Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 1
SJÓMANNABLAÐIÐ UÍKIHBUR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS XVIII. árg. 9. tbl. Reykjavík, september 1956 Radio-ljósmiðunarstöðin á Garðskaga Sunnudaginn 20. ágúst sl. safnaðist nokkur hópur manna og kvenna hjá Garðskagavita, eða réttara sagt hjá litlu stöðvarhúsi, er stendur milli fjögurra hárra stanga, nokkru fyrir ofan Garðskaga ljósvit- ann. Tilefnið var að forseti og skrif- stofustjóri Slysa- varnafélags ís- lands afhenti rík- isstjórninni nýja radiol j ósmiðunar- stöð er þarna hafði verið komið fyrir. Af hálfu ríkis- stjórnarinnar var mættur Emil Jóns- son ráðherra og tók hann formlega við tæki þessu. Þá voru þarna ýmsir aðilar, sem komu við sögu þessa framtaks, ólafur Thors, fyrrv. verandi forsætis- og sjávarútvegsmálaráðherra, Gunnlaugur Briem póst- og símamálastjóri, Pét- ur Sigurðsson, forstjóri landhelgisgæzlunnar, Björn Thors framkv.stj. FlB, Friðrik Ólafsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, SigurjónEinars- son skipstjóri, frú Rannveig Einarsdóttir, form. slysavarnadeildarinnar Hraunprýði í Hafnar- firði. Guðmundur Jensson, skrifstofustj. F. F. S. 1., starfsmenn Landssímans er aðstoðuðu við niðursetningu tækjanna og Þjóðverjinn Mr. Denker, er stóð fyrir niðursetningunni og rétt- ingu miðunarstöðvarinnar. Þá voru mættar margar konur úr slysavarnadeildum á Suður- nesjum og margir fleiri. — Saga þessa máls, sem liggur að at- höfn þeirri, sem þarna fór fram, er of löng til þess að verða rakin hér, en það kom fram í ræðum forráða- manna Slysavarna- félagsins og Ól- afs Thors, að þarna var draum- ur allra þeirra, sem áhuga hafa fyrir slysavöm- um að rætast. Eft- ir vígslu stöðvar- innar, höfðu konur úr deildum slysa- varnafélagsins á Suðurnesjum myndarlegt boð inni í hinu vistlega samkomuhúsi í Garðinum og sátu hinir mörgu gestir þar við ágætar veit- ingar. Radiomiðunarstöðin er einstakt tæki í sinni röð og hið fullkomnasta, sem nú þekkist. Ná- kvæmni þess og langdrag er næsta undravert, því jafnvel þótt því sé aðallega ætlað að aðstoða íiskibáta og önnur skip á nærliggjandi svæð- um, er fullreynt að það má nota til staðará- kvarðana skipa í mikilli fjarlægð, til dæmis ís- Ólafur Thora vígir stöðina. VÍKINEUR 161

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.