði 1904. Lauslega þýtt. Guðm. Gíslason. £ ák ák. — Smœlki — — Verið bara rólegir, sagði skipsþernan við sjóveik- an farþega. — Þér deyið ábyggilega ekki úr sjóveiki. — En það er nú vonin um að fá að deyja, sem heldur í mér lífinu, sagði sá sjóveiki. * Þá er það matreiðslumaðurinn, sem varð sjóðandi vondur. * Það var í gamla daga og steinolíulampi var kominn í baðstofuna í stað grútar-týrunnar. Allir söfnuðust saman, þegar húslesturinn var lesinn. Þegar Jón bóndi hafði lesið lesturinn, sagði hann: — Slökkvið nú á lampanum, faðirvorið kann ég ut- anað. * Hún hafði reynsluna. — Þegar ég spurði Siggu, hvort hún vildi trúlofast mér, sagði hún mér, að þá kæmist hún í sjöunda himinn. — Það er skiljanlegt, hún hefur verið trúlofuð sex sinnum áður! * Þau tvö fundu hvort annað fyrir milligöngu blaðs. — Það hlýtur að hafa verið hazarblað. 24 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.