Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 11
Mattlúas Þóröarson, fyrrv. ritstjóri: í aldaraðir hefur ísland orðið að þola yfirgang og arðrán erlendra þjóða Með glötun sjálfstæðis síns í hendur norsk-danskra stjórnarvalda misstu Islendingar þegar í öndverðu öll yfirráð yfir siglugum og verzlun. Skömmu síðar fóru erlendir yfirgangsmenn að seilast eftir lífs- nauðsynjum landsmanna, fiskinum, við strendurn- ar. Brátt urðu þeir svo djarfir, að þeir þóttust eiga fiskimiðin við landið enda hafa þeir því mið- ur oft notað þau síðan, eins og þeir ættu þau. Frá árunum 1898—1908, er greinarhöfund- ur sigldi sem leiðsögumaður með varðskipun- um dönsku við strendur landsins, minnist hann margra góðra stunda og gleðilegra. En ærið oft bar það líka við, að hugurinn beindist að alvarlegum málum, er ollu áhyggjum og virtust þurfa bráðrar lausnar, þar á meðal yfirgang- ur erlendra fiskimanna, er beinlínis braut í bága við réttlætiskennd þá, sem hverjum Is- lendingi er í blóð borin. Hér skal lítið eitt gjörð grein fyrir athöfnum þeirra. I. Erlendir fiskimenn á miöunum. Nokkrum áratugum eftir að ísland missti sjálfforræði sitt undir stjórn erlendra konunga, byrjuðu útlendir fiskimenn að gjöra vart við sig við ísland. Englendingctr voru þeir fyrstu er komu. Þegar í byrjun 15. aldarinnar er talað um, að mörg ensk skip hafi fiskað við ísland. ,,Sigldu hingað af Englandi 80 fiskiduggur eða meir“, segir í annálum frá 1413 og 6 árum síðar, 1419, segir, „að eigi færri en hálfur þriðji tugur fiskiskipa enskra hafi farizt við landið, og eng- inn maður komizt lífs af”. Á næstu árum vex útvegur Englendinga hér við land, og síðan hafa Englendingar samfleytt í rúmlega 500 ár haft stærri og minni fiskiflota við landið. Nokkru eftir miðja fimmtándu öld koma Þjóöverjar og hafa hér brátt umfangsmikinn útveg. Fyrir utan þilskipaútveg leggja þeir stund á bátaútveg frá nokkrum stöðum á Suð- urlandi, mikið til með íslenzkum mönnum. Um miðja 16. öld er þeim bannað að gera út báta frá landi, og eftir það starfrækja þeir aðeins veiðar með þilskipum. Skömmu eftir lok sextándu aldar bætast Hol- lendingar í hópinn. Þeir byrja eins og Englend- ingar og Þjóðverjar með fáum skipum í fyrstu, en eftir því sem fram líða stundir, auka þeir útveg sinn afarmikið. Um miðja öldina — 1650 — er þess getið í annálum, að ekki færri en 140 ensk skip fiski við ísland, og næsta ár hafi verið fleiri ensk og hollenzk skip að veið- um en nokkru sinni áður. Þegar kemur fram á miðja átjándu öld fara veiðar Hollendinga — er þá höfðu verið starf- ræktar af miklu kappi í nærfellt 150 ár — minnkandi um nokkurra ára bil, en aukast svo aftur þannig að þeir höfðu í lok aldarinnar 200 skip á miðunum. Um þetta leyti byrja Frakkar, sem að und- anförnu höfðu haft litla útgerð við ísland, að auka hana afarmikið. Svo nú höfðu f jórar vold- ugustu þjóðir Evrópu mjög mikinn skipastól á fiskiveiðum við landið. Á nítjándu öldinni fóru fiskiveiðar Hollendinga smátt og smátt minnkandi, en að sama skapi óx útgerð Frakka, svo að um miðja öldina höfðu þeir um 250 fiski- skip. En hámarki sínu náði útgerð þeirra á síðari áratugum aldarinnar, þá höfðu þeir á fjóröa hundraö skipa með samtals 5600 manna áhöfn. Allir þessir erlendu fiskimenn stunduðu þorskveiðar mestmegnis með handfærum á segl- skipum, frá því í marzmánuði til loka ágúst- mánaðar árlega, jöfnum höndum á grynnstu bátamiðum og lengra frá landi, eftir ástæðum. Eftir miðja nítjándu öld komu fiskimenn frá Bandaríkjunum og stunduðu heilagfiskiveiðar frá seglskipum í nokkur ár. Um svipað leyti komu Norömenn og ráku síldveiðar frá stöðv- um í landi og jafnframt þorskveiðar. Útvegur þeirra óx hraðfara, einkum síldveiðarnar, sem þeir síðan hafa starfrækt árlega með tugum og hundruðum skipa þar til í byrjun ófriðar- ins 1940, en síðan hafa þær farið minnkandi. V í K I N G U R 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.