Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 20
Júlíus Havsteen, sýslumaður:
Til Miðjarðarhafsms
í september 1954
Framh.
Síðdegis var haldið úr höfn og lá nú fyrir
dægurs sigling til bæjarins Almería við sam-
nefndan flóa á Suður-Spáni. Við tókum stefnu
á St. Antoníóhöfðann, sem er austasti höfðinn
á Mið-Spáni, en örstutt sunnar og álíka aust-
arlega er Maóhöfðinn og eru á báðum þess-
um höfðum mjög stórir og ágætlega lýsandi
vitar þó örstutt sé milli þeirra. Þarna fram-
undan voru skip við veiðar. í hinum miklu
klettum, sem vitar þessir standa á, og ganga
sæbratt í sjó, eru stórir hellar við sjávarmál.
í suðvestri sjást gnæfa hin háu fjöll Bernia
3700 fet og Pui Campona 4700 fet, og slaga
þau hátt upp í Pyreneafjöllin með hæðina.
Um miðnætti er stefnu breytt hjá Gatahöfða
til vesturs og haldið inn flóann til Almería og
þangað komið kl. tæplega 2. Höfnin er varin
með miklum hafnargarði gegnt suðaustri og
þó var talsverður súgur í höfninni. Á hafn-
arbakkanum eru háir járnstólpar með þökum
og undir þökunum ótal raðir af vínberjakút-
um, því hér er aðalútflutningshöfn vínberja og
suðrænna aldina. Einnig er í bænum hörvinnsla.
Ofan við þessi opnu pakkhús eru svo gang-
stéttir og breið trjágöng með pálmum báðum
megin, er virðast ágætlega þrífast, svo sem tré
öll þarna syðra. Þar fyrir ofan er svo röð gul-
leitra húsa óbyggð að sjá og ekki vörur nema
í sumum þeirra. Þaðan liggja svo þvergötur
upp í verzlunarhverfið, sem er aðallega ein
stór og breið gata með býsna reisulegum hús-
um til beggja hliða. Þar var og ein eða tvær
kirkjur og bankar tveir eða þrír, sem virt-
ust lokaðir á daginn. Araba eða fátækrahverf-
in eru í nánd við höfnina vestan til í bænum
og á hæðunum þar. Við komum þarna fimmtu-
daginn 30. sept. og láum fram yfir nón 1. okt.
svo góður tími vannst til þess að fara í búðir
og skoða bæinn. Við feðgar gerðum kaup í þess-
um bæ, því þar var gott að verzla. Fæst þar
góður og ódýr skófatnaður, ullarvara sæmilega
góð, ávextir mjög ódýrir og ódýr spænsk vín
öll. Um hádegi fór ég með vélameistara, Vil-
hjálmi, að skoða kastalann mikla. Hann er
upphaflega reistur af Aröbum eða Márum á
8. öld, en hefur síðar verið af þeim tekinn,
og krossar settir þar sem fyrir var hálfmáni.
Hann er í 3 hæðum eða hólfum, eftir því sem
hefur þurft að verjast í honum og er þriðja
hæðin hæst og rambyggilegust, en þá hefur
líka verið farið að sverfa að verjendum, er
þangað þurfti að leita. Þarna í miðhólfinu voru
tveir djúpir brunnar og dimmir fangaklefar
í jörðu, svo og pyntingartól ógeðsleg.
Suður af þessum kastala var svo annar mun
minni og hrörlegri að sjá, en milli kastalanna
talsvert dalverpi nú yfirgefið, en þarna mátti
líta raðir af leirkofum Mára upp eftir hlíðun-
um og milli þeirra aldingarða, sem virtust sum-
ir enn notaðir. Rétt utan við minni kastalann
og gnæfandi yfir bæinn var forkunnar fallegt
mjög stórt líkneski af Kristi úr drifhvítum
steini, líklega marmara. Var mér úr fjarska
starsýnt á fegurð þess. Ur kastalanum, sem
við fórum í, mátti horfa ofan í Araba- og fá-
tækrahverfin og mjög gekk fram af okkur
sóðaskapurinn, en falleg og sælleg voru börn-
in að sjá, enda mest úti og blessuð sólin er
dýrmætur sótthreinsari og sóttkveikjubani, að
öðrum kosti væri þarna ekki líft fyrir pest.
Aðal húsdýrin eru geitur og asnar. Svo er þarna
slæðingur af múlösnum og horuðum hestum
eins og í Napólí. Þarna sá ég skrítna sjón, sem
mér fannst býsna táknræn fyrir þroskastig
Suður-Spánverjans eða líklega réttara Suður-
Márans á Spáni, en í öðrum landshlutum Spán-
ar mun þessi manntegund vera að hverfa, sem
betur fer. Fyrir æki einu, reyndar var gamli
trjáviðarvagninn tómur, gekk fremstur asni,
næst honum múlasni, þvínæst hestur og loks
maður. Þetta hefði Darvin átt að sjá. Hitinn
í Almería var 21 stig í forsælu báða daga. Að
morgni laugardagsins 2. okt. vakti Hannes mig
kl. um 7 og vorum við þá að fara hægt fram
hjá Gíbraltarkletti eða kastala. Sáum vel fall-
byssur á hæðunum efst eða réttara sagt á fjalls-
brún og var víða sementssteypa í fjallahlíð-
VÍKINGUR
4B