Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 14
þess að láta upp í sig. Mikill er sá munur. Nú
ganga menn illa að mat sínum. Það bezta er
étið af diskunum, það sem bragðverra þykir er
sniðgengið og það látið mæta afganginum, á
endanum lendir það í sorpinu. Nú er setzt að
borðum, sem svigna undan þunga dýrra krása.
Nýmjólkin er þömbuð sleitulaust, stundum jafn-
vel blönduð rjóma. Fuglsbringur og feitar steik-
ur þykja ekki neitt nýnæmi, það er fúlsað við
þessu. Síðan er staðið upp frá borðum eftir að
hafa neytt matar, sem bæði var of mikill að
vöxtum og gæðum.
2.
Allt til ársins 1951 skófu togarar og drag-
nótabátar íslenzku fiskimiðin upp að línu, sem
dregin var aðeins þrjár sjómílur frá landi, fló-
ar og firðir þá ekki undanskildir. Dragnótabát-
ar máttu skarka upp í harða landi á ýmsum
tímum árs. Þá var það, að íslenzka ríkisstjórn-
in færði landhelgislínuna út fyrir alla flóa og
firði og einni sjómílu betur en áður hafði verið,
allt umhverfis landið. Var þetta gert samkvæmt
eindregnum óskum og kröfum frá sjómanna-
samtökunum í landinu. Eftir þessa ráðstöfun
má segja að skipt hafi algerlega í tvö horn, þar
sem áður var fiskilítið eða fiskilaust, urðu nú
uppgrip eða mikill fiskur, þar sem áður var
enginn friður til að athafna sig fyrir ágengni
og skemmdarverkum togara á veiðarfærum
bátaflotans, var nú fullkominn friður og ekk-
ert tjón á veiðarfærum bátanna. Þetta á þó
auðvitað við um svæði þau, sem stækkun land-
helginnar nær yfir. Er nú orðið algengt að
bátar mokfiski skammt frá lendingunni, t. d.
í Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum, Keflavík,
Akranesi og víðar. Frá Siglufirði berast fréttir
um góðan afla báta í vetur, og er það fram-
för frá því, sem áður var. Maður skyldi ætla,
að stækkun landhelginnar væri metin að verð-
leikum, en er það tilfellið? Farmanna- og fiski-
mannasamband Islands kann vel að meta það,
sem áunnizt hefur og hefur fullan skilning á
þeim vanda og erfiðleikum, sem við var að etja,
en frá ýmsum herbúðum hafa dunið látlausar
skammir og svikabrigsl. Ríður slíkt vanþakk-
læti ekki við einteiming og jafnast einna helzt
við viðhorf þeirra manna til hlutanna almennt,
sem fúlsa við fuglaketi og feitum steikum, telja
sig ekki nógu vel haldna af slíku léttmeti, en
borða þó hvort tveggja sjálfum sér til óþurft-
DÝPTAR MÆLAR
ABDIC-LJTBÚNAÐUR
DÝPTARMÆ LAPAPPÍ R
SÍIURAD
ar og dómsáfellis. Nei, Ólafur Thors og hans
menn eiga skilið að fá traust og þakklæti fyrir
frammistöðu sína í þessu mikilsverða máli. Hitt
er svo annað mál, að endanlegu takmarki hef-
ur ekki verið náð, en það mun vera yfirráða-
réttur yfir öllu landgrunninu. Ekki er hægt að
sakast um þetta við einn eða neinn. Viður-
kenndur réttur er ekki fyrir hendi og heldur
ekki nægur varðskipafloti hjá okkur til að fram-
fylgja slíkri ráðstöfun í fullri andstöðu við
aðrar þjóðir. Að rasa fyrir ráð fram í máli,
sem snertir svo mjög hagsmuni annarra þjóða,
má ekki koma fyrir. Slíkt gæti orðið til óbætan-
legs tjóns og háðungar, ef við yrðum að láta í
minni pokann. Þeir menn ýmsir, sem skrifað
hafa merkilegar greinar um sögulegan og forn-
an rétt í landhelgismálum eiga þakkir skilið,
en þrátt fyrir það verður ekki betur séð en að
sígandi lukka sé bezt í þessu máli sem öðrum.
Bretar hafa verið skammaðir allt of mikið
hér á landi vegna þessara mála, þeir eiga það
ekki skilið. Lítill greinarmunur hefur verið
gerður á Croft Baker, foringja útgerðarmanna
í Hull, og allri brezku þjóðinni. Þess eru því
miður nærtæk dæmi að friðsamar smáþjóðir
hafi verið hart leiknar og jafnvel afmáðar,
hafi þær verið svo óheppnar að búa í nágrenni
við voldugt nágrannaríki. Bretar eru voldugir
og njóta mikils álits í heiminum og það að
verðleikum. Þeir eru nágrannar okkar, sem
kunnugt er, en ekki hafa þeir samt reynt að
láta mátt sinn bitna á okkur. Þeir hafa verið
góðir nágrannar og með nærveru sinni og styrk-
leika á höfunum kringum Island verndað okkur
frá því að verða fyrirágengni rángjarnra þjóða.
Við höfum fengið að lifa hér í friði og ró í
skjóli brezka flotans. Þá voru það Bretar, sem
voru með þeim fyrstu til að viðurkenna stofnun
lýðveldis á íslandi, en án þeirra samþykkis hefði
það orðið erfitt, ef ekki ómögulegt.
Þessu má ekki gleyma, en forðast ber allar
óþarfa ýfingar við brezku þjóðina. En Croft
Baker og útgerðarmannaklíkuna í Hull má
gjarnan atyrða, ef mönnum er nokkur hugar-
léttir að því.
Grímur Þorkelsson.
TALSTÖÐVAR FRI-ÐRIK A. JDNSSDN
5 □□ 40. 5 DG 70 WATT EARÐASTRÆTI 11
SÍMI 4135
42
VÍKIN □ U R