Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 23
ar skipverja á milli (já — athugið ég var lög- skráður), að enginn færi einsamall upp í þenn- an bæ, þar sem morð eru tíð og kvenfólki stol- ið, ef það fer ógætilega. Með mér fór í þetta sinn okkar trausti loftskeytamaður, Gunnar, sem var hinn liðlegasti bæði að ná fréttum að heiman og að koma skeytum okkar heim. Hann er drátthagur og hefur gert snotrar vatnslita- myndir af stöðum, þar sem Tungufoss stóð við, sérstaklega var snotur mynd af litlu fallegu kapellunni í St. Felíus. Eftir að hafa farið um Tangerborg og litið hana frá sjónum má segja að hún er reist á kalksteinsbrekku og fer byggðin hækkandi eða í hjöllum upp eftir hæðinni, verzlunarhúsin við sjó, sumarbústaðirnir, sem reyndar væri rétt- ara að nefna vetrarbústaði útlendra auðmanna, á hæðinni eða fjöllunum ofarlega, en efst gnæfir gamall kastali í hálfgerðum rústum er „Kas- bah“ nefnist. Eru í honum salir með súlnaröð- um og að honum liggja og á honum eru fögur hallar- eða borgarhlið bogadregin með útflúri fallegu og minna þau mjög á kastalahliðið í Almería, svo auðséð er, að einnig þar hafa Márar verið að verki. Vegna töku olíu og vatns var kl. 17 haldið til Gíbraltar í logni og sól- skini og komið til klettaborgarinnar kl. 19% og þá farið að dimma og var tignarlegt að sjá klettinn uppljómaðan, því auk þess sem bær- inn við rætur fjallsins var vel upp lýstur, voru ljós á tindinum að norðan og á miðju fjallinu. Mergð makríla var kringum skipið og bátar á veiðum. Ærðust fiskarnir þegar Ijósum var stefnt á þá. Fengum við makríl í hádegismat á mánudag og var það fremur ljúffengur fiskur til átu. Okkar ágæti kokkur, Valberg, var búinn að fá handarmein og því settur á sjúkra- hús í Gíbraltar og kvöddum við hann með sár- um söknuði og töldum víst, að nú myndi um matargerð alla um borð fara í verra, en bryt- inn, Björgvin, tók sjálfur við eldamennskunni og fórst það prýðilega. Að morgni dags var komið talsvert af ruslaralýð í bátum kringum Tungufoss og hafði á boðstólum svipaða vöru og frændur þeirra í Napolí. Eitthvað var keypt. Kl. 11 f. h. var lagt til hafs í þoku og 18 st. hita. Nú læt ég mína stuttorðu en vonandi gagn- orðu dagbók tala það sem eftir er ferðarinnar heim, en hún segir svo: Farið framhjá Tarífa- höfða kl. 18 og hjá Trafalgar kl. 15. Glamp- andi sólskin á Atlantshafi. Sjór hægur, sólböð tekin. Til fjölda skipa sést, einkum olíuflutn- ingaskipa. Sólarlag í mistri, en svo tekur við tunglskin og fallegur stjörnuhiminn. 5. okt. Á Atlantshafinu er norðvestan kaldi, skafheiðríkt og 18 st. hiti. Um óttu í nótt sem leið var farið framhjá Vincenthöfða og um nón í dag hjá Rocahöfða og hverfur svo land- ið og við tekur útsærinn. Til skipa sést og eru það flest stór olíuflutningaskip, 10—15 þús. smálestir að stærð, og ber mest á þeim allra skipa bæði að stærð og fjölda. Lá í sólbaði 2 stundir. 6. okt. Svipað veður og í gær, 17 st. hiti. Tekið einnar stundar sólbað, en sólskinið dauf- ara en í gær. Lygnandi úr hádeginu og fór ég þá í göngu á þilfarinu nakinn að beltisstað 1 y2 stundu og var vel hress. Kl. um 16 tók að draga fyrir sólu og í kvöld er skýjað orðið en bezta veður og hlýtt. Engin skip borið fyrir í dag, varla fugl og ekkert kvikt í sænum. 7. okt. Lognsær, skýjað en bjart fyrir stafni, 17 st. hiti. Kl. 11 f. h. komið glaða sólskin. Sólböð tekin bæði fyrir og eftir miðdegismat, einnig labbað góða stund á þilfari. Um miðaft- an heldur að þykkna í lofti og kominn vest- an andvari með kviku úr suðvestri. Múkkinn lét sjá sig í dag og einstaka sæsvala. Síðdegis stukku höfrungar hjá skipinu. Farið frekar snemma til hvílu. Lesinn Einar Benedikts- son og hugsað heim til Húsavíkur. 8. okt. Suðvestan kaldi, skýjað, 13 st. hiti. Jakob minn fertugur í dag og sendum við Hannes honum heillaóskaskeyti. Talsverð alda vestan og er munur á úthafinu og sjó Miðjarð- ai'hafsins. Tungufoss mátulega hlaðinn frá Gí- braltar, fer furðu vel í sjó og ber kvikuna af sér. Mér líður vel, en sezt snemma að og reyni að lesa, því ómögulegt er að skrifa fyrir velt- ingi. 9. okt. Suðvestan stinningskaldi, skýjað, 10 st. hiti. Tungufoss fer vel í sjónum og miðar vel áfram þrátt fyrir aukna kviku og mikla. Mér líður sæmilega vel, ef ég ligg fyrir, er ekki sjóveikur, en þyngsli nokkur yfir höfði. Veðrið harðnar undir nóttina og sýnir Jón Steingrímsson að hann er bæði fullfær skip- stjóri og kann með lipurð og festu að vinna sér traust. Hannes er skyldurækinn og af- baldinn. 10. okt. Allhvass eða stormur VSV, skýj- að, 9—10 st. hiti. Yfirleitt versta veður á haf- inu eða hefur verið, því djúp lægð gekk á und- an okkur norðaustur og mörg skip í hættu í verðinu bæði á Atlantshafi og á Norðursjó. Sjálfur hef ég haldið kyrru fyrir. 11. okt. Suðvestan kaldi, skýjað, 5 st. hiti. Nú er farið að kólna nyrðra. Komum að Reykja- r.esi kl. 16 og að Garðskaga kl. 17. Á ytri höfn Reykjavíkur kl. 19y2, upp að bryggju kl. 21 og var þá fagnaðarfundur, er ég aftur heilsaði V I K I N G U R 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.