Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 22
prammar voru dregnir hátt upp á land. Við sigldum framhjá E1 Morro, gamla kastalanum við hafnarinnsiglinguna, þar sem hið óhugnan- lega Orkan-viðvörunarflagg bærðist fyrir aust- angolunni. Tvö önnur skip fylgdu okkur. Skip forsetans og önnur skip af svipaðri gerð lágu kyrr, ýmist við akkeri eða við bryggjurnar. Við vorum ekki nema rétt lausir við landið, er við fengum alvarlega spurningu til úrlausn- ar. í höfn höfðum við fengið veðurfregnir frá katólsku prestunum, sem stjórna veðurstofunni á Cuba, en nú fengum við fréttirnar í gegnum veðurstofuna í Miami. Prestarnir höfðu haldið því fram, að Orkaninn stefndi beint á Havana, en í Miami sögðu þeir, að hann myndi halda hina venjulegu leið, sem þeir kalla Orkanrútu um Yucalansundið, einmitt á þann stað, sem við stefndum að. Jafnvel þó um kröftugt ný- tízku skip væri að ræða, sem gæti siglt frá Orkaninum, ef skipstjórinn hefði þá getið rétt til um stefnu hans og hagað sér eftir því, með- an hann (Orkaninn) var nógu langt í burtu. En hver getur sagt til fyrirfram um stefnu hvirfilvinds ? Ég ákvað að síðustu að fara eftir fréttunum frá Miami. Við breyttum um stefnu og stefndum miðja vegu milli Cuba og suður- enda Florida. Er leið á daginn fór austanvind- inn heldur að herða, sjóinn að auka, himininn varð alskýjaður, og það fóru að koma smáhrin- ur, en loftvogin seig ekki. Allt þetta gat bent á, að Orkaninn færi framhjá nokkru vestar. Þegar kvölda tók urðu hryðjurnar kröftugri og örari, en við héldum áfram sömu stefnu. Um áttaleytið fór fyrsti stýrimaður í eftirlits- ferð um skipið. Þegar hann kom aftur, gekk hann til mín, þar sem ég stóð í hlé við skjól- seglið stjórnborðsmegin, og tilkynnti: „Allt í lagi“. En þó búið væri að leysa hann af, gekk hann ekki strax niður. Rétt á eftir sagði hann rólega: „Við erum komnir inn í hinn hættulega „hálfhring". Alir hvirfilviridar samanstanda af tveimur helmingum, hægri og vinstri gangandi „hálfhringum". Á norðlægari breiddargráðum er efri hluti hægra helmings af hringboga Ork- ansins hinn hættulegasti. Hér snýst vindurinn á móti vísirunum á úrskífunni og virðist hafa sterka tilhneigingu til að draga allt með sér inn í hið gjöreyðileggjandi „auga“.“ Við vorum því í hinum hættulega vindhring, en ég vonaði, að við værum í ytri kantinum, þar sem hægara var um alla stjórn. Kl. 22 var kominn stormur af SA. Sennilega vissi það á gott. Skyggni var næstum því ekk- ert vegna rigningar og sjólöðurs. Loftskeyta- maðurinn tilkynnti, að lofttruflanir væru nú miklu meiri en áður, en án radíómælinga var ógerningur að ákveða stað skipsins. Þetta var óhugnanlegt kvöld, allt skipið nötraði eins og af spenningi. Þriðji stýrimaður hafði nú vök- una. Hann stóð í hlé við dyrnar að kortaklefa, og gat ég séð ljósið frá áttavitanum glampa á votum sjóklæðum hans. Þegar skipið stamp- aði kröftuglega í sjóinn eða hallaðist mjög í veltingnum, heyrði ég hann spyrja: „Lætur það að stjórn?“ Og ég heyrði manninn svara, en raddir þeirra drukknuðu næstum í hávaðanum af hvini vindsins í reiðanum. Rétt um miðnætti kom kröftug hryðja, og þá leit út fyrir að vindurinn ætlaði að ganga beint í suður. Ég taldi víst, að „auga“ Orkans- ins æddi í norðvestur í öruggri fjarlægð frá okkur, en skyndilega kom vindhögg, sem blátt áfram lyfti skipinu af sjónum. Regnið streymdi niður í stríðum straumum og sjávarlöðrið þeytt- ist með svo miklum krafti í andlit okkar, að við gátum vart náð andanum. Þriðji stýrimaður fikraði sig áfram, þar til hann náði til mín. „Loftvogin fellur!“ hróp- aði hann. „Hún hefur fallið um þrjú millibar á síðustu 15 mínútum". Við vorum rétt við „augað“ — enginn vafi. Orkaninn hafði breytt stefnu sinni, og hið hættulega „auga“ var að nálgast. Hvað langt áttum við eftir ? Annar stýrimaður tók vörð á miðnætti. Þriðji stýrimaður var kyrr á stjórnpalli. Fyrsti stýri- maður kom einnig upp. Regnskúrirnar helltust yfir okkur hver af annarri, og það var eins og vindurinn sogaði loftið úr lungum okkar, þegar við töluðumst við. Við stýrðum austur og suð- austur, lempuðum skipið áfram með skrúfun- um, þegar það valt niður í bylgjudal. Við vorum hræddari við að þvinga það á móti hinum tröll- auknu, æðandi öldum, — hræddir um að það hengi of lengi á ölduhrygg, einhver af botn- plötunum gætu sprungið — og við þar með búnir að vera. Smám saman fór að lygna, og um leið fórum við að sjá lengra frá okkur, en bylgjurnar stækkuðu og stækkuðu og urðu að síðustu að risavöxnum fjöllum, sem féllu saman með feikna gauragangi. Okkur fannst við vera staddir í einhverju, sem líktist djúpum brunni, þar sem hliðar brunnsins voru á viðstöðulausri hreyfingu upp að litlum, gráum bletti eða ljósi — himninum. Breytingarnar voru svo undra- verðar, að þær á augnabliki gersamlega lömuðu okkur. Við stóðum þarna á stjórnpallinnum og gláptum hver á annan. Allir vissu það, en eng- inn sagði það: Við erum í „auga“ Orkansins. Ennþá stækuðu sjóarnir, skipið var eins og 1B2 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.