Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 11
HELGA E.A. 2 frá Hrísey. Ég ætla að segja ykkur sögu, sú saga er um horfið fley, en aðalefni hennar um unga og fagra mey. Þetta er sorgarsaga, hún sögð er norðanlands enn. Mér sögð’ana aldnir sjómenn, sannorðir, prúðir menn. Ég heyrð’ana um borð í Helgu hvíslað milt og rótt, hún seytlaði um sál mína og taugar og svipti mig öllum þrótt. Þá söng í siglu og stögum, sjórinn ókyrrðist fljótt. Við leituðum hafnar af hafi þá heldimmu septembernótt. Svo skal þá sagan byrja, saga um nýsmíðað skip, sem í fyrsta sinn átti að fljóta frítt með tignarsvip. Viðstaddir voru þá margir við þetta glæsta far, — ástmey yngsta smiðsins var einnig viðstödd þar. Hún, stóð við stjórnborðssíðu, stillt með ljósa brá. Unnustann unga líka hún eflaust kom til að sjá. að baki og geti horft aftur til hamingjuríkrar og starfsamrar ævi, er hann ennþá í fullu fjöri og með mikla starfsorku. Hann lætur nú bráð- um af sínum umsvifamiklu sýslumannsstörfum, en engin hætta mun á því, að hann setjist í helg- an stein. Sjómannablaðið á Júlíusi Havsteen sýslumanni miklar þakkir að gjalda fyrir hinar ágætu greinar, sem hann hefur birt í blaðinu árum saman, og er það von þeirra, sem að þessu blaði standa, að þar hafi hann ekki ennþá látið staðar numið, heldur láti hann Víkinginn enn um skeið koma á framfæri þeim málum, sem hann á eftir að leggja lið sitt. Islenzk sjómannastétt sendir Júlíusi Havsteen beztu árnaðaróskir, með þákklæti fyrir sam- starfið. G. Jensson. Hún hét Helga þessi hugþekka unga mær. Skrið var komið á skipið, þá skunda hún átti fjær. Þá bilaði ’inn sterki strengur, stórt var skipsins fall. Með eldingar ofsahraða það ofan á Helgu skall. Lemstraður líkami hennar var lagður í hvilu um hríð. Unnustinn ungi sá þar allt hennar dauðastríð. Upp frá því engum manni í þeirri hvílu var rótt, hún var varin af svip eða vofu, varin jafnt dag og nótt. Svipurinn sást oft á stjái, við sigluhún efst hún stóð, ung og æskufögur, í augunum tvíræð glóð. Er hafið í hamförum æddi, hún benti örugg til lands. Skipstjórinn bending þá skildi, — skipun hún var til hans. Þá vís voru mannskaðaveður, hann vissi þau boðuðu hel, hélt því strax til hafnar og heppnaðist alltaf vel. Eitt sinn á Aðalvík forðum við anker og festar hún lá. Vaktmenn tveir skyldu vaka og vel um skipið sjá. Mjótt er á millum stiga mannsandans tíðum haft. Svefninn er öllum sætur, þeir sofnuðu báðir á vakt. Ótryggt var veðurútlit, áhættan mjög því stór, vetramótt lengi að líða, við land braut þungur sjór. Þá kom hún að Jakobs hvílu, lcarlinum varð ekki rótt, hún svipti hann værum svefni, sýnin um miðja nótt. f því stormbylur æddi um hið trausta far, sem farið var fast að drífa að feigðarsandinum þar. Þá hefur mjóu munað \ að menn og skip týndust við sand — 171 Ví KIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.