Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 18
SDNN FRÁBAGA
ÞAÐ VAR ÞÁ
Þegar ég hafði tekið stýrimannspróf mitt,
árið 1890, er einnig gaf rétt til þess að stjórna
seglskipi, réðist ég sem annar stýrimaður á
lítið norskt gufuskip, um 250 lesta og sigldi
með því 22 ferðir milli Skien í Noregi, en þar
var trékvoða og Middelsborough , Englandi,
en þar var tekinn farmur af hrájárni, til Nor-
egs aftur.
í einni slíkri ferð fengum við svarta þoku
í Skiensfirðinum, svo að þótt ferðin á skip-
inu væri hæg og leiðsögumaður um borð, sigld-
um við beint á fjallsvegginn, en þar var alls
staðar mjög aðdjúpt. Höggið var svo mikið,
að skipverjar duttu beint.á hausinn á þilfarið
og sjórinn streymdi inn í fremsta farmrýmið,
þar sem fjórar plötur höfðu rifnað og var
þar stórt gapandi op. Sem betur fór hafði
skipið vatnsþétt skilrúm, annars hefðum við
sokkið þarna á nokkrum mínútum. Með farm-
rúmið fullt af sjó sökk stefni skipsins brátt
undir yfirborðið, en þannig var skipinu siglt
með mjög hægri ferð aftur til Skien, er þá
hafði ekki skipasmíðastöð er væri svo stór,
að hægt væri að bæta skaðann. Teknar voru
um borð tómar tunnur í hundraðavís, en gatið
var steypt upp með sementi, síðan var aftur
haldið af stað. Slíkt hefði ekki verið leyft í
dag. Til allrar hamingju fengum við ágætt
veður og sléttan sjó yfir Norðursjóinn, ann-
ars hefðum við aldrei komizt til Englands,
en þetta var hættulegt fyrirtæki, en þannig
var sjómennskan í þá daga. — Við fórum í
slipp og fengum 4 nýjar plötur settar í skipið.
Á meðan á þessu stóð, tók ég að mér nætur-
vörzlu um borð frá kl. 18.00 að kvöldi til kl.
6 að morgni, en litli klefinn minn var frammí,
við hliðina á hásetaíbúðinni. — Það er ótrú-
legt hverju maður getur vanist, þegar þörf
krefur. Hamarshöggin á báðum síðum skips-
ins á daginn er ég skyldi sofa, voru alveg að
gera mig vitlausan, en þó fór svo að lokum,
að ég gat sofið þrátt fyrir öll lætin og bærði
ekki á mér fremur en múrmeldýr, hálfan dag-
inn.
Á einni heimferðinni 8 dögum fyrir jól, í
stórsjó, færðist járnfarmurinn til í farmrúm-
inu, þrátt fyrir þótt vél væri frá honum geng-
ið. Skipið fékk á sig mikla slagsíðu, svo það
var að miklum hluta í kafi. Brotsjóarnir dundu
stöðugt á því, svo eldhúsrörið fylltist af
sjó, og matur varð ekki eldaður það sem eftir
var ferðarinnar. Báðir björgunarbátar fóru
fyrir borð og helmingur af stjórnpalli brotn-
aði frá og fylgdi bátunum. Uppáhald skipsins,
terrierhundur, lá á grindinni yfir kyndingar-
rúmi, stakk potunum milli rimlanna og hélt
sér þannig í velgjunni. Þetta litla vitra dýr
ferðaðist með hinum 3 skipum félagsins til
skiptis, þannig að ætíð er við komum í höfn
fór hann í land og var í landi oft dögum sam-
an í einu og kom þá fyrir að hann missti af
skipinu. Þá hélt hann sig í námunda við höfn-
ina, þar til eitthvað annað skip félagsins kom,
en þau þekkti hann á reykháfsmerkinu.
Á miðjum Norðursjó slitnaði binding á dig-
urri grastógtrossu á afturlúkunni, fór hún
fyrir borð og lenti í skrúfunni, þar sem hún
vafðist um skrúfublöðin og vélin stanzaði.
Þarna lágum við hjálparvana, án þess að
geta hreyft okkur, veltandi í Norðursjónum
eins og hnotuskel, klakaðir frá þilfari upp í
siglutoppa. — Um þilfarið gátum við aðeins
farið eftir línu, sem lá frá stafni að skut og
héngum í henni upp að mitti í sjó. Húgsið
ykkur ástandið, án loftskeytatækja og án nokk-
urra neyðarmerkja annarra en raketta, sem
þó aðeins urðu notaðar í myrkri.
Okkur var öllum ljóst, að þetta gat orðið
síðasta ferðin. Einasta vonin var að geta losn-
að við trossuna úr skrúfunni og fengið vélina
af stað. — Skipstjórinn fór fram á það við
skipverja, að þeir létu sig síga niður af skut
skipsins til skiptis með línu um mittið, og með
sög og exi, reyndu að höggva kaðalinn í sund-
ur, en skipverjar, sem flestir voru fullorðnir
menn, tregðuðust við og báðu skipstjórann að
hlífa sér við þessu, jafnvel þótt þeir vissu
að þetta var eina bjargarvonin, en þetta var
sannarlega ekki öfundsvert verk.
Skipstjórinn sneri sér þá til mín og spurði,
VÍKIN □ U R
46