Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 7
Þórarinn B. Egilson, ntgm. llliHHÍHífarcrt Hinn 22. júlí sl. andaðist að heimili sínu í Hafnarfirði hinn landskunni athafnamaður Þórar- inn Egilson útgerðarmaður, hart- nær 75 ára að aldri. Þórarinn er fæddur í Hafnar- firði 3. nóvember 1881. Foreldrar hans voru þau Þorsteinn Egil- son kaupmaður, sonur Svein- bjarnar Egilsonar rektors, og Elísabet Þórarinsdóttir, Böðv- arssonar prófasts og alþingis- manns að Görðum. Þórarinn vann við verzlunar- störf og útgerð svo að segja frá blautu barnsbeini. Hóf hann út- gerð fyrir eigin reikning árið 1915 og hefur síðan og fram á síðustu ár verið einn athafna- mesti útgerðarmaður á Suðurlandi. Á þessum langa starfsferli kynntist Þórarinn öllum grein- um þessa atvinnuvegar, því á þessu tímabili tók útgerð hérlendis miklum og gagngerðum breyt- ingum, eða frá árabátum til nýtízku togara, og átti Þórarinn ekki minnstan þátt í þeirri þró- un, enda lifandi áhugamaður á öllu þessum at- vinnuvegi viðkomandi, ekki sízt fiskverkun og Velgengni og hagsæld fyrirtækja þeirra, sem Þórarinn stjórnaði, oft í mjög erfiðu árferði og kreppu, er ljósasti votturinn um hæfileika hans sölu. úr eins og ég orkaði. Allt gekk samkvæmt áætlun. Birgir kom ífærunni á sinn stað, þótt höfuð hans og herðar blotnuðu. En nú gerðist margt í senn, Birgir rykkti sér upp, sprakan brauzt um sem óð væri og jós yfir okkur sjónum, svo við sáum lítið. Eftir harða og tví- sýna baráttu, höfðum við þó betur og sprakan kom inn. Voru þá gripin barefli og síðast beitt hnífi. Þar með var þessi fallegi fiskur dauður og lá nú að fótum okkar, þar sem við virtum fyrir okkur hans fallegu hvíthlið, sem enn fór krampakenndur titringur um. Nokkrar stórar fiskilýs skriðu þar fram og aftur í eirðarleysi. Eftir að hafa setið þarna nokkra stund, dáðst að hinum stóra fiski og þurkað framan úr okkur sjó og svita, ákváðum við að halda heim. Og ánægðir voru þeir tveir fiskimenn, er héldu heim, eftir fengsæla og skemmtilega sjóferð. Lúðan vóg 108 kg. og framsýni, og er þar við bætist lipurð og Ijúfmennska við lága sem háa, undrar engan að Þórar- inn var mjög vinsæll maður og naut mikillar virðingar samferða- manna sinna. Þórarinn naut mikils örlætis af náttúrunnar hendi. Velbyggður á sál og líkama. Skarpgáfaður, víð- sýnn og listfengur. Þótt skapið væri mikið bar mest á glaðværð og góðvild í hinu daglega fari. Sérstaklega áberandi var trygg- lyndi hans til allra þeirra, sem einhvern tíma höfðu unnið hjá honum, og var eins og hann ætti í þeim hvert bein. Sérstaklega kunni hann að meta að verðleik- um bá menn, sem unnu störf sín vel, og fór ekki dult með það mat sitt, þeim til gleði og uppörvunar, sem hlut áttu að máli. Þórarinn var sérstaklega skemmtilegur í við- ræðum, enda mjög vel heima á flestum sviðum. Vel lesinn og stálminnugur. Hafði glöggt auga fyrir hinu spaugilega í lífinu og átti til að kasta fram fyndni, ef svo bar undir. Er ekki ólíklegt, að mörgum Hafnfirðingum finnist vanta eitt- hvað í bæjarlífið, þegar Þórarinn er hættur að sj ást, og margir munu minnast hinna skemmti- legu stunda, er þeir áttu í viðræðum við hann, Þórarinn giftist eftirlifandi konu sinni, Elísa- betu Halldórsdóttur, árið 1908. Eignuðust þau tvær dætur: Erlu, sem giftist Ólafi Geirssyni lækni, og Maríu, gifta Friðjóni Skarphéðins- syni, bæjarfógeta á Akureyri. Menn koma og menn fara, það er lífsins gang- ur. Sumir skilja eftir sig spor, aðrir ekki. Spor Þórarins verða ekki rakin í þessari stuttu kveðjugrein. Það verður gert, þegar saga Hafn- arfjarðar og útgerðar verður skráð. Ritstj. Þórarinn B. Egilson, útgerðarm. VÍ KlN □ U R 167

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.