Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 25
Skýjakljúfur verður til
Enn fjölgar skýjakljúfunum á Manhattan i
New York. Hinn nýjasti verður tilbúinn til íbúð-
ar, þ. e. a. s. skrifstofuhalds, bráðlega, er það
Socony Mobil félagið, sem lætur byggja hann.
Stórhýsi þetta verður 45 hæða, og er kostnaður
áætlaður 43 millj. dollara. Margt nýmæla verð-
ur í byggingu þessari, svo sem það, að hinar 32
lyftur verða sjálfvirkar og verða þar engir
lyftustjórar. Þar sem flest fólk safnast saman
við lyftudyr, á leið upp eða niður, kemur lyftan
sjálfkrafa miklu fyrr heldur en ef einn maður
eða örfáir bíða. Þó er einstökum mönnum, sem
þarfnast lyftu, ekki gleymt. Lyfta, sem er á upp-
eða niðurleið, er fer framhjá dyrum, þar sem
einn maður bíður, sendir aðra lyftu á staðinn,
sé hún yfirfull, o. s. frv.
Vinna við byggingu slíkra húsa er að sjálf-
sögðu mjög erfið og áhættusöm, enda er gert ráð
fyrir að svo og svo mörg mannslíf fari forgörð-
um, jafnvel þótt allrar varúðar sé gætt. Venju-
lega verða slysin vegna óaðgætni einstakra
verkamanna, sem gleyma hvar þeir eru staddir,
þótt reynt sé með öllum ráðum, sem þekkjast,
að koma í veg fyrir slíkt.
Skýjakljúfurinn „The Socony Mobil Building”
nær yfir heila ,,blokk”, þ. e. a. s. milli 41. og 42.
götu og geta vegfarendur um 42. götu um kl.
7.30 að morgni horft á 900 verkamenn, verk-
fræðinga og verkstjóra klífa hina mörgu stiga
upp eftir byggingunni, og er auðvitað að ekki
þýðir lofthræddum að ætla sér þá ferð.
Til þess að gjöra sér einhverja hugmynd um
slíka byggingu, er gott að hafa nokkur atriði í
huga. Hver stálbiti verður að falla nákvæmlega
þar sem hann á að vera. Hver stytta einnig og
svo er reyndar með hvern hlut. 1 byggingunni
verða til dæmis yfir 1000 hreinlætisrúm, en að
hverju slíku rúmi liggja að sjálfsögðu heitt og
kalt vatn og frárennsli, öll rör, sem að þessu
Hggja, þurfa að vera nákvæmlega tilskorin, er
þau eru komin þangað, sem þau eiga að vera og
í hendur þeirra manna, hvar sem er í bygging-
unni, sem koma þeim fyrir. Þá eru það afköstin.
Hver hópur manna, fagmanna, sem verka-
manna, eru ætluð viss afköst, en það kemur af
því, að verksmiðjum og verkstæðum er fyrir-
fram lagt fyrir hve mikið af efni skuli vera
komið á vinnustað á vissum tímum, eða að hvert
það tæki, sem nota skal, verður komið fyrir á
tilsettum tíma. Tækni nútímans sér fyrir, að
þessir útreikningar standizt. Til dæmis má geta
þess, í sambandi við þessar nákvæmu áætlanir,
að fyrir 25 arum, þegar slagur var um hverja
vinnustund og að meðaltali 7 verkamenn og iðn-
aðarmenn fyrir 1 um hvert verkefni, komust
harðduglegustu götusteinaleggjarar í New York
upp í það að leggja 700 steina á dag, sem auð-
vitað er ómennskur þrældómur, en nú er talið
gott ef einn maður leggur 400 slíka steina á dag.
Naglahnoðar við byggingu skýjakljúfs, er þá
tekið tillit til aðstæðna, er gert að hnoða 250
nagla á dag, þykir þeim fagmönnum mjög mið-
ur, ef slík afköst názt ekki.
Við undirbúning byggingu skýjakljúfs þarf
mikinn uppgröft og sprengingar í því sambandi.
Það verk er ætíð mjög erfitt í stórborgum, þar
sem margar lífæðar athafnalífsins eru neðan-
jarðar, svo sem neðanjarðar járnbrautarlestirn-
ar, vatnsleiðslur, sími, rafmagn og margt fleira.
Þá eru sprengingar í miðju margra stórbygg-
inga með fjölda glugga, ætíð hættulegar, en þar
kemur tæknin einnig að haldi, því að viðburður
þykir ef ein rúða í glugga brotnar, eða nokkurs-
staðar verði skekkja á dyrakarmi í næstu bygg-
ingum, þetta reikna hinir faglærðu með því að
áætla hversu mikið högg jarðvegurinn í kring
þolir.
Margir hafa haldið til þessa að skýjakljúfar,
þessar þungu byggingar yrðu brátt ofviða burð-
armagni Manhattan, en svo er alls ekki. Socany
Mobil byggingin vegur til dæmis 177.500 lestir,
en jarðvegurinn, sem mokaður var upp niður á
fast, vegur 250.000 lestir, þannig að heldur létt-
ir á undirstöðunni heldur en hitt.
Eins og áður er sagt, er bygging skýjakljúfs
hættuleg vinna. Fyrir aðeins 20 árum reiknuðu
tryggingarfélög að verkefni, sem kostaði 1 millj.
dollara, hefði í för með sér eitt mannslíf, en eft-
ir þessum útreikningi ættu 43 menn að missa
lífið við „Socany Mobil Building”, en verkstjór-
ar við þá byggingu eru mjög hreiknir, því að nú
er verið að ljúka við verkið, og hefur aðeins
einn maður misst lífið, en auk þess 115 meiðst,
þannig að orðið hefur að leita til sjúkrahúss.
Þykir þetta mikil framför í byggingu skýja-
kljúfs.
VÍKINGUR
53