Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 24
börnum mínum og litla Jakobi Jóhanni, sem er á leið í Laugarvatnsskóla með viðdvöl hjá móður sinni í Reykjavík. Mér er ráðstafað í herbergi því sem ,,Neskot“ nefnist í húseign- inni Barmahlíð 32, en þar bjó Hannes áður en hann eignaðist Sigrúnu. Dásamlegt að vera kominn aftur heim eftir veðursælt, lærdómsríkt og ánægjulegt ferðalag í alla staði og er þá ekki hvað minnstur vandinn að þakka vel fyrir sig. Hverjum ber þá fyrst að færa feginsóð og þakkargjörð? Auðvitað honum, sem svo oft gleymist í dagsins önn, gjafara góðra hluta, góðum Guði, sem gaf okkur á Tungufossi hvort tveggja í senn, góða ferð og góða heimkomu. Næst er þeim að þakka, elskulegu ungu hjón- unum, sem farið gáfu mér, ásamt öllum þeim vinum og vandamönnum, sem hvöttu mig til fararinnar, leyfðu hana og lögðu á sig erfiði mín vegna, svo ég gæti hennar vel notið og óskuðu mér af heilum hug góðrar heimkomu. Og síðast, en vissulega ekki sízt, flyt ég sam- ferðamönnum mínum á Tungufossi óskiptar þakkir, þeim skipstjóra Jóni Steinsgrímssyni og skipshöfn allri. Þetta var fyrsta skipstjórn- arför Jóns og þótti mér sérstaklega vænt um að fara þessa „jungfrúför" með honum, sem ég hef þekkt frá því hann fæddist á Akureyri, sonur hins ágæta vinar okkar hjóna og far- sæla húslæknis Steingríms Matthíassonar öll árin björtu, sem við bjuggum á Oddeyri, son- arsonur þjóðskáldsins, öldungsins göfuga Matt- híasar Jochumssonar, en í móðurætt þriðji mað- ur frá höfundi „Pilts og stúlku“, sýslumanni Jóni Thoroddsen. Og skipherrann villti ekki á sér heimildir, hvort heldur hann á stjórn- palli skipaði fyrir með lipurð og festu, ellegar ræddi við útlenda ræðsmenn og skipamiðlara á ensku eða frönsku, allt fórst honvim vel. 1 stuttu máli finnst mér ég geta um skips- höfn alla á Tungufossi sagt, að þar var valinn maður í hverju rúmi að samvizkusemi, prúð- mennsku og drengskap öllum. Var mér það sérstakt fagnaðarefni, að aldrei heyrði ég óvin- samlegt orð hrjóta manna á milli á skipinu, meðan ég var þar um borð. Vona ég, að svo vel sem á Tungufossi sé mannaður allur hinn glæsilegi floti Eimskipa- félags íslands, því þá er hann vissulega þjóðar sómi. Langi einhvern til að heyra hendingar þær, sem oftast komu í huga minn þessar björtu og hlýju kvöldstundir, sem ég dvaldi á og við Miðjarðarhaf, þá hljóða þær í ein- faldleik sínum þannig: „Kvölds í blíða blænum berst ég heim til þín, yzt í úthafssænum yndis sveitin mín“. Þannig var mér tíðast hugsað heim. Niðurl. — Smœlki — Tobías gamli var 90 ára og lagði af stað til kirkju sunnudag’smorgun með Jósafat son sinn, sem var sjö- tugur. Heitt var í veðri og vegurinn ógreiður. Jósafat þreyttist og bar sig aumlega. Varð þá Tobías að reiður og sagði: — Ég hef alltaf sagt, að maður ætti aldrei að taka börnin sín með í kirkjuferð. H: Ungur stúdent var fenginn til þess að kenna við hús- mæðraskóla í forföllum aðalkennarans. Stúlkurnar hugs- uðu sér að taka „vel“ á móti piltinum, og m. a. helltu þær vatni í setuna á kennarastólnum. Stúdentinn, sem hafði augun hjá sér, heilsaði bekknum, en síðan lyfti hann kennarastólnum og sagði brosandi: — Einhver ykkar hlýtur að hafa setið í þessum stól! * í ár eru það 925 ár síðan Ólafur helgi dó, ojá, tím- inn líður. H: Bóndi nokkur fékk svohljóðandi skeyti frá kaupmann- inum: Sendu 100 egg, ef góð, sendi ávísun. Bóndinn svaraði um hæl: Sendu ávísunina, ef góð, sendi eggin. * — Ja, hvort refurinn er slægur, sagði refaskyttan. — Einu sinni eltist ég við ref í marga klukkutíma, og þegar mér loksins tókst að skjóta hann, þá var það hundur. * Jón gamli var að blaða í myndabók. — Var Lúther myrtur? spurði hann. — Hvaða vitleysa. — Jú, því hér stendur: Lúther á banasænginni, kop- arstunga eftir Holbein. 52 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.