Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 16
 Geir biskup Vidalin og Jón bróðir hans. Geir biskup Vidalin (d. 1823) ætlaði eitt sinn að halda gildi, og bað Jón bróður sinn að koma nokkru á undan hinum gestunum og búa til fyrir sig eggjapúns, því að biskup vissi, að Jón var meistari í þeirri íþrótt. Jón kom. Honum var fengið bæði egg og vín, og skyldi hann búa til púnsið á afviknum stað. Jón var drykkju- maður mikill og tókst ekki betur til en svo, að hann drakk allt vínið en át öll eggin. Hann vissi að biskup mundi verða reiður við sig, og þorði ekki að vera á vegi hans, tók Jón því til bragðs að fara burt svo að biskup vissi ekki af, en gerði honum áður orð, að viss- ara væri að vitja um eggjapúnsið. Sjálfur fór Jón inn að Kleppi og synti þaðan út í Viðey. Þar bjó þá Magnús Stephensen háyfirdómari. Jón hitti Magnús og sagði honum tíðindin, en hann sendi Geir biskupi mikið af eggjum næsta dag. Biskup hafði orðið mjög reiður við bróður sinn, en tók hann í sátt aftur fyrir milligöngu Magnúsar. Bróklindinn. Maður nokkur í ísafjarðarsýslu veðsetti sig fjand- anum, en ekki er þess getið á hvern hátt samningur þessi fór fram, eða hvað kölski gerði fyrir manninn. Þá er fór að líða að tíma þeim, er maðurinn skyldi fara til fjandans, tók honum að verða órótt, og vildi hann fyrir hvern mun geta komist hjá þessum vistaiverum. Hann fór því til fjölkunnugs manns eins og bað hann ráða. Galdramaðurinn svaraði, að mál þetta væri illt viðureignar, en ef hann færi til kirkju í öllum sjóföt- um sínum úthverfum einhvern tiltekinn helgan dag, þá myndi hann losna við kölska. Maðurinn ætlaði að fylgja ráðum þessum nákvæmlega og fór í sjóföt sín úthverf þann dag, er til var tekið, en hann fór svo til kirkjunn- ar, að hann hafði gleymt bróklinda sínum. Aldrei spurð- ist framar til manns þessa, og varð kona hans svo gröm, er hún fann bróklindann, að hún hengdi sig í honum. Grímur Jónsson frá Súöavík 1901. ViIIigjarnt. Ævi manns er eins og hús, er menn Völund kalla. Þar inn margur fetar fús, en fær út ratað valla. Gráskinna G. Konráðssonar. Brynjúlfur biskup og pilturinn. Fátækur piltur kom til Brynjúlfs biskups Sveinsson- ar (d. 1674) og sagði við hann: „Gef mér eyri”. „Veiztu ekki að ágirnd vex með eyri hverjum?” „Þá átt þú marga ágirndina”, svaraði pilturinn. Biskupi líkaði svo vel, að hann tók piltinn og mannaði hann. Tyrkjadys. Við sunnanverðan Fossárós er grjóthryggur alllang- ur, hér um bil átta faðmar, fast við fjörumál. Hann er kallaður Tyrkjadys. Sagan segir, að í fyrndinni hafi ókennt illvirkjaskip komið inn á Lónsfjörð. Tuttugu skipverja héldu til lands með vopn og verjur og spennti norðanveður og brim þá þarna að landi. Ytribrekkna- bóndi, sem Óblauður hét, og húskarlar hans þrír, réð- 44 A FRÍVl ust á skipverja í brimgarðinum með lurkum og bar- eflum, lömdu þá alla í hel og brutu skip þeirra. Því næst flettu þeir illvirkjana klæðum, en tóku áhöfn alla. Síðan er þar nefnd Tyrkjadys. Þegar skipsmenn sáu þetta, leizt þeim ekki á blikuna og héldu til hafs, sem skjótast. Séra Stefán Einarsson. 1840. Rekstaðahjón. Hjón bjuggu á Rekstöðum og í Miðhlíð í Barða- strandasýslu um miðja 17. öld, sem hétu Jón og Ást- riður. Þau voru auðug mjög. Jón var örlátur við snauða menn, en Ástríður síður. Eitt sinn kom fátækur barna- maður til Jóns bónda og falaði mat af honum. Jón vissi, að hann myndi ekki geta borgað matinn, en gaf honum hálfvætt af fiski. Bóndi batt fiskinn og ætlaði að hafa stein á móti á trusshesti þeim, er hann hafði meðferð- is. Jón sá það og sagði, að hann gæti ekki þolað, að fá- tæklingar flyttu grjót frá heimili sínu, bætti hann því við fátæklinginn tveimur fjórðungum af fiski og öðrum tveimur fjórðungum smjörs. Að því búnu gekk hann inn til konu sinnar og sagði henni frá. „Minna mátti nú gagn gera, Jón minn”, svaraði hún. Jón gekk þá aftur fram í útibúr eitt, kallaði á bónda, vó honum jafn- mikið af fiski og smjöri og hann hafði gert áður og mælti: „Hún Ástríður mín sendir þér þetta. Hún á eins mikið með það og ég”. Sagt er að Ástríður vandaði ekki um gjafir bónda síns eftir þetta. Hún bjó síðan í Rauðsdal og var kölluð Ástríður auðga. Þau hjón eru grafin í Hagakirkju, og er yfir þeim hella með þessu letri: Hér hvíla þau heiðurshjón, Ástríður og Jón. Sæll er sá þjón, sem svo kemur fram fyrir guðs trón. Hella þessi var við lýði 1861, hvað sem nú er, en þá var orðið erfitt að lesa hana. Amlóði Sighv. Grímssonar, Borgfirðings. Hinn illræmdi skipstjóri Blight. Blight skipstjóri á Bounty, sem um getur í síðasta Víking, þótti harður í horn að taka, jafnvel á þeirra tíma mælikvarða. Hann notfærði sár hin ströngustu ákvæði sjólaganna út í ystu æsar, ef svo bar undir, þar á meðal refsaði hann með „níu hala kettinum”, en þó var honum ekki alls varnað í mannúð. Hann var nefnilega sá fyrsti, er framkvæmdi hugmyndina um þrjár vökur, á skipi sínu, og þótti slíkt mikill „luxus” meðal sjómanna. Ekki var þetta þó gert af einskærri mannúð. Blight sá nefnilega að með þessu fyrirkomu- lagi náði hann meiri vinnu út úr skipverjum, meiri reglu og betri skipsstjórn. Jack Tar. V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.