Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 2
Skipadeild 10 ára. Sunnudaginn 12. ágúst sl. varð skipadeild Sambands íslenzkra samvinnufélaga 10 ára. Hún var formlega stofnuð 12. ágúst 1946. Ekki mun þetta talinn hár aldur fyrirtækis, og þegar litið er á skipastól deildarinnar í dag, sem orðinn er 7 skip, samtals 27573 lestir, líkist framþróunin frekar ævintýri heldur en raun- veruleika. Fyrsta skip SIS „Hvassafell“ er kom til lands- ins 27. september 1946, var stærsta skipið í skipastól landsins þá, en nú, er SlS hefur keypt hið nýja olíuflutningaskip, sem kemur til lands- ins í haust og er 16.730 lestir, er það hið stærsta, sem flotanum bætist. Það er auðvitað, að risafyrirtæki eins og SIS getur ekki án skipa verið, en hefur í áratugi orðið, eins og einstaklingar og félög, sem annast útflutning og aðdrætti að landinu, að leigja er- lend skip í stórum stíl, til þess að annast þessa lífsnauðsynlegu þjónustu. Þessi staðreynd hefur því verið driffjöðrin í þeirri viðleitni SIS að koma þessum flutningum á innlendar hendur, að sem mestu leyti, og náð þessum mikla árangri á ótrúlega stuttum tíma. Allir landsmenn fagna því þegar ný fleyta bætist hinum íslenzka skipastól, því að sjórinn er okkar lífæð og hitt er einnig staðreynd að við eigum ávallt hæfa menn til þess að manna skip okkar, svo að vel sé og einnig menn til þess að stjórna útgerð kaupskipaflotans, engu Emil Jónsson ráðherra tekur á móti hinni nýju stöð. lenzku togaranna á veiðum við Græn- land. Tækið sjálft er ekki stórt að sjá, en afar margbrotið og fínt verk. Auð- velt í meðferð, þar sem miðunin kem- ur fram í ljósgeisla á miðunarskíf- unni, eins og áður er sagt er ná- kvæmnin mikil, það kom einnig ljóst fram í ræðu vitamálastjóra og ann- arra, sem til þekktu, að ekki fyndist ákjósanlegri maður, fyrir samvizku- semi og dugnað til þess að annast þjónustuna við miðunarstöðina held- ur en hinn reyndi vitavörður á Garð- skaga, Sigurbergur Þorleifsson. Eftir hina hátíðlegu athöfn og góðu veitingar, sneru gestirnir heimleiðis ánægðir yfir skemmtilegri ferð í sum- arblíðu og sólskini. Ritstj. 162 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.