Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 6
svo sem hún er“, mælti Birgir. Ég féllst á það. Enn fór ég að draga, en náði sára litlu, og því er ég náði varð að gefa út aftur og aftur. Þetta var mesta strit og var ég orðinn kófsveittur, og þreytudofi kominn í handleggina, ég var að gefast upp. Birgir mun hafa séð þetta, því nú reif hann sig úr peysunni sinni, og bauð að hvíla mig. Jú, ég mundi þiggja það, en áminnti hann um að draga varlega, því það mundi eyðileggja alla okkar ánægju af þessum róðri, ef við næðum ekki þessari sterku skepnu, sem virtist ekkert á því að gefa sig fyrst í stað. Og nú tók hún eina vokuna enn. Ég hélt færinu það stífu er ég þorði, annar vettlingur minn var skorinn í sundur. Birgir tók við færinu meðan það var enn á útleið. En nú var eins og skepnan trylltist. Hún reif út færið, lét draga sig með miklum þunga nokkra faðma, en tók svo aftur á rás. „Heldurðu að þetta sé spraka?" spyr ég. „Kemur ekki til mála“, svarar Birgir um leið og hann reynir að draga færið með stuttum og erfiðum handtökum. „Ég skal segja þér eitt, Birgir", mælti ég. „Þegar ég var 14 ára, réri ég sem hálfdrættingur á litlum bát ásamt tveim öðrum mönnum. Þá var það einn dag er við vorum hérna, einmitt á þessum stað, að annar bát- ur, sem var skammt frá okkur, kallaði til okkar og bað um ífæru, því einn af áhöfninni hafði komið auga á óvenjulega skepnu. Formaður minn sagði þá félaga sínum, sem andæfði hjá okkur, að róa að bátnum. En þá brá svo við að hinn báturinn tók á rás, og það svo hratt að bilið milli bátanna lengdist, þótt ræðari okkar réri allt hvað hann gat, og gekk svo um stund. Þá sett- ist formaður minn einnig undir árar, en þá stoppaði hinn báturinn skyndilega. Skepnan hafði slitið færið sem var komið á enda, en bundið í bátinn, svo sem venja er til. Ef til vill er þetta sama skepnan". „Það sjáum við þegar við náum henni", mælti Bitgir. „Því krókinn hlýtur hún að geyma, þó hún sé búin að týna færinu“. „Heldurðu að við náum henni?“ spyr ég. „Já, já“, mælti Birgir, sem nú dró með lengri hand- föngum en áður. „Hún er að gefa sig, og ég líka“. „Já, ég skal taka við aftur, við verðum að passa að þreyta hana meira en okkur“, mælti ég um leið og ég færði mig að færinu, sem ég tók svo næst þegar hún stríkkaði. Ég fann fljótt að skepnan var í uppgjöf, þó enn kynni hún að þrauka nokkurn tíma. Þunginn á færinu var sá sami, en slátturinn og rykkirnir voru fjörminni en áður, því hlaut hún að vera að gefa sig. Birgir tók nú að búa okkur undir síðasta þátt viður- eignarinnar, að drepa og innbyrða skepnuna, ef til þess kæmi. ífærum, goggum, hnífum og öðrum morðtólum hafði hann skipað sem næst okkur, og beið nú þess i ofvæni að fá að taka til hendi. En skepnan niður í djúpinu var enn ekki á því, að láta draga sig upp á yfirborðið, en rólegri var hún orðin, þótt enn brygði hún hratt við, er hún neitaði drætti. Færið, sem var ný 4 pd. lína, var orðið mjög teygt, og komnar á það hættulegar snurður. Bii'gir varð því að draga það laust til sín aftur í rúmið, um leið og ég dró það inn. Svo greiddi hann úr snurðunum, um leið og ég gaf út. Við höfðum áhyggjur út af færinu. En nú var eins og skepnan gæfist upp allt í einu, hún lá eins og lífvana á færinu. Ég dró færið eins og ætti með því líf mitt að leysa, svitinn vall út úr skrokk mínum, og mig sveið í aug- un. Ég var búinn að draga meira inn af færinu en nokkru sinni fyrr, frá því að viðureignin hófst. Mátti því búast við að það sem á færinu var kæmi þá og þegar í sjónmál. Birgir sleppti færinu, greip Ifæru og horfði fullur eftirvæntingar niður í sjóinn. Loks kallaði hann: „Sjá það“. En það var eins og skepnan hefði heyrt þetta, og brugðið við, því nú rauk hún af stað niður í djúpið aftur. „Hvað var það?“ spurði ég æstur, um leið og ég reyndi að stöðva færið með jöfnu en vaxandi átaki. „Greindi enga lögun, sá bara einhverju hvítu bregða fyrir augnablik, sennilega spraka“, sagði Birgir, sem nú greip andann á lofti. „Sæskrímsli geta nú líka haft hvítan kviðinn", mælti ég um leið og mér hafði tekist að stöðva skepnuna, sem ég fór nú að draga með vaxandi ákafa, því að fréttin um hvíta litinn hafði á mig hressandi áhrif. Og brátt kom hvíti lityrmn aftur í ljós. „Spraka“. Æptum við báðir stamtímis, Ijómandi af hrifningu. Hvíti depill- inn sem kom ljós öðru hvoru, niðri í djúpinu, stækkaði nú svo ört, að okkur þótti nóg um stærð hans. Ég sá stórar hendur Birgis kreppast saman um ífæruna, hand- leggsvöðvarnir voru eins og harðar kartöflur, herð- arnar signar saman, andlitið eins og höggvið í stein, mér datt í hug villidýr, sem er að stökkva á bráð. Og svo kom það langþráða augnablik, ífærunni var miðað. En það varð ekki meira. Það kom skyndilega stanz á okkur báða. Þetta bar ■allt öfugt að, þessi stóra spraka húkkuð í stirslubands- stæðið, okkur féllust báðum hendur nokkur augnablik. En snöggur rykkur frá sprökunni á færið, kom hugsun okkar aftur í lag. Sprakan sem stakk sér beint niður varð ekki stöðvuð. Birgir fleygði ífærunni og tók að greiða fyrir færinu, sem rann út með ofsa hraða. Sprakan fór til botns. Enn tók ég að draga færið, og nú hreyfist sprakan ekki, þessi síðasti sprettur virtist hafa orðið henni ofraun. Við lögðum nú á ráðin, hvernig hafa skyldi næstu atrennu, því eins myndi standa í sprökunni sem áður. Ráðagerðin var á þessa leið. Ég átti að draga sem hraðast undir borðið og reyna að kippa sporðinum sem lengst upp úr sjónum, en hafa samt lóðið á færinu klárt, ef eitthvað skyldi mistakast. Samtímis átti Birgir að seilast svo langt niður í sjóinn, að hann kæmi ífær- unni upp í kjaft sprökunnar og út á milli kjálkanna, er honum hafði tekist það átti ég að sleppa færinu, grípa hina ífæruna og koma henni í haus sprökunnar, sem Birgir mundi þá vera búinn að kippa upp úr sjón- um. Er hér var komið var sprakan að koma undir borð. Birgir lagðist út á borðið með ífærubandið vafið um aðra hendina, en hélt þó báðum um legg hennar. Teigði sig út fyrir, svo höfuð hans nam við sjóinn. Ég gat ekki að mér gert, að skjóta því inn í, að vissara væri að binda fætur hans við þóftuna, en fékk illt augnatillit í staðinn. Ég dró hratt undir borðið, greip lóðið með annarri hendi, en tauminn með hinni og kippti sporðinum upp 166 V I K ! N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.