Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 23
SIMRAD DYFTAR MÆLAR ASDIC-ÚTBÚNAÐUR DÝPTARMÆ LAPAPPÍ TALSTÖÐVAR 5 OG 4D, 5 OG 70 WATT FRIÐRIK A.JDNSSDN GARÐASTRÆTI 11 SÍMI 4135 veikbyggt leikfang, sera hentist frá hinum freyð- andi bylgjutoppum og niður í öldudalina, með þeim litla farmi, sem um borð var. Það hoppaði og dansaði eins og lítill korktappi. Hópur af smáfuglum kom skyndilega fljúgandi út úr skýjunum og reyndi að leita sér skjóls á skip- inu. Nokkrir þeii’ra misstu lífið, er þeir flugu með miklu afli á þilfarshúsin. Skyndilega hróp- aði fyrsti stýrimaður: „Sjáið, kóralrif fram- undan!“ Skyggnið hafði aukizt allt að því um eina sjómílu og í norðri sáum við brjóta ofsalega á kóralrifi og á því stóð viti. Þetta voru eyj- arnar sunnan til við Flóridaskagann. Um nótt- ina hafði veðrið hrakið okkur 60 sjómílur yfir — áttavitinn — einasta siglingatækið, sem við gátum notað. Ég minntist þess nú, að fyrir nokkrum árum var stórt enskt flutningaskip, „Phemius“, statt í sömu kringumstæðum og við. Þegar það var að fullu laust við Orkaninn, komust skipsmenn að því, að þeir voru staddir 200 sjóm. frá hinum áður áætlaða stað skipsins. Það hafði lyfzt yfir kóralrif, sem undir öðrum kringumstæðum hefði gereyðilagt það, og á yfirnáttúrlegan hátt klöngrazt framhjá fjölda smáeyja. Meðan ég nú helt mér dauðahaldi í skjólborðið á stjórn- pallinum, gat ég ekki látið vera að hugsa um það, hvað langt við værum komnir frá réttri leið. Ég gat látið mér detta í hug, að við værum á hraðri leið í gegnum Floridasundið og stefnd- um beint á eyjarnar þar fyrir sunnan. Alla nóttina emjaði og æddi stormurinn. Sjógangurinn var ægilegur. Loftvogin féll stöðugt. Alla nóttina vorum við allir á stjórn- palli. í dagrenningu birti svolítið upp. Hinir ógurlegu öldutoppar sýndust, gegnum morgun- hafið, næstum því beint í dauðann. Nú breyttum við stefnu í suður, en urðum að þvinga skipið beint á móti hinum hvítfyss- andi, æðandi stórsjóum, í von um að geta slopp- ið í gegnum einhverjar „bakdyr“, úr óveðrinu. Skipið erfiðaði og barðist í gegnum „augað“, og þegar við á nýjan leik komumst út í hvirfil- vindana, misstum við sjónar af vitanum og rifinu. Af og til urðum við að láta skipið „falla frá“ stefnunni, er við sáum hættulega sjóa nálg- ast, en með skrúfunum og stýrinu þvinguðum við það upp að á nýjan leik. Við héldum okkur dauðahaldi við skjólborð stjórnpallsins, á meðan sjórinn helltist yfir okkur eins og vatnsmikili foss, sem ekkert lát er á. Við héldum, að þá og þegar myndi einhver botnplata skipsins rifna af hinum ógurlegu höggum og áreynslu, er skipið skall af einum ölduhrygg á annan, eða að lestaropin myndu springa af hinum mikla sjóþunga á þilfarinu. Við gátum alls ekki fylgzt með því, hvort við komumst áfram eði ekki, en vonuðum aðeins, að fjarlægðin ykist frá kór- alrifinu. Heppnin var með okkur. Orkaninn snéri frá okkur og eftir rúma tvo tíma vorum við lausir við hann að fullu og komnir undir himinn, sem vestanvindurinn var að kemba hreinan. Fram undan sáum við stórt flutninga- skip með mikla „slagsíðu". Þilfarsflutningur- inn, sem var timbur, hafði losnað og mikið af honum hékk út yfir borðstokkinn. Við buðum hjálp okkar, en þeir töldu sig úr allri hættu. Þá snérum við til Havana. Höfnin leit út eins og orrustuvöllur. Hvert einasta skip var meira og minna skemmt. Eitt lá við bryggjuna, sem við höfðum skilið við, með stórt gat á hliðinni. Sum voru sokkin. Skip forsetans lá með allan framhlutan í sjó, en skrúfuna hátt í loft upp — eins og flagg. Á víkinni þarna í kring lágu sautján skonnortur sokknar, með siglur og rár upp úr sjó. Lík drukknaðra sjómanna flutu með straumnum fi-amhjá E1 Morro, til hafs. Ég horfði yfir höfnina á hin eyðilögðu, brotnu og sokknu skip. Ég horfði yfir viðurstyggð eyði- leggingarinnar, brotin hús og pálma, og ég sagði eins og ég hef oft sagt áður, eftir að hafa komizt heill í höfn: „Þökk, Guð! Þökk fyrir að þú hefur ennþá einu sini bjargað okkur heilum af hólmi!“ Lausl. þýtt. GvJÖm. Gíslason. isVeVj til lands og sjávar. ^Vélaðatanl HAFNAHHÚSINU - SÍMI 5401 VÍKINGUR 1B3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.