Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 6
DR. GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON NÝJA HVlTA BÓKIN Nú fyrir nokkru hefur ríkisstjórn Islands gefið út og sent Evrópuráðinu að nýju viðbót- ar-minnisgrein um fiskveiðadeiluna við Breta o. fl. Þessi „hvítu-bókar viðbætir" mun fyrst og fremst vera gefinn út vegna orðsendingar brezku stjórnarinnar til Evrópuráðsins um þetta mál, frá í maí s.l. Er því ekki úr vegi að fjalla hér nokkuð um þennan nýja bækling. Bókin ber sama titil og hin fyrri „The Ice- landic efforts for fisheries conservation. Addit- ional memorandum", og eins og fyrri bókin, hef- ur hún einungis birzt á ensku. Hún hefur verið mánuðum saman í smíðum og mætti því ætla, að hún væri gaumgæfilega samin og skelegg í mál- fiutningi. Mætti vænta, að þar væru öll helztu atriði brezku orðsendingarinnar tekin til með- ferðar og hrakin með einhverjum hætti, ef ástæða þætti til. Víst er um það, að þar sem bókin er 3 blaðsíðum lengri en hin brezka, þá hefði hún átt að nægja til þess, en því miður er þessu langa máli ekki varið sem skyldi. Það segir sig sjálft, að slíkt plagg, sem „hvíta bókin“ var, um eitt veigamesta mál íslenzku þjóðarinnar, hefði þurft að vera þannig úr garði gert í upphafi, að ekki hefði þurft neinu við að auka, því vissulega hefði verið vænlegra ti) áhrifa og meira styrkleikamerki að geta látið brezku greinargerðina sem vind um eyrun þjóta. En fyrst horfið er að því ráði að birta andsvar, þá má ekki sleppa neinu atriði, sem er svaravert í brezku orðsendingunni, því ef þannig er að farið, má skilja það svo, að hver sú staðhæfing Breta, sem ekki er hrakin, sé rétt, því þögn er sama og samþykki, nema því aðeins, að öllu plagginu sé þá andmælt í heild. I þessu efni virðist að mörgu leyti hafa tek- izt verr til, en unað verði við og skal gerð nán- ari grein fyrir því hér á eftir. Meðferð og niðurskipun efnis er svipuð og áður. Inngangur, I. hluti, er að heita má orð- rétt endurprentun á samsvarandi kafla í fyrri bókinni, og er þar prentsvertu eytt að ófyrir- synju, því þar hefði nægt að vísa til fyrri bók- ar. Annar hlutinn er, eins og í fyrri bókinni, um mikilvægi fiskveiðanna fyrir íslenzku þjóð- ina, og er hann einnig orðrétt endurprentun á samsvarandi kafla í fyrri bókinni, að viðbættri endurprentun á kafla úr brezku greinargerð- inni. Hér hefði dugað að vísa til hvítu bókar- innar og brezku greinargerðarinnar, í stað þess að eyða rúmi í slíka endurtekningu. Svo getur virzt, sem höfundur „hvítu-bókar-viðbætisins“ álíti Evrópuráðsmennina alveg sérlega tor- næma, þannig að margtyggja þurfi í þá hverja staðreynd og á hinn bóginn gæti sýnzt svo sem höfundi hvítu bókanna liggi ekki mikið á hjarta, sem hann þurfi að koma á framfæri eða hafi a. m. k. ekki ýkja mikið nýtt að segja. Ástæða hefði verið til að drepa á eftirfarandi ummæli í greinargerðinni brezku í 2. lið: „Ríkisstjórn Islands hafði áður tilkynnt rík- isstjórn hennar hátignar fyrirætlanir sínar al- mennt, en ráðgaðist ekki við hana um eðli né umfang hinna nýja takmarkana". Ummæli þessi sýna svo ljóslega sem fram- ast má verða, hversu ríkur yfirdrottnunarand- inn er enn hjá brezku stjórninni, að ekki sé sagt nýlendukúgunar-hugsunarhátturinn, að þeim skuli detta í hug sú fjarstæða, að ríkis- stjórn hins fullvalda íslenzka ríkis spyrji brezku stjórnina leyfis um aðgerðir, sem ein- ungis taka til íslenzks yfirráðasvæðis. I 3. lið brezku greinargerðarinnar segir svo m. a.: „Reglugerðin útilokar erlend fiskiskip algjör- lega frá stórum úthafssvæðum, þar sem togar- ar Breta og nokkurra annarra þjóða höfðu fisk- að í meira en hálfa öld“. Þennan lið leiðir viðbætirinn að mestu hjá sér, nema hvað hún leiðréttir, að innan fisk- veiðitakmarkanna séu íslenzkum togurum einn- ig bannaðar veiðar. Hins vegar er það látið óátalið, að brezka stjórnin kalli forn íslenzk fiskimið og sögulega landhelgi Islands „úthaf“. Þá er þess að engu getið af íslands hálfu, að á þessum miðum hafa íslenzkir fiskimenn stundað veiðar, ekki í fimmtíu ár, heldur meira en 10 aldir. VÍKINGUR 34

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.