Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 17
KTINNI Hinir fyrstu hvítu íbúar Ástralíu. Um það, hverjir hvítra manna tóku sér fyrst bústað í Ástralíu, má deila, en alment er álitið, að það varð þegar brezka heimsveldið tók að senda þangað afbrota- menn sína, og landið varð brezk glæpamannanýlenda. Hitt er staðreynd, að árið 1629 varð uppreisn á hol- lenzka skipinu „Batavía” útaf norðausturströnd lands- ins, sem endaði með ósigri uppreisnarmanna. Flestir þeirra voru hengdir fyrir tiltækið, en nokkrir voru settir á land, án vista eða verkfæra. Hvernig þeim reiddi af meðal villimannanna vita menn ekki, en það má gjöra ráð fyrir, að þeir hafi lifað og jafnvel aukið kyn sitt. Til þess bendir að á þessum einangruðu slóð- um hafa fundizt villimenn ljósir á hár og hörund. Kynþáttastríð í Suður-Afríku. Margt hefur verið skrifað um kynþáttastríð Malans- flokksins o.fl. í S.-Afríku, og margir málum ókunnir hafa undrast, að ekki skuli hafa verið hægt að ná sam- komulagi milli hvítra manna og negra, en málið er ekki svo einfalt. í S.-Afríku eru margir kynþættir með ólík- an hörundslit. Þar er gerður munur á V, Vz, Vi og jafn- vel Vs og Vfi blökkumönnum, ekki nóg með það, heldur öllum litbrigðum gulra manna. Engir þessara flokka geta lifað saman í sátt og samlyndi og fyrirlítur hver kynþáttur annan. Hver kynflokkur býr í hverfum útaf fyrir sig og hver litur hefur sín ákveðnu störf og iðn í þessu sundurlausa mannfélagi. Mestra virðingar njóta þó hinir svokölluðu „Evrópumenn”, og hafa þeir mest forréttindi, meðal þeirra teljast þó ekki allir, sem eiga uppruna sinn að rekja til hvaða „Evrópubúa”, sem er, t. d. ekki menn af þýzku bergi brotnir. Verkalýðsleiðtoginn séra Comey. Hafnarverkamenn í Fíladelfíu í Bandaríkjunum bera ótakmarkað traust til séra Comey. í hvert sinn, er í odda skerst milli vinnuveitenda við höfnina og hafnar- verkamanna, er Comey sóttur til þess að kveða upp dóm í málinu, ef ekki er um löglegt verkfall að ræða, sem trúnaðarmenn verkamanna hafa fyrirskipað vegna krafna um kauphækkanir o.fl. Nei, það eru hinir daglegu árekstrar milli aðilanna, sem Comey kemur í veg fyrir að leiði til vandræða ög eyðileggingar á verðmætum. T. d.: Verið var að losa skip í einni hafnarkvínni, verka- menn neituðu að vinna í lestum þess vegna óhollustu, nema fyrir tvöfaldan kauptaxta. Comey var sóttur. Hann fór niður í lestarrúmið og sá, að verkamennirnir voru með rauð og þrútin augu og alltaf hóstandi og að ræskja sig. Comey dvaldi 10 mínútur meðal þeirra, en fór þá einnig að finna til óþæginda. Er hann kom hóst- andi uppúr lestinni, sagði hann við verkstjórann: „Greiðið þeim tvöfalt kaup, annars kalla ég þá alla upp”. Þessu var strax lofað, því annað þýddi ekki, Comey er nefnilega harður í horn at taka, ef ekki er farið að hans fyrirmælum. Hitt kemur og fyrir, að verkamenn, sem ætla að yfirgefa vinnu sína að ástæðu- lausu, eða vegna ósanngjarnra krafna um fríðindi. Þá skipar Comey þeim að vinna áfram, og er þvi einnig hlýtt. Stundum hafa hinir óánægðu meðal verkamann- anna og vinnuveitendanna, reynt að grafa undan áhrif- um Comeys, en ætíð mistekist, því meirihlutinn metur aðgerðir hans svo mikils, að þar verður engu breytt. Hvað þarftu mikinn svefn. Flestir hugsa lítið um hve mikill svefn er þeim nauð- synlegur eða ónauðsynlegur, á meðan heilsan er góð. En hinir skipta milljónum eða tugmilljónum, sem verða að leita sér upplýsinga um þetta efni, oftast vegna svefnleysis. Eftirfarandi tafla sýnir hvað sérfræðingar (læknar) telja eðlilegast, heilbrigðu fólki á ýmsum aldri, þó er tekið fram, að svefnþörf einstaklinga sé ætíð misjöfn og kemur þar margt til greina. Aldur 6 ára 11 % klukkustund á sólarhring — 10—10 — - — — 15 — 9 — - — — 20 — 8Í4 — - — — 25 — 8 — - — _ 60 — 7 — - — — (100 — 24! — - _) Skip í vexti. Frá því að stórskipið „Queen Mary” var fullsmíðað og afhent eigendum árið 1936 og mældist 80.773 rúm- lestir og þar til nú, hefur það stækkað upp í 81.237 rúm- lestir. Stækkunin varð við breytingar á yfirbyggingum skipsins á tímabilinu. Jack Tar. — Það er hræðilegt hvað allt stígur, maður veit sann- arlega ekki hvað skal kaupa. — Kauptu loftvog, hún fellur. * — Þyngdarlögmálið orsakar það, að hlutir falla til jarðar, en snúast ekki í lausu lofti, sagði barnakenn- arinn. — En hvernig fer, þegar Alþingi breytir lögunum?! * Á skotæfingu í hernum vildi svo til, að enginn hitti nálægt marki. Þegar komið var niður í 20 metra færi og enginn hitti nálægt marki, hrópaði liðþjálfinn: — Nú notið þið byssustingina. * Svo var gestur á einu stærsta svínaslátrunarhúsi í Chicago. — Hér er allt notað og engu kastað, sagði leiðsögu- maðurinn. — Hvað gerið þið þá við óhljóðin í svínunum? — Þau eru tekin upp á plötur og þær eru seldar til Islands sem jazzmúsik. * — Þegar við erum gift, er ég viss um að hún elskar mig. Hún er alveg vitlaus eftir giftum mönnum. V I K I N G U R 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.