Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 21
unum, sem munu vera vatnsgeymar. Séð frá
bænum Algeciras er fjallið eða kletturinn býsna
líkur Húsavíkurfjalli, en með 3 smá lægðum
og er hæsti tindurinn nyrstur, 1396 fet. Nú
virðist kastali sem þessi þýðingarlaus með öllu,
því þurrka má hann út eða afmá með einni
vetnissprengju.
Til Algecirashafnar, sem liggur gegnt Gí-
braltarkletti vestan við hinn litla flóa eða vog,
sem mun vera kenndur við Gíbraltar, komum
við kl. 8 að morgni og hófst fljótt vinna. Lent-
um við þar í þjarki við hafnarlögregluna útaf
vegabréfsskoðun, en bárum sigur úr býtum.
Var torgdagur og mjög gaman að koma þang-
að. Voru þar læti mikil í öllum fénaði, tvífætt-
um, ferfættum og fiðruðum og heita mátti að
þar fengist alls konar varningur, lifandi og
dauður, fyrir lítið verð. Sömuleiðis ódýrt í búð-
unum, en ekki var daunninn góður í vínbúð-
unum, þar sem vínafurðir landsins voru seld-
ar í pela og pottamálum eins og brennivínið
forðum heima. I þessum búðum var ös mikil.
Ekki sá ég þarna neina fallega byggingu nema
turn einn fornan. Útúr þessum litla flóa, en
að honum liggur Gíbraltarklettur að austan og
„Serra de Horoba“-fjall að vestan, en hæsti
tindur þess, Candilla, er 976 fet, sigldum við
kl. 14 og haldið til Suðurálfu (Afríku) og kom-
ið til hinnar miklu verzlunarborgar Tanger í
Marocco kl. 17 og lagzt á ytri höfnina. Tanger
er svonefnd fríhöfn og þar verzla allar þjóðir
heims, en aðallega töluð, auk arabisku, franska
og sjánska, síður enska, þó með henni megi
fleyta sér. Þarna í höfninni voru 3 amerísk
herskip, 3 ensk verzlunarskip, þýzk listisnekkja,
og verzlunarskip stórt frá Danmörku. Bauð
okkur skipstjóra og Hannesi í land helzti skipa-
miðlari bæjarins, herra José M. Bitton, og var
sú för mjög ánægjuleg. Það var verulega gam-
an að koma að kvöldlagi í Tangerborg, ganga
þar í búðir, því enginn er þar lokunartími, koma
á kaffihús, horfa á Arabastúlkurnar, því ekki
leynir sér andlitsfall og vöxtur og sínu máli
tala augun, þó blæjur nái upp að nefi. Kon-
ur ganga í hvítum klæðum, sem í'étttrúaðar
teljast og hylja andlit sitt hálft með blæju, en
það gera ekki konur eða dætur hinna svonefndu
Riffaraba, sem búa í hálendinu kringum og
ofanvið bæinn. Þær ganga með barðastóra flétt-
aða stráhatta og svo gera flestir karlar þeirra
og með kufla yfir sér úr ull eða úlfaldahár-
um. Auðugir Arabar ganga í síðum skikkjum
úr nábleiku efni, eða ljósbláu og hafa sam-
lita síða hettu á höfði sér. Þeir Arabar, sem
nota svonefndan vefjarhött og þá venjulega
hvítan, hafa innan í kollu úr ull.
Þessi eyðimerkur- eða Afríkuþjóð gerir það
sem hún getur til þess að klæða af sér sólina og
kunna það, við hvítu mennirnir gerum hið
gagnstæða, en gleymum því aftur hversu hættu-
leg heit og brennandi sólin er fyrir hið mann-
lega hörund og auga. Við vorum í landi, og
sömuleiðis hluti skipshafnar úr Tungufossi, til
kl. 1 um nóttina, þá þótti rétt að nota ferju-
bátinn og fara í háttinn. Daginn eftir, sunnu-
daginn 3. okt. var farið kl. 8 að morgni upp
að hafnargarðinum, sem er mjög langur og
traustur með stefnu frá suðaustri til norð-
austurs ca. 900 til 1000 metra og sveigir því-
næst til norðausturs ca. 300 metra eða vel
það. Tangerflói allur er milli höfðanna Mala-
hara að norðaustan og Spartel að suðvestan
og er mjög opinn, ef ekki væri gerður hinn
öflugi brim eða hafnargarðuf.
Kl. 8 eða skömmu síðar hófst vinnan, en í
bæ þessum er ekkert forboð gegn helgidaga-
vmnu, enda naumast framkvæmanlegt, þar sem
hver trúarflokkur hefur sína helgidaga og
flokkarnir eru margir í þessum marglita verzl-
unarbæ allra þjóða. Um dagmál fórum við sam-
an fjórir úr Tungufossi að skoða bæinn, og
nánar tiltekið voru það I. vélameistari Albert,
bátsmaður Ingimar, II. stýrimaður Hannes og
svo sá, sem þetta ritar. Lentum við skjótt þang-
að sem hávaðinn var mestur, en það var á
torginu, spölkorn uppi í bænum, og þótt há-
vaðasamt væri á torginu í Algeciras, þá tók
nú útyfir og veit ég ekki hverjir höfðu hærra,
mannfólkið, sem var að bjóða vörurnar, eða
varningurinn sem verið var að selja, en hann
var auk dauðra muna, svo sem ávaxta, bakst-
urs og leirvarnings, galandi hanar, gargandi
gæsir, hrínandi svín og rymjandi asnar. Með-
ferð öll á skepnunum er skammarleg hjá Már-
um og lítið betri á konum þeirra eða kerling-
um, því þær báru klyfjar líkt og múlasnarnir,
en ungar stúlkur, strákar og svo karlarnir
sjálfir, virtust undanþegnir púlsdýravinnunni,
en þeim mun ákafari voru karlarnir að koma
út vörum sínum með hrópum og handapati.
Þarna á torginu var karl með myndavél og
tók hann mynd af okkur fjórmenningunum,
sem heppnaðist furðuvel. Hannes tók við far-
arstjórn og samdi við bílstjóra að aka okkur
um bæinn allan. Reyndist hann ágætur og ók
okkur fyrst um auðmanna- eða útlendinga-
hverfin, en þau eru aðallega meðfram höfninni
og svo upp á hæðinni efst og mörg hús mjög
falleg, einkum sjúkrahús, skólar og gistihús-
in. í stíl voru þó fegurst hin gömlu bænahús
Araba, einkum turnarnir og hliðin. Gullfalleg-
ur er turninn á hinu forna Marskan-bæna-
¥
V I K I N G L1 R
49