Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 19
hvort ég vildi gera tilraun, sem ég samþykkti,
með því skilyrði, að hann gætti persónulega
taugarinnar, sem var bundin um mig miðjan.
Ástandið var þannig, að stundum stakkst skipið
á stefnið með skutinn hátt á lofti, ca. 3 til 4
metra, en á þeim fáu sekúndum skyldi unnið
hratt með verkfærunum, þar til maður stakkst
á kaf í sjóinn, er stefnið reis á báru, með
þunnan segldúk bundinn yfir munninn til þess
að drekka ekki mjög mikið af sjó. Var þetta
vissulega erfitt verk. Ég hamaðist af ómennsk-
um krafti, frosinn og kaldur, þar til ég, eftir
um kortér, gat ekki meira og kallaði, að ég
skyldi dreginn upp. Skipstjórinn hellti í mig
viskíi og koníaki á víxl í hvert skipti og ég
kom um borð og ráðlagði mér stundum að hvíla
mig, fara í þurrt og fá mér blund. En á þeim
aldri þolir maður ótrúlega mikið og ég hélt
áfram eftir að hafa fengið velgju í kroppinn
af áfenginu. Loks tókst, eftir 2 klukkutíma
erfiði, að hreinsa skrúfuna og vélin fór af
stað og var þá ferðinni haldið áfram til gamla
Noregs. Er við nálguðumst ströndina veittu
skip okkur athygli og komu á móts við okkur
og buðu aðstoð, sem ekki var þegin, því við
álitum, að við myndum klára okkur úr þessu,
en gáfum merki um að útgerðarfélaginu yrði
gert aðvart um komu okkar til Oslo, þar sem
viðgerð skyldi fara fram á skipinu.
Við, komum þangað á Þorláksmessu og var
tekið á móti okkur af miklum mannfjölda á
bryggjunni, en fólkið hafði fyrst haldið að
við værum ísjaki. — Gleðin var mikil yfir að
hafa heimt skip og skipverja úr helju.
Lausl. þýtt. K. L.
Samþykktir 17. þings F.F.S.Í.
17. þing F.F.S.Í. endurtekur fyrri samþykkt-
ir sínar frá 16. þingi um nauðsyn á sérstökum
veðurspám fyrir veiðisvæðin við Grænland
með sérstöku tilliti til íslenzkra veiðiskipa og
án tillits til þess að aðrar þjóðir kunni að
senda veðurspár yfir sömu hafsvæði.
Með tilliti til þessa skorar þingið enn einu
sinni eindregið á alla skipstjórnarmenn og
loftskeytámenn á íslenzkum skipum að senda
Veðurstofunni reglulega fljótar og greina-
góðar upplýsingar um veðurfarið þar sem
þeir eru að veiðum.
17. þing F.F.S.Í. færir Alþingi og bæjar-
stjórn Reykjavíkur þakkir fyrir rífleg árleg
fjárframlög til byggingar D,.A.S.
Sambandsþing telur mjög mikilvægt að
veitt verði fjárfestingarleyfi til að ljúka að
fullu við byggingar D.A.S., sem mun vera
húsnæði fyrir 150 vistmenn. Áætlaður bygg-
ingarkostnaður fyrir þennan hluta eru eftir
upplýsingum formanns húsbyggingaráðs
kr. 200.000,00 fyrir hverja 5 vistmenn, svo
að hér er í raun og veru um að ræða ódýrar
smáíbúðar-húsasamstæður.
17. þing F.F.S.Í. telur nauðsyn á því, að nú
þegar verði gerðar almennar ráðstafanir til
þess að bæta úr því fjármálaástandi, sem nú
ríkir í landinu.
Höfuðnauðsyn telur sambandsþingið, að
strax verði hafizt handa um að finna skyn-
samlega og varanlega úrlausn á erfiðleikum
sjávarútvegsins, vegna mikilvægis hans í
gjaldeyrisöflun þjóðarinnar.
17. þing F.F S.í. telur það mjög til athug-
unar, hvort ekki væri heppilegt, eins og at-
vinnuástandi er nú háttað hér, að Alþingi
hafi forgöngu á því sviði að reyna sem fyrst
að nálgast frekara fjármálajafnvægi með því
að draga úr f járveitingum ýmissa greina fjár-
laga ríkisins.
17. þing F.F.S.Í. felur sambandsstjórninni,
að gera ráðstafanir til þess að koma á fram-
færi við skipstjórnarmenn á far- og fiskiskip-
um, að þeir hvetji almennt alla skipverja sína
til aukins hreinlætis og góðrar umgengni í
vistarverunum.
— Smœlki —
Aug-lýsing: Látið ekki fúskarann snuða ykkur, látið
fagmanninn gera það.
*
Auglýsing frá fisksalanum: Nýveiddar rauðsprettur
til sölu. Það tilkynnist heiðruðum húsmæörum, að ég,
sker hausinn af og flæ þær ókeypis.
*
— Dóttir yðar er mjög kurteis.
— Já, hún hefur verið lengi að heiman.
*
Sigga litla var að lesa i biblíunni: „Og hinir heilögu
vitringar færðu litla barninu í jötunni gjafir; gull,
reykta síld og murtu“.
*
Sigga litla hafði verið óþæg og varð að hátta um
miðjan dag. Hún fann, að hegningin var óumflýjanleg,
og þegar mamma hennar fór að lesa bænirnar með
henni, sagði hún við sjálfa sig: — Ja, guð veit, að þetta
eru fyrstu kvöldbænirnar, sem hann fær í dag.
VÍKINGUR
47